Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201152 Tilgangur rannsóknar Árið 2008 voru gefnar út klínískar leiðbeiningar um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára á Landspítala. Mikilvægt var talið að kanna hvernig málum var háttað með tilliti til fjölda og alvarleika þrýstingssára og forvarna fyrir innleiðingu leiðbeininganna. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna: a) algengi, alvarleika og staðsetningu þrýstingssára hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala ákveðinn dag, b) helstu áhættuþætti sjúklinga að fá þrýstingssár, c) forvarnir. AÐFERÐ Rannsóknarsnið, þýði og úrtak Rannsókn þessi var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýði var sjúklingar sem lágu á Landspítala á rannsóknardegi. Úrtakið var takmarkað við sjúklinga sem voru 18 ára eða eldri, höfðu legið á spítalanum í tvo sólarhringa fyrir rannsóknardag og sjálfir eða ættingjar þeirra veitt skriflegt samþykki fyrir þátttöku. Undanskildir voru sjúklingar á geð­ og sængurkvennadeildum. Á rannsóknardegi lágu 328 sjúklingar á Landspítala sem uppfylltu skilyrði rannsóknar. Sjúklingar, sem veittu ekki samþykki fyrir þátttöku, voru 90. Sjúklingar, sem útskrifuðust eða voru fjarverandi þegar gagnasöfnun fór fram, voru 13. Ógild gögn voru 6. Endanlegt úrtak var því 219 sjúklingar, 110 karlar og 106 konur. Upplýsingar um kyn vantaði hjá 3 sjúklingum. Aldursdreifingu má sjá í töflu 2. Ekki var marktækur munur á kyni þeirra sem tóku þátt og tóku ekki þátt í rannsókninni, en munurinn á þátttöku var marktækur (p<0,05) í öllum aldurshópum nema þeim elsta og yngsta. Mælitæki Bradenkvarðinn er mikilvægur hluti af mælitæki EPUAP. Hann hefur verið notaður mjög víða, bæði vestan hafs og austan. Bradenkvarðinn telst áreiðanlegasta matstækið borið saman við önnur mælitæki, t.d. Nortonkvarðann og Waterlookvarðann sem víða eru notaðir. Næmi Bradenkvarðans telst frekar gott eða 57% og sértækni 67,5% (Pancorbo­Hidalgo o.fl., 2006). Við rannsóknina var notað mælitæki EPUAP um þrýstingssár. Það inniheldur 21 breytu, ýmist nafnbreytur (nominal variable) eða raðbreytur (ordinal variable) og flokkast þannig: A Bakgrunnsbreytur: Aldur sjúklings, skipt í sex flokka: 18­39 ára, 40­59, 60­69, 70­79, 80­89 og yfir 89 ára, áætlaðir legudagar sjúklings að mati hjúkrunarfólks og kyn sjúklings. B Sex áhættuþættir Bradenkvarðans: virkni, hreyfigeta, skyntilfinning, næring, raki, núningur og tog auk áhættu vegna þvag­ og hægðaleka. Hverjum áhættuþætti eru gefin 1­4 stig nema í núningi og togi þar sem stigin eru 1­3. Áhætta mælist frá 6 upp í 23 stig og eykst með fækkun stiga. Meðaláhætta sjúklinga mælist 18,9­19,7 stig (Bours o.fl., 2002; Lahmann o.fl., 2005). Sjúklingar, sem fá meira en 18 stig, teljast ekki í hættu, í vissri hættu við 15­18 stig, í miðlungshættu við 13­14 stig, í mikilli hættu við 10­12 stig og í mjög mikilli hættu við 6­9 stig (Braden og Bergstrom, 1988). Fækkun samanlagðra stiga Bradenkvarðans virðist ráða mjög miklu hvað varðar hættu á myndun þrýstingssára (Wann­Hansson o.fl., 2008). C Stigun og staðsetning alvarlegasta þrýstingssársins og staðsetning annarra sjáanlegra þrýstingssára. D Forvarnir: Undirlag sjúklinga (rúmdýnur og hjólastólasessur), snúnings­ og hagræðingarskemu. Þýðing mælitækisins úr ensku á íslensku var unnin af fyrsta höfundi greinar og borin undir aðra höfunda til samþykktar. Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar mælitækis EPUAP var ekki metinn. Framkvæmd / gagnasöfnun Sextán hjúkrunarfræðingar af ýmsum deildum spítalans önnuðust gagnasöfnun. Þeir skoðuðu húð allra sjúklinga, sem veitt höfðu leyfi til rannsóknarinnar, og nutu aðstoðar hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða á deildum við að afklæða, klæða og hagræða sjúklingum. Hjúkrunarfræðingarnir höfðu áður fengið tveggja klukkustunda undirbúningsfræðslu þar sem farið var yfir mælitækið og myndir skoðaðar af þrýstingssárum á vefsíðu Tafla 2. Aldurshópar og kyn sjúklinga í úrtaki. Sjúklingar sem tóku þátt (n=219) Sjúklingar sem tóku ekki þátt (n=90) Aldur í árum Karlar n (%) Konur n (%) Kyn vantar n (%) Samtals n (%) Karlar n (%) Konur n=%) Samtals n (%) 18­39 4 (2) 1 (1) 0 (0) 5 (2) 2 (2) 4 (4) 6 (7) 40­59 14 (6) 13 (6) 0 (0) 27 (12) 10 (11) 4 (4) 14 (16)* 60­69 18 (8) 13 (6) 0 (0) 31 (14) 2 (2) 6 (7) 8 (9)** 70­79 41 (19) 27 (12) 0 (0) 68 (31) 8 (9) 10 (11) 18 (20)** 80­89 31 (14) 39 (18) 3 (1) 70 (32) 12 (13) 22 (25) 34 (38)** > 89 2 (1) 13 (6) 0 (0) 15 (7) 2 (2) 8 (9) 10 (11) Samtals 110 (50) 106 (49) 3 (1) 219 (100) 36 (40) 54 (60) 90 (100) *p<0,05; **p<0,001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.