Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 15 til að endurskipuleggja og bæta starfs ­ aðstæður, mönnun og verklagsferla sem unnið er eftir. Hægt er að bæta margvíslega hluti án mikils tilkostnaðar. Við þurfum að setja upp gagn­ rýnisgleraugun okkar, skoða að stæður og skilgreina hvað er vel unnið og hvað má betur fara. Miklu máli skiptir að við höfum jákvætt viðhorf og góða sam vinnu að leiðar ljósi. Síðasta sumar starfaði ég hjá fyrirtæki sem kynnti fyrir mér hluta af verklagsreglum sínum sem á ensku heita crisis resource management. Þar kemur fram stefna fyrirtækisins varðandi „no blame policy“ en í því felst að þegar mistök eiga sér stað er ekki skimað eftir blóraböggli heldur er megináherslan lögð á að mistök séu tilkynnt í þeim tilgangi að hægt sé að endurskoða ferlið og fyrirbyggja að þau endurtaki sig. Ekki skiptir þar nokkru máli hver olli mistökunum og stendur fyrirtækið sterkt á bak við einstaklinginn. Það gildir svo lengi sem ekki er um hreinan ásetning að ræða en ég leyfi mér að halda að slík tilfelli séu fátíð. Þar var einnig kynnt fyrir okkur „ostalíkanið“ (Swiss cheese model) þar sem sýnt er með uppröðun á götóttum ostasneiðum hvernig röð verklagsbilana geta leitt af sér mistök. Öll hljótum við að vilja bæta samfellu og fagmennsku í þeirri þjónustu sem við veitum. Við erum öll í sama liðinu óháð starfsaldri, sérhæfingu, skóstærð og á hvaða sviði við störfum. Það er hagur okkar allra og telst hluti af fagmennsku hjúkrunar fræðinga að efla gæði heil­ brigðis þjónustunnar í samfélaginu. Að stórum hluta er það undir okkur komið hvernig það þróast þótt við berum ekki ein persónu lega ábyrgð á því. Stöndum vörð hvert um annað og róum í sömu átt. Munum einnig að hrós kostar okkur ekkert þegar við sjáum að vel er að verki staðið. Mistök eru til að læra af en þöggun og meðvirkni er okkar versti óvinur ef við ætlum okkur að halda uppi öflugu og faglegu heilbrigðis kerfi sem almenningur getur treyst fyrir lífi sínu. Ég skora á Hildi Björk Sigurðardóttur að skrifa næsta þankastrik. Rauði kross Íslands opnaði 10. desember sl. nýja vefsíðu undir heitinu skyndihjalp.is. Var það gert í tilefni 89 ára afmælis félagsins. Forseti Íslands opnaði á sama tíma neyðarmiðstöð Rauða krossins en hún á að samhæfa betur neyðarviðbrögð félagsins á tímum áfalla. Afmælisárið fram að 10. desember 2014 verður tileinkað skyndihjálp og verða alls konar uppákomur á árinu. Á vefsíðunni má finna ýmsan fróðleik um skyndihjálp en lögð er áhersla á að kenna landsmönnum endurlífgun og viðbrögð við aðskotahlut í hálsi, blæðingu og bruna. Að auki er hér hægt að finna kennsluefni um bráðaofnæmi, krampa, heilablóðfall, brjóstverk, beinbrot og sálrænan stuðning. Á síðuna er einnig hægt að sækja smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvu en í forritinu er alls konar fræðsla um skyndihjálp sem gott getur verið að hafa við höndina. Þá má horfa á myndband um endurlífgun og taka próf. Tengill til þess að skrá sig á námskeið verkaði ekki þegar síðan var skoðuð en hægt er að kaupa skyndihjálpartösku með ýmsum umbúðum og öllum nauðsynlegum tækjum. Fróðlegt er að lesa frásagnir um skyndihjálparmann ársins alveg aftur til ársins 2000. Óskað er eftir ábendingum um hver skuli valinn skyndihjálparmaður ársins og þegar þetta tölublað kemur út má sjá hver varð fyrir valinu 2013. Einnig er óskað eftir reynslusögum af skyndihjálp en í lok desember sl. voru engar slíkar sögur komnar. Áhugaverð vefsíða skyndihjalp.is Fr ét ta pu nk tu r

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.