Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 48
Ný verk listakon- unnar Huldu Hlínar Magnús- dóttur verða til sýnis í Tjarn- arbíói á Menning- arnótt í dag, laug- ardag, kl. 13-23. Sýningin ber nafnið Forum/ Torg/Square og er einkasýning. „Listsköpun Huldu einkennist af sterkum litasamsetningum og hreyfingu/flæði. Nýjustu verk Huldu eru óhlutbundnari en áður. Verkin eru sjónrænt, dularfullt ferðalag í hugrænan heim. Nýjustu verkin hafa mörg hver lífrænan blæ og minna stundum á landslag innan frumu, lífveru eða plöntu. Önnur verk minna á flæð- andi dramatíska kletta eða fjöll,“ segir m.a. í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar um lista- konuna eru á vefnum huldahlin.com FORUM/TORG/SQUARE TJARNARBÍÓ Málverkið Flow málaði Hulda Hlín í ár. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Vladimir Stoupel og Judith Ingólfsson. Judith Ingólfsson víóluleikari og Vladimir Stoupel píanóleikari flytja verk eftir Robert Schumann, Johannes Brahms og Albert Diet- rich á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. „Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel eru listamenn sem leggja mikið upp úr því að fanga tilfinningaþrungið andrúmsloft kammertónlistar og hafa helgað sig flutningi hennar. Sem tvíeyki hafa þau komið fram á ógrynni tónleika og tónlistarhátíða víða um heim, til að mynda í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Ítalíu og Bandaríkjunum,“ segir m.a. í tilkynningu. GLJÚFRASTEINN KAMMERTÓNLIST Nærmynd nefnist sýning Þóru Einarsdóttur sem opnuð var í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, í gær. Á sýningunni eru olíumálverk og dúkristur þar sem viðfangsefnið er gömul yfirgefin hús sem Þóra heimsótti á Vestfjörðum og á Vest- urlandi árið 2014. „Þar veltir listakonan fyrir sér spurningunni af hverju hús og staðir eru yfirgefin,“ segir í tilkynningu. Þóra stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1991-1995 og hefur síðan sótt námskeið hjá hinum ýmsu myndlistar- mönnum. Þóra hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér- og erlendis. Sýningin stendur til 6. sept- ember, en opið er alla daga kl. 14-18. GRAFÍKSALURINN NÆRMYND Listakonan málar gömul yfirgefin hús. Ódauðlegt verk um ást og ástleysi erlokaverkið í kvintológíu, þ.e. fimmverka röð, sem við byrjuðum að vinna að fyrir tíu árum. Með þessu verki fögn- um við þannig tíu ára afmæli leikhússins,“ segir Steinunn Knútsdóttir, höfundur og leik- stjóri verkanna fimm sem leikhópurinn Áhuga- leikhús atvinnumanna sýnir á sviðslistahátíð- inni Lókal dagana 26.-30 ágúst. Þrjú verkanna verða sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins, eitt í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu og eitt í Tunglinu, húsnæði Listaháskóla Íslands við Austurstræti 22. „Áhugaleikhús atvinnumanna byrjaði sem fullkomlega peningalaust leikhús. Markmið okkar var að gera sýningar af hugsjón og áhuga, en samt með atvinnumennskuna að leiðarljósi. Við vildum prófa að gera leikhús þar sem við værum algjörlega óháð miðasölu og styrktaraðilum. Þannig eru verkin okkar algjörlega óháð öllum markaðslögmálum, enda er ókeypis inn á allar sýningar okkar,“ segir Steinunn. Verkin fimm í Ódauðlegu seríunni eru: I. Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi sem var frumsýnt í Klink og Bank vorið 2005; II. Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna sem var frumsýnt í Nýlistasafninu í ársbyrjun 2009; III. Ódauðlegt verk um stríð og frið sem var forsýnt á Lókal í Smiðjunni haustið 2009 og frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu vorið 2010; IV. Ódauðlegt verk um draum og verkuleika sem var frumsýnt í Útgerðinni í Hugmyndahúsi háskólanna 2010 og V. Ódauð- legt verk um ást og ástleysi. Spurningar um mannlegt eðli „Markmið verkanna var að velta fyrir sér ólíkum viðfangsefnum, sem öll snúa þó að djúpstæðum spurningum um mannlega tilvist og eðli mannsins. Þau eru öll frekar stutt, þ.e. 40-60 mínútur að lengd,“ segir Steinunn og tekur fram að leikhópurinn líti ekki á sýn- ingar sínar sem vöru heldur samtal. „Áhorf- endur fá þannig að fylgjast með hugleiðingu um stef í mannlegri tilvist og síðan er þeim boðið að sitja eftir og ræða meira um stefið og leikhúsið sem við erum að búa til.