Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201414 Harpa Þöll Gísladóttir, harpatholl@gmail.com Hér blöstu við mér nýjar vinnuaðstæður, flókinn tækjabúnaður og sjúklingahópur með fjölþætt og lífshættuleg vandamál og þetta krefst meðal annars víðtækrar þekkingar og gagnrýnnar hugsunar. Þetta hefur gefið mér nokkur aukaslög og má segja að ég hafi þróað með mér krónískan lófasvita. Þrátt fyrir það er þetta staður sem ég vil starfa á. Þekking, ábyrgð og fagmennska starfsfólks er mikil og hér er auðvelt að smitast af metnaði. Það er ekkert svigrúm fyrir mistök og því skiptir sköpum að vinnuaðstæður og tækjabúnaður séu í lagi. Starfsfólk þarf að búa yfir viðeigandi reynslu og þekkingu ásamt því að verkferlar þurfa að vera gagnsæir og skilvirkir. Ekki má gleyma að samvinna og góð samskipti á milli deilda skipta einnig miklu máli í þessu samhengi. Lovísa Baldursdóttir skrifaði grein í Tímarit hjúkrunarfræðinga fyrir 11 árum, eða árið 2003, þar sem hún benti á ýmislegt er varðar mistök í heilbrigðisþjónustu. Meðal annars talaði hún um hvernig taka skyldi á mistökum og óvæntum atvikum við meðferð sjúklinga. Ábyrgðarskylda meðal lækna og hjúkrunarfræðinga er mikil og því hefur leitin að blóraböggli hugsanlega lítið verið gagnrýnd fram að þessum tíma. Hún benti á að sú aðferð og áhersla sé ekki vænleg til að Harpa Þöll Gísladóttir er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild. fyrirbyggja mistök eða bæta skráningu mistaka innan heilbrigðiskerfisins. Hefur ekki meira vatn runnið til sjávar síðustu 11 árin? Ef starfsmaður á von á að verða sóttur til saka fyrir röð mistaka eru minni líkur á því að hann stígi fram og viðurkenni mistök sín. Landspítalinn hefur undanfarin tvö ár lagt aukna áherslu á gæði og öryggi og verið er að innleiða öryggismenningu sem byggist á trausti og hvetur fólk til að segja frá mistökum í þeim tilgangi að læra af þeim. Það að röð mistaka innan spítalans leiði sjúkling til dauða er ekki á ábyrgð einnar manneskju heldur okkar allra. Að tilheyra stórum starfshópi sem vinnur náið saman, samhliða öðrum fagaðilum, reynir verulega á mannlega þátt okkar allra. Það er erfitt verkefni að ætla sér að viðhalda starfsánægju og góðum starfsanda, á sama tíma og standa þarf vörð um öryggi sjúklinga þegar vinnuaðstæður eru erfiðar og hjúkrunarfræðingar standa vaktina innan um biluð tæki, yfirfullar deildir og manneklu. Hættan er sú að starfsmenn leggist ofan í skotgrafir sínar og byrji að benda hver á annan og þá getur rígur skapast á milli deilda. Álagið, sem á sér stað innan veggja Landspítalans, er sumstaðar komið yfir öryggismörk. Til að mynda voru einungis tveir hjúkrunarfræðingar á morgunvakt um daginn á legudeild þar sem 20 sjúklingar lágu inni. Þetta getur varla talist eðlilegt ástand og er algjörlega óviðunandi bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga. Það er áhyggjuefni okkar allra að veikindi starfsmanna, álag og þreyta geri það að verkum að lágmarksmönnun næst ekki. Öryggiskúturinn, sem haldið hefur spítalanum á floti, er sprunginn að mínu mati og allt loft er að leka úr honum. Ég tel það vera á okkar ábyrgð að vekja athygli á aðstæðum. Með því sýnum við að við berum velferð skjólstæðinga fyrir brjósti og svo er það á ábyrgð stjórnenda að setja í gang öflugt ferli ÞANKASTRIK BER ER HVER AÐ BAKI NEMA SÉR GÓÐAN SAMSTARFSMANN EIGI Mistök í heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum upp á síðkastið. Hugsanlega greip þetta sérstaka athygli mína þar sem ég hóf störf á gjörgæsludeild síðastliðið haust og leið mér pínulítið eins og hauslausri hænu. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.