Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201410 og starfa hópar á sumum þeirra sem beita hugrænni atferlismeðferð sem hefur hjálpað mjög mörgum. Hvað þarf að gera? Auka þarf fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem sjá um meðgönguvernd. Auka þarf fræðslu til heilbrigðistarfsfólks sem sér um heilbrigðiseftirlit í skólum. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum en þar gefst kennurum, skóla­ hjúkrunarfræðingum og öðru skóla­ starfs fólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Því þarf að efla fræðslu til kennara og annars starfsfólks, svo sem skólaliða og skólahjúkrunarfræðinga. Á geðsviðinu þarf einnig að verða vitundarvakning, hvort sem það er á bráða­ eða göngudeildum. Heilbrigðisfólk þar þarf að spyrja um reynslu af ofbeldi og ef einstaklingur reynist hafa slíka sögu er mikilvægt að boðið sé upp á viðeigandi aðstoð. Því miður er það of algengt að ekki er spurt um ofbeldi innan heilbrigðiskerfisins en einstaklingar með ofbeldissögu eru líklegri en aðrir til koma endurtekið á heilsugæslu og bráðaþjónustu hvort sem það er innan almenna kerfisins eða á geðsviði. Heilbrigðiskerfið þarf, samhliða því sem einstaklingur er spurður um ofbeldissögu, að geta boðið upp á viðeigandi meðferð hvort sem það er með viðtölum eða hópmeðferð. Hafa ber í huga að nú þegar er þessum málum sinnt með öflugri þjónustu á Landspítalanum en þar er neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðis­ ofbeldis og áfallamiðstöð. Hitt er annað mál að úrræðin þurfa að vera fleiri og taka mið af þörfum einstaklinga, þá sérstaklega þeirra sem glíma við langvinna áfallastreituröskun. Í þjóðfélaginu okkar eru einnig samtök eins og Stígamót, Drekaslóðir, Sólstafir og Aflið sem hafa látið sig þessi mál varða og bjóða upp á þjónustu. En það er eigi að síður mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk láti sig líka þetta varða þar sem mikilvægt er að koma að þessum málaflokki frá öllum hliðum, með þverfaglegri samvinnu og með það í huga að grípa þarf strax inn í. Látum okkur ofbeldi varða. Það kemur okkur við ef einhver býr við ofbeldi! Heimildir Edgardh, K., og Ormstad, K. (2000). Prevalence and characteristics of sexual abuse in a national sample of Swedish seventeen­year­ old boys and girls. Acta Pædiatrica, 88, 310­ 319. Hazel, N.A., Hammen, C, Brennan, P.A., og Najman, J. (2008). Early childhood adversity and adolescent depression: The mediating role of continued stress. Psychological Medicine, 38 (4), 581­589. Lemieux, S.R., og Byers, E.S. (2008). The sexual well­being of women who have experienced child sexual abuse. Psychology of Women Quarterly, 32, 126­144. Martin, G., Bergen, H.A., Richardson, A.S, Roeger, L., og Allison, S. (2004). Sexual abuse and suicidality: Gender differences in a large community sample of adolescents. Child Abuse and Neglect, 28, 491­503. Miller, G.E, Chen, E. & Parker, K. J. (2012). Psychological stress in childhood and susceptibility to the chronic diseases of aging: Moving toward a model of behavioral and biological mechanism. Psychological Bulletin, 137 (6), 959­997. Wegman, H.L., og Stetler, C. (2009). A meta­ analytic review of the effects of childhood abuse on medical outcomes in adulthood. Psychosomatic Medicine, 71, 805­812. TÍMARITSGREINAR HÖFUNDA UM OFBELDI OG ÁHRIF ÞESS Hægt er að finna greinarnar á netinu eða fá hjá höfundum. Í þeim er fjöldi heimilda um áhrif ofbeldis á þolendur. Heimilisofbeldi sem tengist meðgöngu Ástþóra Kristinsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2010). Stöðug streita, ótti og kvíði: Reynsla kvenna sem hafa búið við ofbeldi á meðgöngu og endranær. Ljósmæðrablaðið, 88 (1), 6­12. Ástþóra Kristinsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2010). Börnin: Hin hljóðu fórnarlömb heimilisofbeldis – Séð frá sjónarhóli mæðra þeirra sem hafa búið við heimilisofbeldi á meðgöngu og endranær. Ljósmæðrablaðið, 88 (2), 14­19. Ástþóra Kristinsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2011). Menn sem skelfa og niðurlægja: Reynsla íslenskra kvenna af mönnum sem beita þær ofbeldi á heimili sínu á meðgöngu og endranær. Ljósmæðrablaðið, 89 (1), 38­45. Kynferðislegt ofbeldi í æsku og áhrif þess á líf og heilsu þolenda Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2009). Tíminn læknar ekki öll sár: Fyrirbæra­ fræðileg rannsókn á langvarandi afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í bernsku fyrir heilsufar og líðan íslenskra kvenna. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85 (3), 38­50. Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2011). Þögul þjáning: Langtímaafleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna. Í Svala Ísfeld Ólafsdóttir (ritstjóri), Hinn launhelgi glæpur (bls. 317­353). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Sigurðardóttir, S., Halldórsdóttir, S., og Bender, S.S. (2012). Deep and almost unbearable suffering: Consequences of childhood sexual abuse for men´s health and well­being. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 26 (4), 688­697. Sigurðardóttir, S., og Halldórsdóttir, S. (2013). Repressed and silent suffering: Consequences of childhood sexual abuse for women´s health and well­being. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 27 (2), 422­432. Sigurðardóttir, S., Halldórsdóttir, S., og Bender, S.S. (2014). Consequences of childhood sexual abuse for health and well­being: Gender similarities and differences. Scandinavian Journal of Public Health, 42 (3), 278­286. Áhrif endurtekins ofbeldis á líðan, líkams heilsu og geðheilbrigði Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, Sigrún Sigurðar dóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2014). „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“: Reynsla kvenna með geðröskun af áhrifum endurtekins ofbeldis á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 90 (3), 46­56. (Í þessu tölublaði). Sigríður Hrönn Bjarnadóttir er geðhjúkrunar fræðingur MS og verkefnastjóri við geðheilsustöð Breiðholts. Sigríður Halldórsdóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Sigrún Sigurðardóttir er lektor við Háskólann á Akureyri. Ástþóra Kristinsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Heilsugæslu höfuðborgar svæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.