Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201416 Síðastliðið ár var mjög erfitt fyrir hjúkrunarfræðinga í Bretlandi en þá kom út skýrsla um Staffordshire­ málið svokallaða. Ástæða er fyrir íslenskra hjúkrunarfræðinga að velta fyrir sér hvort álíka atburðir gætu gerst hér. HNEYKSLIÐ Í STAFFORDSHIRE OG AFLEIÐINGAR ÞESS Á árunum 2005 til 2009 komu fram alvegarlegar athugasemdir við hjúkrun og meðferð á sjúkrahúsinu í Stafford. Um mitt ár 2007 uppgötvaði Healthcare Commission, þáverandi eftirlitsaðili heil brigðis kerfisins (stofnunin heitir nú Monitor), að dánartölur voru óvenjuháar hjá Mid Staffordshire NHS Trust. Því hefur verið haldið fram að 400­1200 sjúklingar hafi dáið þar að óþörfu miðað við lands meðaltöl á þessum árum. Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson, adalbjorg@hjukrun.is Einnig var kvartað yfir slælegum vinnu­ brögðum eða jafnvel illri meðferð sjúklinga af hendi starfsfólks. Sjúklingar fengu verkja lyf seint eða alls ekki, starfs­ fólk svaraði ekki bjöllu og sjúklingar komust ekki á eða gleymdust á klósettinu. Aðstand endur þurftu að hjálpa sjúklingum að borða og taka til á stofum og göngum, sjúklingar fengu ekki nóg að drekka og fleira í þeim dúr. Aðstandendur sjúklinga, sem höfðu látist á sjúkrahúsinu, fóru af stað með herferð til þess að láta rannsaka hvað hefði gerst og ná fram breytingum. Í þessari herferð urðu hjúkrunarfræðingar skotmörk þar sem þeir voru nálægt sjúklingunum og því táknmynd fyrir allt sem hafði farið úrskeiðis. Sjúkrahúsið í Stafford rannsakað Lögfræðingurinn Robert Francis fékk það verkefni hjá ríkisstjórninni að rannsaka málið og skrifa tvær skýrslur en seinni skýrslan birtist í febrúar 2013. Í fyrri skýrslunni komst Francis að þeirri niðurstöðu að meginástæðan fyrir því sem þar gerðist væri of fátt og illa þjálfað starfslið. Einnig greindi hann frá slælegum starfsanda, hræðslu við að kvarta, að ekki var hlustað á kvartanir frá starfsfólki og sjúklingum, sparnaðarkröfum, lélegri stjórnun og að sumt starfsfólk væri hreinlega kuldalegt. Í seinni skýrslu hans eru talin upp að minnsta kosti átta viðvörunarmerki sem komu fram áður en Healthcare Commission tók eftir dánartölunum. Til dæmis hafði Commission for Health Improvement þegar árið 2004 lækkað Mid Staffordshire NHS Trust úr þriggja stjörnu einkunn í núll vegna þess að heilbrigðisstofnunin hafði ekki náð markmiðum sínum á fjölmörgum sviðum. Næstu tvö árin voru gerðar úttektir á gjörgæslumeðferð og á meðferð á alvarlegum slysum á börnum og gerðu úttektaraðilar margar athugasemdir. Ánægjukönnun á sjúkrahúsinu í Stafford 2007 kom einnig illa út. Þeir aðilar, sem komust að þessum niðurstöðum, töluðust hins vegar ekki við né fengu skýrslur frá öðrum aðilum. Sama ár og ánægjukönnunin var gerð bar hjúkrunarfræðingur að nafni Helene Donnelly fram alvarlegar ásakanir á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.