“ Spurð nánar um nýjasta verkið segir Stein- unn ætlunina að fjalla um ástina og hvernig manneskjan tekst á við þær margræðu tilfinn- ingar sem búa í ástinni. „Efniviður verksins er fenginn frá ókunnugu fólki um allt land, en við brugðum á það ráð að óska eftir ástar- bréfum til þess að nota í sýningunni. Fjölda- margir svöruðu ákallinu og sendu okkur afrit af ástarbréfunum sínum,“ segir Steinunn og tekur fram að bréfin séu mörg hver mjög mögnuð. „Þessi bréf eru hjartað í sýningunni. Við erum ekkert að skálda í þessari sýningu.“ Að sögn Steinunnar kallar hvert viðfangsefni á mismunandi efnistök og þá um leið mismun- andi form. „Í þessu síðasta verki seríunnar stígum við að nokkru út úr sköpuninni og för- um í raunverulegt samtal við áhorfendur með þátttökuleikhúsi. Sýningin verður ekki eins og hefðbundin leiksýning heldur bjóðum við áhorfandanum að deila með okkur sam- verustund. Sýningin verður því einhvers kon- ar íhugun um ástina og hvað hún þýðir fyrir hvern og einn, á forsendum hvers og eins.“ Vinna hugsjónastarf Aðstandendur sýninganna fimm eru auk Steinunnar þau Aðalbjörg Árnadóttir, Arndís ÁHUGALEIKHÚS ATVINNUMANNA SÝNIR Á LÓKAL Ódauðlegu verkin fimm ÁHUGALEIKHÚS ATVINNUMANNA FRUMSÝNIR SENN Í BORGARLEIK- HÚSINU LOKAVERKIÐ Í FIMM VERKA SERÍU UM MANNLEGT EÐLI. ÖLL VERKIN FIMM VERÐA SÝND Á SVIÐSLISTAHÁTÍÐINNI LÓKAL. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Menning Baráttan sem Bríet háði á sínum tíma áalveg furðu vel við í dag,“ segir dans-arinn og danshöfundurinn Anna Kol- finna Kuran en hún stendur á bak við verk- ið Bríet: upp með pilsin sem frumsýnt verður 28. ágúst næstkomandi, í Smiðjunni, sem hluti af Reykjavík Dance Festival. Að sögn Önnu Kolfinnu er um dansleikhúsverk að ræða og fjallar það um langalangömmu hennar, kvenréttindafrömuðinn Bríeti Bjarn- héðinsdóttur, og er það sett upp í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. „Ég hóf nokkuð djúpa rannsóknarvinnu fyrir svona hálfu ári. Ég reyndi að finna allt sem hún hafði skrifað og sagt auk þess sem ég leitaði að upplýsingum um hana sjálfa. Ég byggði verkið síðan að stórum hluta á þeim upplýsingum auk þess sem ég vissi að sjálfsögðu nokkuð um hana áður en ég byrj- aði,“ segir Anna Kolfinna um Bríeti en hún kveðst hafa viljað einblína á langalangömmu sína sem manneskju í verkinu og komast að því hver hún var í raun og veru. Bríet var ástríðufull kona „Ég vildi nálgast verkefnið þannig. Ég komst auðvitað að því að hún var alveg ótrúlega ástríðufull kona, bæði í sínum per- sónulegu málun og í réttindabaráttu sinni. Ástríðan réð ríkjum í lífi hennar og karakt- er. Hún lagði sig hundrað prósent í allt, var ótrúlega metnaðarfull og lét fátt stoppa sig. Mér fannst það rosalega mikill innblástur að vinna út frá,“ segir hún en þess má geta að verkið er um klukkutími að lengd. „Þetta er einskonar dansleikhúsverk. Við erum bæði að vinna töluvert með texta, söng og hreyfingar. Þetta blandar því sam- an ákveðnum listformum,“ segir Anna Kol- finna en auk hennar taka þær Esther Talía Casey, Gígja Jónsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir þátt í verkinu, en Vala Gests- REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL Dansa til heiðurs Bríeti VERKIÐ BRÍET: UPP MEÐ PILSIN VERÐUR FRUMSÝNT Á REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL 28. ÁGÚST NÆSTKOMANDI EN DANS- LEIKHÚSVERKIÐ ER TILEINKAÐ BRÍETI BJARNHÉÐINSDÓTTUR. HÖFUNDUR VERKSINS, ANNA KOLFINNA KURAN, SEGIR BARÁTTU LANGALANGÖMMU SINNAR EIGA VEL VIÐ Í DAG. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta blandar því saman ákveðnum listformum,“ segir Anna Kolfinna Kuran um dansleikhúsverkið sitt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.