Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 56
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2015 Reykjavíkurborg hefur undanfarið safnað frásögnum af afrekum kvenna sem hafa með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á eigið líf eða annarra, tekist á við erfið eða óvenjuleg verkefni eða afrek- að eitthvað annað sem gaman væri að segja frá. Viðbrögð við áskorun um að senda inn sögur hafa verið afar góð og hafa nú þegar safnast ríflega 80 sögur inn á heimasíðuna www.afrekskonur.is. Enn er hægt að senda inn sögur eða ábendingar um afrek kvenna á netfangið afrekasyning@reykjavik.is. Þá geta gestir og gangandi sett inn sögur af afrekskonum í tölvu sem sett hefur ver- ið upp í Ráðhúsinu í tengslum við sýninguna Allskonur! í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt. Hægt er að senda inn efni um af- rekskonur fyrr og nú til miðnættis mánudaginn 24. ágúst. Borgin vill safna sögum af afrekum kvenna. Þær þurfa ekki að vera þekktar eða hafa unnið landskunn afrek heldur geta afrekin verið til dæmis óvenjuleg verkefni sem þær hafa tekist á við í lífinu eða hversdagslegir sigrar. Morgunblaðið/Þorkell AFREKSKONUR FYRR OG NÚ Þekkir þú afrekskonur? Afrekskonur framtíðarinnar að leik í Ráðhúsinu á Safnanótt. Nú er Menningarnótt framundan og þá skal safnað sögum kvenna í Ráðhúsinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Tólf ára piltur, Erling Blöndal Bengtsson, hefir vakið á sjer eftir- tekt í Danmörku og hlotið mikið lof fyrir celloleik sinni,“ segir í frétt í Morgunblaðinu fyrir réttum sjötíu árum, 23. ágúst 1945. „Piltur þessi er íslenskur í móðurætt. Móðir hans er Sigríður Nielsen, systir Hjartar og Frið- þjófs Nielsen, sem báðir eru þekktir Reykvíkingar. Í fyrra- vetur hjelt Erling fyrsta sólókons- ert sinn og fjekk einróma lof blað- anna fyrir leik sinn.“ Haft er eftir Berlingske Tid- ende að Erling hafi fengið sína fyrstu fiðlu þriggja ára. „En Er- ling ljek ávalt á fiðluna eins og hún væri cello og varð það til þess, að faðir hans gerði honum cello úr gömlum bratsch. Fjögra og hálfs árs kom Erling fram í fyrsta skifti, sem hljómlistarmaður. Ljek þá á jólahljómleikum.“ Í fréttinni kemur fram að Erling hafi ekki látið frægðina fá neitt á sig. Hann gangi í skóla og sé þar eins og hver annar skólastrákur. „Hann er að vísu ekki neinn kraftajötunn, en engin bleyða og ef honum sinnast við einhvern skóla- bróður sinn, þá er skorið úr deil- unni á karlmannlegan hátt.“ Erling er sagður mjög áhuga- samur um náttúrufræði og eiga mikið af uppstoppuðum dýrum í kjallaranum heima hjá sér. „Erling vildi ekki ræða framtíðarfyrirætlanir sínar er blaðamaður frá Berlingske Tid- ende heimsótti hann, en sagðist búast við því, að hann yrði hljóm- listarmaður, en fyrst yrði hann að ljúka skólanámi til að vita um eitt- hvað meira en hljómlist.“ GAMLA FRÉTTIN Tólf ára undrabarn Erling Blöndal Bengtsson hinn ungi. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Theo James kvikmyndaleikari Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2 Josh Henderson kvikmyndaleikari Kaffihús ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Stóllmeðplastrimlumogarmhvílumúr gegnheilumharðvið. Ýmsir litir. 24.900kr. Nú14.900kr. Click-stóll 25-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARV ÖRUM LOKADAGUR 23. Á GÚST Balimeð texta. 1.795kr. Nú895kr. Summer-bali Stóllmeð7stillingum. 14.900kr. Nú7.450kr. Summer-stóll 28cmhvítt grill. 3.995kr. Nú1.195kr. Summer-grill Grábrúngarðsett. Felliborð og tveir fellistólar. 34.900kr. Nú17.450kr. Summer-garðsett Sólbekkur. 14.900kr. Nú7.450kr. Summer-sólbekkur Hvítt, svart eðagrátt bakkaborð. Ø45 cm19.900kr. Nú11.900kr. Ø59 cm29.900kr. Nú17.900kr. Eyelet-bakkaborð 40% AFSLÁTTUR 50% 50% AFSLÁTTUR Laxabeygla með reyktum lax, eggi, salati, papriku og graflaxsósu 995kr. AFSLÁTTUR 70% AFSLÁTTUR SUMARSPRENGJA LOKADAGUR 23. ÁGÚST 70% AFSLÁTTUR Hvítur garðbekkur. 84 x90 x49cm. 14.900kr. Nú4.470kr. Summer-bekkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.