Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 49
Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Gígja Hólmgeirsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jórunn Sig- urðardóttir, Kristjana Skúladóttir, Magnús Guðmundsson, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. „Flestir leikaranna leika í þremur sýn- ingum hver, en sumir eru í öllum,“ segir Steinunn og tekur fram að allir í hópnum unnar lýkur Ódauðlegu seríunni í ár með frumsýningu Ódauðlegt verk um ást og ást- leysi á Lókal. „Í haust fer ég í rannsókn- arleyfi fram að áramótum og hyggst nota tím- ann til að skrifa bók um Ódauðlegu verkin,“ segir Steinunn, sem hefur gegnt starfi deild- arforseta Sviðslistadeildar LHÍ frá 2011. Sem fyrr segir verða Ódauðlegu verkin sýnd á þremur stöðum á Lókal. „Þrjú verk- anna þurfa svart leikrými og tvö þeirra hvít rými,“ segir Steinunn og tekur fram að „svörtu“ verkin þrjú verði sýnd í Borgarleik- húsinu, en þau eru Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, Ódauðlegt verk um stríð og frið og Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi. Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna verður sýnt í Listasafni Reykjavíkur og Ódauðlegt verk um draum og veruleika í Tunglinu. Steinunn reiknar fastlega með því að Ódauð- legu verkin verði ekki sýnd oftar, enda kom- inn tími til að setja ákveðinn punkt. En hugs- anlega verður þó nýjasta verkið sýnt eitthvað áfram eftir að Lókal lýkur. „Það hefur verið stórkostlegt að fá tækifæri til að vinna að sama viðfangsefninu í heil tíu ár en nú er komið að ákveðnum lokapunkti. Það er gaman að geta haldið upp á afmælið með því að sýna öll verkin saman,“ segir Steinunn og tekur fram að hún sé opin fyrir nýjum áskorunum. Ódauðlegt verk um ást og ástleysi verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins mið- vikudaginn 26. ágúst kl. 19. Allar nánari upp- lýsingar um sýningartíma verkanna má finna á vefnum lokal.is. vinni hugsjónastarf. „Við erum að reyna að sniðganga markaðinn og peninga,“ segir Steinunn og tekur fram að hópurinn hafi þó þegið listamannalaun árið 2010 til að vinna seríuna Örverk um áráttur, kenndir og kenjar sem sýnd voru í beinni vefútsendingu, auk þess sem unnin var bók um verkin. Hópurinn er einnig allur á listamannalaunum sem stendur og með styrk frá leiklistarráði til að setja upp Ódauðlegu verkin. Að sögn Stein- Steinunn Knútsdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt hluta leikhópsins sem flytur Ódauðlegu verkin. Morgunblaðið/Styrmir Kári 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson koma fram á lokatónleikum Menningarveislu Sólheima í Sólheimakirkju í dag, laugardag, kl. 14. Með Menningarveislunni í ár var því fagnað að Sólheimar eru 85 ára. Aðgangur er ókeypis. 2 Síðasta sýningarhelgi Sirk- us Íslands verður á Klambratúni í dag og á morgun. Sirkusinn sýnir þrjár mismunandi sýningar: Fjöl- skyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og full- orðinskabarettinn Skinnsemi. Sirkus- inn sýnir í sirkustjaldinu Jöklu sem tjaldað er á Klambratúni. 4 Nýjasta teiknimyndin úr smiðju Pixar, Inside Out, hefur hlotið afbragðsviðtökur jafnt gagnrýnenda sem kvik- myndagesta. Myndin þykir allt í seinn falleg, skemmtilegt og ljúfsár. 5 Kammerkórinn Schola can- torum kemur fram á loka- tónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Meðal verka á efnis- skránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. 3 Reykjavíkurborg iðar af lífi í dag, laugardag, þegar Menn- ingarnótt er haldin í 20. skiptið. Fastir liðir eins og Reykjavíkurmaraþon og stórtónleik- ar á Arnarhóli verða í stóru hlutverki líkt og áður. Kvöldinu lýkur með flug- eldasýningu kl. 23. MÆLT MEÐ 1 dóttir sér um tónlist og Eva Signý Berger um sviðsmynd og búninga. Jafnréttisbaráttan á við í dag „Það kemur kannski svolítið á óvart hversu mikill texti er í verkinu. Við vinnum þó meira abstrakt með textann en ef þetta væri hefðbundin leiksýning. Verkinu er síð- an skipt niður í fimm kafla og ákveðin þemu sem tengjast Bríeti eru tekin fyrir í hverju þeirra,“ segir hún. Anna Kolfinna segir það jafnframt ljóst að jafnréttisbar- átta Bríetar eigi vel við í dag. „Það er að finna rosalega sterka tengingu við samtímann og margt sem hún sagði eða skrifaði á vel við umræðuna í dag. Sem dæmi er hægt að nefna launakjör og hugs- unarhátt. Bríet barðist náttúrlega mikið fyr- ir menntunarmöguleikum fyrir konur, að þær ættu þá möguleika sem þær vildu og gætu gert það sem þær hefðu hæfileika til. Þó það eigi kannski ekki jafnmikið við á Ís- landi nú og það gerði þá, þá er enn verið að heyja þá baráttu víðsvegar um heiminn,“ kveður hún. Anna Kolfinna bætir við að lokum að verkið verði sýnt þrisvar að hátíð- inni lokinni og verða sýningarnar í Tjarn- arbíói. Morgunblaðið/Eggert Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist árið 1856 á Haukagili í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu. Hún var kosin bæjar- fulltrúi í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908 og bauð sig síðar fram til Alþingis, fyrst kvenna. Hefði ekki verið fyrir ný lög um útstrikanir hefði Bríet orðið fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi. Bríet hóf snemma að beita sér fyrir auknum réttindum kvenna. Hún var til að mynda aðeins sextán ára gömul þeg- ar hún ritaði greinina „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, sem birt- ist í Fjallkonunni árið 1885. Hún var einn af stofnendum Hins íslenska kven- félags 1894, hóf útgáfu á Kvennablaðinu 1895 og varð fyrst kvenna til þess að bjóða sig fram til Alþingis. „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“, sem hún flutti í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavík árið 1887, mun hafa verið fyrsti opinberi fyrirlestur kvenmanns á Íslandi og var gefinn út á bók ári síðar. Þar benti Bríet á launa- mun kynjanna og hvernig konur gætu bætt stöðu sína í samfélaginu með því að tryggja sér aukin réttindi til náms og vinnu. Hægt er að nálgast fyrirlestur Bríetar í riti Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna. Eins er hann aðgengilegur á vefnum bækur.is. Mannréttinda- frömuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.