Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 20148 Á skurðstofunni leggur Georges sig fram við að finna öll áhöld en það reynist auðvelt þar sem hann vinnur vanalega á augnskurðstofu í Bretlandi. Leonardo, fastráðinn hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum, fær alla til að kynna sig rétt áður en byrjað er á fyrstu aðgerðinni. Í sótthreinsunarherberginu kennir Jacqueline frá Ástralíu hjúkrunarfræðingi frá staðnum á ýmis skurðverkfæri. Hjúkrunarfræðingurinn vinnur í Suður­ Eþíópíu en vegna skorts á læknum þarf hann oft sjálfur að framkvæma minniháttar aðgerðir. Hjá Orbis þurfa allir fastráðnir heilbrigðis­ starfsmenn að kenna sjálfboðaliðum og heilbrigðisstarfsfólki á staðnum og allir skipta um starf daglega. Á morgun mun hjúkrunarfræðingurinn frá Suður­Eþíópíu vinna á skurðstofunni. Nú getur hann fylgst með aðgerðinni á litlum skjá. Í fundarsalnum fylgist hópur lækna og hjúkrunarfræðinga með á stórum skjá. Þegar læknar Orbis gera ekki aðgerðir halda þeir fyrirlestra í fundarsalnum og eru fyrirlestrarnir einnig teknir upp og þeim dreift um landið. Aðalmarkmið Orbis er að þjálfa staðbundið heilbrigðisstarfsfólk, og starfsfólkið um borð skiptir tíma sínum milli þess að sinna sjúklingum og þjálfa starfsfólk. Mikið er um að vera, sjúklingar koma og fara og grátur og gleði einkenna Alazar á vöknunarstofu flugvélarinnar ásamt móður sinni eftir aðgerð. Sex ára pilturinn Adonay daginn eftir aðgerð. Nýkominn úr skoðun horfir hann yfir malbikaða svæðið á flugvellinum gegnum sólgleraugu til að verjast sólskininu. Alatech gengur út úr fljúgandi skurðstofunni. Hún fór í aðgerð til þess að geta gengið sjálf til kirkju og hugsanlega geta fengið sér vinnu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.