Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 51
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Tár, bros og takkaskór, skáld- saga Þorgríms Þráinssonar, er ein vinsælasta unglingabók sem gefin hefur verið út hér á landi. Bókin kom fyrst út 1990 og náði þá metsölu, auk þess sem hún hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur. Bók- in, sem er sjálfstætt framhald Með fiðring í tánum, segir frá vinunum Kidda og Tryggva sem sestir eru á skólabekk eftir fjörugt fótboltasumar. Í bekkn- um er nýr strákur, Skapti, sem verður vinur þeirra þó hann hafi meiri áhuga á ballett og ljóðagerð en fótbolta. Tár, bros og takkaskór var endurútgefin 2007 en er nú endurprentuð. Tár, bros og takkaskór Rafrænar bækur sækja stöðugt í sig veðrið og nú er því spáð að eftir tvö ár fari þær fram úr prentuðum bókum í sölu vestan hafs. Þáttur í þeirri útbreiðslu er sala á spjaldtölvum sem not- aðar eru til að lesa eða á sérstökum lesbrettum eins og Kindle-lesara Amazon. Í grein í banda- ríska blaðinu Washington Post var því þó haldið fram í vikunni að útgefendur sæju nú helst sókn- arfæri í farsímum, ekki síst eftir því sem skjáir þeirra fara stækkandi, enda ekki tiltökumál að lesa af 5" skjá og þaðan af stærri og svo eru allir alltaf með farsímana á sér hvort eð er. Í greininni í Washington Post er það rakið að þó að meirihluti þeirra sem lesi rafrænar bækur lesi á lesbretti eða spjaldtölvu, 41% um þessar mundir, 30% fyrir þremur árum, kjósi æ fleiri að lesa í farsíma, enda kom það fram í könnun fyrir áramót að 54% lásu eitthvað í skáldsögu í sím- anum, en það hlutfall var 24% fyrir þremur ár- um. SÍFELLT FLEIRI LESA Í SÍMANUM Mikið er deilt suður á Spáni um stytta og endur- skoðaða útgáfu af sögu Miguels Cervantes af Don Kíkóta frá Mancha. Bókin, sem kom út 1605 og 1615, er alla jafna talin helsta bókmenntaverk Spánar og með helstu verkum evrópskrar bók- menntasögu. Sitthvað hefur breyst í spænsku frá upphafi sautjándu aldar og þar sem bókin er skyldulesn- ing í spænskunámi hafa ungmenni iðulega átt í erfiðleikum með að lesa hana sér til gagns. Við þessu vildi menntamálaráð Spánar bregðast og fékk spænska rithöfundinn og ljóðskáldið Andrés Trapiello til að snúa Don Kíkóta yfir á nútíma- spænsku og stytta rækilega í leiðinni. Hann sneið af henni um 600 síður svo úr varð ein þúsund síðna bók, en í inngangi að bókinni lofar perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa verkið í hástert. Bókinni hefur og almennt verið vel tekið, hún er til að mynda í fjórða sæti á sölulista hjá Amazon.es, en gagnrýnendur hafa ekki allir verið eins hrifnir og einn helsti Cervantes- fræðingur Spánverja lýsti útgáfunni sem bókmenntaglæp og harmar þar að í stað þess að kaupa upprunalega og ómengaða úgáfu kaupi fólk nú aðeins þá styttu og nútímalegu. BÓKMENNTAGLÆPUR Miguel de Cervantes Bandaríska skáldkonan Shirley Hardie Jackson, sem lést 1965, ern fræg fyrir hryllingssögur sínar, enda vakti fyrsta smásaga hennar fyrir tímaritið The New Yorker, sem sagði frá óhugn- anlegu happdrætti, meiri við- brögð en dæmi voru um á þeim bæ. Hún skrifaði sex skáldsögur en smásögurnar fylla fimm bindi. Jackson skrifaði ekki bara hryllingssögur, því hún skrifaði líka fjórar barnabækur og skemmtisögur af lífi sínu og fjölskylduháttum sem síðar var safnað í bókina Líf á meðal villimanna sem Dimma gaf út fyrir skemmstu, en í bókinni segir hún frá sex ára heim- ilishaldi með fjórum börnum. Þýðari er Gyrðir Elíasson sem ritar einnig eftirmála að bókinni. Líf Shirley Jackson á með- al villimanna Shirley Jackson Glæpir og gamlar lummur KILJUÚTGÁFA MÖRGUM FINNST SEM SUMARIÐ SÉ BÚIÐ ÞEGAR SUMARFRÍUM LÝKUR OG SKÓLARNIR HEFJAST EN ÞAÐ ER ENN SUMARVEÐUR OG ENN KOMA ÚT KILJUR ÚR ÝMSUM ÁTTUM, GLÆPIR OG SKEMMT- UN OG GAMLAR LUMMUR EFTIR INNLENDA HÖFUNDA SEM ERLENDA, VEÐLAUNABÆKUR OG METSÖLUBÆKUR Í BLAND. Jussi Adler Olsen er vinsælasti glæpasagnasmiður Danmerkur og þótt víðar væri leitað fyrir bóka- röð sína um Carl Mørck, Assad og Rose hjá Deild Q hjá dönsku lögreglunni sem hefur það að iðju að upplýsa gömul og gleymd mál. Sjötta bókin um ævintýri þeirra kom út í íslenskri þýðingu Jóns. St. Kristjánssonar í vikunni og heitir Stúlkan í trénu. Sjötta bókin um Deild Q Þríleikur Hanne-Vibeke Holst um konur og völd vakti mikla athygli í heimalandi hennar og Holst hlaut fjölmörg verðlaun fyrir. Bækurnar eru Krónprinsessan, Konungsmorðið og Drottningarfórnin, en síðastnefnda bókin kom út í vikunni í þýðingu Halldóru Jóns- dóttur. Þær eru sjálfstæðar hver fyrir sig með mismunandi aðalpersónur, en tengjast þó á ýmsa vegu. Í Drottningarfórninni segir frá Elizabeth Meyer, formanni danska Jafnaðarmanna- flokksins sem gæti orðið fyrsti kvenforsæt- isráðherra Danmerkur. Framundan eru kosn- ingar á viðsjárverðum tímum og Meyer stendur frammi fyrir uppgjöri við fortíðina. Þríleikur um konur og völd BÓKSALA 12.-18. ÁGÚST Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 LeynigarðurJohanna Basford 3 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 4 Enchanted ForestJohanna Basford 5 Focus on Vocabulary 2Diane Schmitt 6 Essential Academic VocabularyHuntley Helen Kalkstein 7 Konan í lestinniPaula Hawkins 8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 9 LjóðamálBragi Halldórsson / Knútur S. Hafsteinsson 10 Secret GardenJohanna Basford Kiljur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 4 DrottningarfórninHanne-Vibeke Holst 5 Oona & SalingerFrédéric Beigbeder 6 Einhvern daginnNora Roberts 7 KrakkaskrattarAnne Cathrine Riebnitzsky 8 LjósaKristín Steinsdóttir 9 HamingjuvegurLiza Marklund 10 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.