Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Bækur Sjö ár eru liðin frá síðustu bók Páls meðÍslandsmyndum og dylst engum semflettir Iceland Exposed, sem Crymo- gea gefur út, að sitthvað hlýtur að hafa gerst á þeim tíma því nýja bókin er talsvert frá- brugðin fyrri bókum og myndirnar persónu- legri. Aðspurður hverju sé um að kenna, eða það að þakka segir Páll að skýr- ingin sé tvíþætt, „í fyrsta lagi held ég það væri ákaf- lega sorglegt ef manni færi ekki fram, ef ég væri staðn- aður sem ljósmyndari, en hitt er það að þegar maður hefur farið svo oft um land- ið eins og ég, þekki það eins og lófann á mér, þá gerist það sjálfkrafa þegar ég kem að einhverjum stað, sem ég hef jafnvel myndað oft áður, að ég velti því fyrir mér hvernig ég get gert hann öðruvísi, hvernig ég get komið áhorfandanum á óvart. Það er nefnilega svo að þó maður hafi komið ótal sinnum á einhvern stað þá er hann aldr- ei eins, veðrið er aldrei eins, árstíðirnar mis- munandi, birtan breytileg og sjónarhornið annað,“ segir Páll og bætir við eftir smá- þögn, „og svo hef ég kannski þroskast sem ljósmyndari.“ Á árunum sjö sem liðu á milli Íslandsbóka hans hefur Páll eðlilega fengist við ýmislegt, hann er ritstjóri og ljósmyndari Iceland Re- view og Atlantica og hefur verið í fjölda ára, en einnig tók hann myndir fyrir ólíkar bæk- ur á vegum erlendra aðila sem hann segir að hafi eflaust haft einhver áhrif á hann sem ljósmyndara. „Það þroskar mann náttúrlega sem ljósmyndara að vinna fyrir erlenda aðila sem eru vanir að vinna með bestu ljósmynd- urum heims og gera því aðrar og strangari kröfur en maður er kannski vanur," segir Páll og bætir við að hann hafi líka fundið það eftir að hafa verið að taka myndir er- lendis hafi hann komið ferskur að íslensku landslagi að nýju og það hafi að vissu leyti haft áhrif á það hvernig hann sjái landið.“ Fyrsta Íslandsbók Páls, Light, kom út fyr- ir þrjátíu árum og vakti þónokkra athygli. Hann segir að í þeirri bók hafi notað „óskap- lega margar linsur, frá 14 millimetra upp í 800 millimetra, þjappað saman með aðdrátt- arlinsu og notað víðvinkla. Núna nota ég eig- inlega bara tvær linsur og það fastar norm- allinsur, 35 og 50 millimetra, þetta eru allt myndir eins og augað sér það meira og minna og það er engin mynd í Iceland Exp- osed sem er tekin með víðri linsu eða að- dráttarlinsu. Fyrir vikið verða myndirnar persónulegri og náttúrlegri, ef orða má það svo, ég er ekki að nota linsubrellur til að búa til myndir, það sem ég sé er á myndunum.“ Eins og nefnt er að frama hefur Páll verið ritstjóri og ljósmyndari Iceland Review í fjölda ára og farið óteljandi ferðir um landið að taka myndir fyrir tímaritið og eins fyrir fjölda annarra tímarita og blaða. Aðspurður hvort hann þreytist á því að taka myndir af sama landslaginu ár eftir ár svara hann með stuttri sögu: „Ég var að koma að vestan í nótt og það var óskaplega fallegur himinn. Ég er reynd- ar ekkert gefinn fyrir slepjulegar sól- armyndir og reyndi því að búa til einhvern ramma sem væri öðruvísi og varð svo æstur við það að ég hugsaði: Mikið djöfull er þetta gaman. Þetta var eins og ég væri í glímu við máttarvöldin, í kapphlaupi við tímann, að ná mynd sem fangaði það sem ég vildi segja.“ Við Ragnar Axelsson ljósmyndari höfum verið vinir í yfir þrjátíu ár og förum oft sam- an um landið. Þó að við höfum unnið við ljós- myndun í áratugi erum við oft eins og litlir krakkar, þetta er svo skemmtilegt. Stundum nær maður mynd og stundum ekki, en það er ekki aðalatriðið, heldur það að vera að glíma við þetta viðfangsefni að ná góðri mynd. Það er endalaust verkefni.