Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201432 réð algjörlega uppsetningu og innihaldi en við fórum í mikla vinnu við að laga textann. Það er mjög mikil vinna bak við svona bók. Svo kom hún út 2006 og fékk strax mjög góðar viðtökur.“ Þau hjónin fóru svo með bókina á bókasýningu í Þýskalandi. Þýddir voru nokkrir kaflar sem eru einstakir miðað við aðrar svipaðar bækur og Arna vissi að myndu selja bókina. Það er meðal annars kaflinn um svefnrytma sem kom út úr meistararitgerðinni. Útgefandi í Bretlandi sýndi bókinni áhuga og keypti svo útgáfuréttinn á ensku og einnig alheimsútgáfuréttinn. „Mér fannst það bara fyndið – alheims hvað? Það var minn draumur og óhemjustór áfangi að fá bókina út á íslensku en stórkostlegt líka að gefa hana út á ensku.“ Alheimsútgáfa var svo stór hugmynd fyrir Örnu að henni fannst það nánast vera brandari. „En hún var varla komin út á ensku fyrr en útgefandinn fór að selja til fleiri landa. Alltaf hafa bæst við einhver lönd og svo fóru að koma til mín bækur á ýmsum tungumálum.“ Bókin hefur meðal annars komið út á þýsku, frönsku, hollensku, kínversku og kóresku og sænsk útgáfa er í undirbúningi. „Svo gaf ég út aðra bók 2010. Hún heitir Veganesti og fjallar um hvernig næring barna fléttast saman við svefn. Ég tala þá ekki um næringarefnin heldur hvernig er borðað því svefn og næring er svo samofið. Bókin hefur ekki náð viðlíka vinsældum og Draumaland en er samt hálfdrættingur. Þær fara mjög vel saman og hefðu í raun og veru átt að vera sama bókin. Þar er mest talað um næringu og Rakel B. Jónsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun, skrifar einn kafla um næringu fyrirbura. Sú bók er byggð meira á rannsóknum annarra en Draumaland því ég hef ekki rannsakað næringu eins mikið. En annarra manna rannsóknir eru jafngóðar og mínar ef ekki betri. Þetta er ekki uppskriftabók en hún er með alls konar hagnýtum upplýsingum. Nokkrar uppskriftir eru samt í bókinni, eins og hafragrautur, og einnig í Draumalandi,“ segir Arna. Arna væri til í að skrifa meira en ritstörf taka tíma og ekki hefur orðið úr því enn þá. „Það þarf að skrifa fleiri bækur, til dæmis um svefn eldri barna, því Draumaland fjallar bara um börn að tveggja ára. Bresku útgefendurnir voru mjög uppteknir af því að fá efni fyrir eldri börn þannig að ég ætti kannski að skrifa Draumaland 2. Svo hef ég alltaf verið upptekin af einstaklingsmun á börnum, persónugerð, hvernig tala á við ómálga börn og hvernig á að ráða í það sem þau segja. Þetta er mjög áhugavert en ég er enginn sérfræðingur í því,“ segir hún. Göngudeild um svefnvandamál Smám saman eftir að Arna kom lagi á innlagnir komust menn að því að það þýddi ekkert að leggja svefnvana börn inn og beiðnum um göngudeildarmeðferð fór að fjölga. Aldrei var hins vegar formlega samþykkt að stofna göngudeild. „Hún kom bara bakdyramegin inn. Ég fékk að vinna eftir hádegi á föstudögum af því að þá var minnst að gera. Svo varð það allan daginn á föstudögum og svo bættist miðvikudagurinn við og svo smátt og smátt óx göngudeildin óvart af því að það bárust fleiri og fleiri beiðnir. Svo fór fólk að hringja af því að hér var kominn áhugi og þekking. Læknar uppgötvuðu að þeir gátu sent frá sér þessa krakka og gerðu það,“ segir hún. Göngudeildin tekur nú á móti 400 fjölskyldum á ári og sinnir um 200 að auki í símaráðgjöf. Með Örnu vinnur á göngudeildinni Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur en Arna telur að nú þurfi að auka starfshlutfall hjúkrunar­ fræðinga. Undanfarið hefur hún fengið æ fleiri beiðnir um viðtal við börn í aldurshópnum 8­12 ára. „Núna er svo komið að þau taka meira en 30% af minni vinnu og það er töluvert mikið. Nú hef ég brennandi áhuga á að fá inn hjúkrunarfræðing sem myndi sinna „Ef menn fara í svona rannsóknarvinnu eru þeir að dag og nótt. Þessi vinna hefur verið mín della, ég hef haft ástríðu fyrir þessu,“ yngstu börnunum og sérhæfa sig svolítið í þeim svo ég geti sinnt betur þeim eldri,“ segir hún. Komin í fræðimennsku Arna starfar ekki alla daga á göngudeild því eins og hjá öðrum sérfræðingum er ætlast til þess að hún sinni einnig fræðistörfum. Vinnutíminn dugar hins vegar tæplega í það þó að stjórnendur hafi alls ekki lagt stein í götu hennar. „Ef menn fara í svona rannsóknarvinnu eru þeir að dag og nótt. Þessi vinna hefur verið mín della, ég hef haft ástríðu fyrir þessu,“ segir hún. Arna hefur stundað rannsóknir af ákafa síðan í BS­náminu. Eins og áður segir gerði hún rannsóknarsamning við Mörgu Thome og átti við hana gott samstarf um margra ára skeið. „Hún er mín fræðilega móðir og ól mig upp í að gera hlutina skipulega, horfa á þá með fræði í huga, alltaf að vera með rannsókn í gangi og fara aldrei á ráðstefnu nema vera með kynningu. Ég ber mikla virðingu fyrir henni og ef ég geri það þá hlýði ég,“ segir Arna og hlær. „Ég held að ég hafi alveg hlýtt henni ágætlega enda sá ég svo mikinn ávinning að því. Ef ég hefði ekki haft hennar fræðilega stuðning við opnun á þessari göngudeild þá hefði hún alveg örugglega ekki orðið það sem hún er í augum annarra. Það þýðir ekki að segjast bara vita meira um eitthvert vandamál heldur verður maður að geta lagt fram tölur og rökstutt. Við hjúkrunarfræðingar verðum að gera þetta faglega og skipulega til þess að hlustað sé á okkur.“ Arna er vel tengd á sínu sviði í alþjóðlega fræðasamfélaginu. „Erlendis tala ég um mínar rannsóknir á ráðstefnum World association for infant mental health, það eru mín samtök, eða bandarísku sálfræðisamtökin sem heita Zero to three. Því miður eru þetta sálfræðisamtök, hjúkrunarfræðingar eru yfirleitt ekki í forsvari fyrir þessum málum, en þau eru bara best finnst mér. Svo hef ég líka farið til Tavistock institute sem er Mekka sálgreiningarinnar.“ Starf Örnu flokkast almennt undir geð­ vernd barna sem er á sviði sálfræðinga

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.