Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 7 vilja til upp byggingar og framleiðslu. Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja á forvörnum við upphaf hvers lífs þegar einstaklingurinn er enn í móðurkviði. Samfélagsleg ábyrgð fagfólks Vissulega er það fyrst og fremst á ábyrgð foreldra að gæta barna sinna en þær aðstæður geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól þar og fær ekki stuðning, það getur ekki stundað félagsstörf, er jafnvel lagt í einelti og á ekki vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn og skólahjúkrunarfræðingurinn gætu verið einu manneskjurnar í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra ber samfélagslega og siðferðilega ábyrgð á því að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kennara, heilbrigðis­ og félagsmálastarfsfólks, presta, lögreglu og fleiri stétta að læra að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis og vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar en í lífi allra geta þó skapast aðstæður þar sem einstaklingur missir tökin og er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu. Þá er það á ábyrgð samfélagsins og fagfólks að bregðast við. Heimilisofbeldi (sjá nánar í heimildum 1­3 á bls. 10) Áhrif heimilisofbeldis á barnshafandi konur. Að búa við heimilisofbeldi getur valdið mikilli streitu, svokallaðri eitraðri streitu. Barns hafandi kona sem býr við heimilis ofbeldi er líklegri til að hafa nei­ kvæðara viðhorf til meðgöngunnar og fæða fyrir tímann. Áhrif heimilisofbeldis á fóstur. Mikil streita móður veldur háu gildi streituhormónsins kortisól hjá fóstri og neikvæð breyting getur orðið á heila og taugaþroska fósturs ef móðirin býr við mikla streitu. Ef líkamskerfi fósturs venst á að vera alltaf á hættustigi getur það haft neikvæð áhrif á þroska ónæmiskerfisins hjá fóstrinu sem veldur minni mótstöðu gegn hvers kyns streitusjúkdómum langt fram á fullorðinsaldur, svo sem hjarta­, lungna­ og geðsjúkdómum. Mikil streita móður á meðgöngu og fyrstu vikur og mánuði eftir fæðingu getur haft þau áhrif að börn þroskast seinna og jafnvel getur það ýtt undir þroskafrávik eins og athyglisbrest (með eða án ofvirkni) og önnur hegðunarvandamál. Áhrif heimilisofbeldis á börn. Börn sem verða vitni að heimilisofbeldi eiga við fleiri sálfélagsleg vandamál að stríða en börn sem ekki hafa orðið vitni að ofbeldi á heimilinu. Þau geta brugðist við með innhverfingu, þ.e. áhyggjum, kvíða, hræðslu, ótta og þunglyndi, eða úthverfingu, þ.e. árásargirni, reiði, óhlýðni, ögrun, virðingarleysi, mótþróa og hortugheitum. Neikvæð áhrif á líkamlegt og andlegt heilsufar barna geta meðal annars falist í því að þau fá svefntruflanir og martraðir, verða viðbrigðin, sýna skapsveiflur, hegða sér eins og þau séu miklu yngri en þau eru, byrja aftur að væta sig og pissa undir langt fram eftir aldri. Þá geta þau haft lélega matarlyst og kvartað yfir kviðverkjum og auknar líkur eru á astma, ofnæmi, athyglisbresti (með eða án ofvirkni) og streitutengdum vandamálum eins og meltingarfæravandamálum og höfuðverk. Þá geta börnin átt í námsörðugleikum og erfiðleikum í skóla. Stúlkur með þennan bakgrunn eru tvisvar sinnum líklegri en drengir til að verða fórnarlömb ofbeldis og fjórum sinnum líklegri til að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis á ævi sinni. Drengir sem upplifa ofbeldi föður gagnvart móður og eru jafnframt beittir tilfinningalegu ofbeldi eru líklegri til að beita vissum tegundum ofbeldis á fullorðinsaldri. Þeim mun lengur sem börn hafa búið við ofbeldi og þeim mun oftar sem þau hafa orðið vitni að því þeim mun alvarlegri eru áhrifin á andlega og líkamlega heilsu þeirra og félags­ og vitrænan þroska. Án íhlutunar eru börn sem hafa búið við heimilisofbeldi í meiri hættu að verða afbrotaunglingar, sýna ofbeldishegðun á fullorðinsárum, fá áfallastreituröskun og fara upp á móti öllu með andfélagslegri hegðun. Eftir skilnað eru jákvæðar breytingar á líðan barna bæði heima og í skóla. Hins vegar geta komið fram langvarandi neikvæðar tilfinningar og hræðsla yngri barnanna gagnvart feðrum sínum sem meðal annars koma fram í því að þau vilja ekki fara til þeirra um helgar. Þau glíma sum við erfiðar endurminningar og eru talsvert að hugsa og spyrja út frá sárum minningum. Langvarandi reiði eldri barnanna getur meðal annars komið fram í því að þau vilja skipta um nafn og kenna sig við móður sína. Stundum eru börnin notuð af feðrum sínum til að njósna um móður sína og að vera milligöngumenn í að þrýsta á hana til að taka ofbeldismanninn aftur inn á heimilið. Með réttri íhlutun virðist hægt að minnka sálfélagsleg og atferlisvandamál hjá börnum, til dæmis reiði, árásargirni, mótþróa, ögrun, storkun, kvíða. Einnig er hægt að minnka sálræna streitu mæðranna. Æskilegt er þó að móðir og barn fái meðferð saman. Kynferðisofbeldi í æsku (sjá nánar í heimildum 4­8 á bls. 10) Kynferðislegt ofbeldi í æsku er mikið heilsufarsvandamál um allan heim. Slíkt ofbeldi hefur neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, bæði karla og kvenna. Bæði drengir og stúlkur sem lent hafa í kynferðislegu ofbeldi hafa fleiri sálfræðileg vandamál en þau sem ekki hafa slíka sögu en börn sem segja frá ofbeldinu hafa almennt betri heilsu en þau sem gera það ekki. Drengjum með sögu um ofbeldi er hættara við sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsskaðandi hegðun. Þeir eru í allt að tíufaldri hættu á að hóta að taka líf sitt eða að skipuleggja sjálfsmorð og í allt að fimmtánfaldri hættu á sjálfsvígstilraunum miðað við drengi með enga slíka sögu (Martin o.fl., 2004). Í sænskri rannsókn höfðu 33,3% drengja, sem lent höfðu í kynferðislegu ofbeldi í æsku, reynt sjálfsvíg eða skaðað sig á annan hátt en 30,4% af stúlkunum. Fyrir unglinga sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi eru samsvarandi tölur 5,1% og 9,1% (Edgardh og Ormstad, 2000). Kynferðislegt ofbeldi í æsku hefur verið tengt sálrænum vanda hjá bæði körlum og konum. Áhrif kynferðisofbeldis í æsku á bernskuna. Þeir einstaklingar sem upplifa kyn ferðis legt ofbeldi í æsku hafa margir einkenni áfallastreitu röskunar (alþjóðleg skamm stöfun: PTSD). Áfallastreituröskun og athyglis brestur með ofvirkni (alþjóðleg skammstöfun: ADHD) eru meðal algengustu sjúk dóms greininga barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.