“ Að því sögðu þá er Páll ekki bara lands- lagsljósmyndari, hann tekur jöfnum höndum myndir af fólki og landslagi. Aðspurður hvort hann kjósi heldur segist hann ekki enn vera búinn að komast að því hverskonar ljós- myndari hann sé. „Mér finnst bæði skemmti- legt og gæti ekki hugsað mér að festast í einhverri skúffu og taka bara myndir af landslagi eða bara af fólki. Ég er tiltölulega jafnvígur, svona eins og fótboltamaður sem getur sparkað bæði með hægri og vinstri,“ segir hann og hlær við. Elstu myndirnar í bókinni eru fimm til sex ára gamlar, en langflestar eru þó teknar á síðustu átján mánuðum, að sögn Páls, frá þeim tíma að hann var beðinn um að setja saman bók, enda segist hann lítinn áhuga hafa á því að líta til baka. „Ég var að taka myndir fyrir Iceland Review á þessum tíma, eins og alltaf, en líka alltaf með bókina í huga og sá sífellt myndir sem myndu passa. Ég tek aldrei margar myndir, ég veit hve- nær myndin er komin, stundum þarf ekki nema einn ramma, þá veit ég að myndin er komin og ástæðulaust að taka fleiri á sama stað.“ MYNDIR AF ÍSLANDI Leitin að sjónarhorninu Ein af myndum Páls úr bókinni Iceland Exposed. Þessi er af hver í Hrafntinnuskeri. Ljósmynd/Páll Stefánsson/Iceland Review PÁLL STEFÁNSSON ER EINN AF FREMSTU LANDSLAGSLJÓSMYND- URUM LANDSINS. Í NÝRRI ÍSLANDS- MYNDABÓK HANS, BIRTIR HANN MYNDIR SEM ERU UM MARGT FRÁ- BRUGÐNAR FYRRI VERKUM HANS. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Ég tek aldrei margarmyndir, ég veit hve-nær myndin er komin, stundum þarf ekki nema einn ramma. Páll Stefánsson Ég verð að viðurkenna að ég á engar sérstakar „uppá- haldsbækur“ en sumar bækur eru minnisstæðari en aðrar. Death with Interruptions eftir portúgalska Nóbelshöfundinn José Saramago er ein af þeim. Bókin gerist í óþekktu landi og í óþekktum tíma, þar sem fólk hættir einn daginn að deyja. Það er mikil ánægja með þetta í fyrstu hjá fólkinu en síðan fara vandamálin að láta á sér kræla. Það sem mér finnst skemmtilegt við Saramago er það hvernig hann fær „altæka“ hugmynd og glímir svo við hana í textanum. Þetta er ekki ósvipuð hugmynd og í annarri þekktri sögu eftir hann, Blindu, þar sem fólk fer skyndilega og af ókunnum ástæðum að missa sjónina, hvert á fætur öðru. Önnur bók sem gleymist ekki svo auðveldlega er Undirstaðan eftir Ayn Rand. Mig dauðlangar að lesa hana aftur, þó að ég hafi byrjað á henni í þrígang á sín- um tíma. Bókin er á annað þúsund blaðsíður og því hrýs mér hugur við því að byrja aftur, enn sem komið er. Ljóðabókin Aðflutt landslag eftir Svein Ingva Eg- ilsson fannst mér frábær þegar ég las hana á sínum tíma, eftir að hafa heyrt höfundinn lesa upp úr henni árið sem hún kom út, og bókum Einars Kárasonar um Sturlungu er ég mjög hrifinn af, þar sem þær opnuðu augu mín fyrir þessum tíma, Sturlungaöldinni, hvernig lífið var mögulega á þessum tíma og hvernig þessir at- burðir atvikuðust. Norwegian Wood eftir Haruki Murakami er eftirminnileg, hafandi búið í Japan, og einnig bókin What Everybody Is Saying, sem er skrif- uð af sérfræðingi í að lesa í líkamstjáningu fólks. Að lokum verð ég að minnast á rafrænu skissubók- ina mína í Samsung Note-símanum mínum, en hún er í talsverðu uppáhaldi, þó að efnið þar sé misgott eins og gerist og gengur. BÆKUR Í UPPÁHALDI ÞÓRODDUR BJARNASON Þóroddur Bjarnason hreifst af ljóðabókinni Aðflutt landslag eftir Svein Ingva Egilsson eftir að hafa heyrt Svein lesa upp úr henni. Morgunblaðið/Eggert Sveinn Yngvi Egilsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.