Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201430 SÉRFRÆÐINGUR Í SVEFNI Bókin seldist vel strax fyrsta árið og hefur selst áfram þrátt fyrir að vera núna á áttunda árinu. Fljótlega eftir útgáfu var bókin kynnt á bókasýningu í Þýskalandi og í framhaldinu var erlendi útgáfurétturinn seldur til bresks útgefanda. Nú hefur bókin komið út á sjö tungumálum fyrir utan íslensku og bráðum bætist hið áttunda við. Fáir íslenskir höfundar hafa náð viðlíka útbreiðslu. Árið 2010 gaf svo Arna út bókina Veganesti. Sala Christer Magnusson, christer@hjukrun.is bókarinnar hefur gengið ágætlega en þó ekki eins vel og sala fyrri bókarinnar. Jarðvegurinn undirbúinn Saga Draumalands er athyglisverð. Arna hafði alltaf hugsað sér að vinna við barnahjúkrun. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1978 og byrjaði daginn eftir á barnadeildinni á Landakoti. Nokkrum árum seinna færði hún sig á Kleppsspítala til þess að fá dagheimilispláss og fluttist svo til Suðureyrar þar sem hún bjó í sex ár. „Svo fluttist ég aftur til Reykjavíkur vegna skólagöngu barnanna og mig langaði sjálfa í frekara nám. Ég fór þá aftur á mína deild á Landakoti og fljótlega í diplómanám í heilsugæslu og barnahjúkrun. Ég tók svo sérskipulagt BS­nám af því að mig langaði í meira nám og þá varð ég að hafa BS­gráðu. Þá var deildin mín þegar flutt Ekki hafa margir hjúkrunarfræðingar skrifað bækur og enn færri hafa fengið þær birtar á erlendum tungumálum. Arna Skúladóttir er vel þekktur barnahjúkrunarfræðingur og gaf 2006 út bókina Draumaland.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.