Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 13 Andrés segir að að vísu komi menn stundum eftir tilvísun en engum sé skipað í meðferð. Þrýstingur frá maka, barnaverndarnefndum, lækni, Kvennaathvarfinu og fleiri aðilum getur skipt máli en það er alltaf val gerandans að koma í viðtal. Í könnun sem var gerð nýlega kemur fram að um 40% hafi komið af eigin frumkvæði. Meirihluti þeirra sem koma í viðtal eru í sambúð en sumir eru fráskildir eða skilja á meðferðartímabilinu. „En þetta eru ábyrgir menn sem vilja taka á sínum málum og byggja upp sitt líf. Þeir karlar sem við vinnum með finna fyrir vanmætti, að þeir kunni eða geti ekki annað. Þessu fylgir nánast alltaf gríðarlega mikil skömm. Í einhverjum kringumstæðum, yfirleitt í rökræðum eða rifrildum, finnst þeim þeir vera komnir upp við vegg. Í þessum kringumstæðum eigi þeir einhvern heilagan málstað sem réttlæti að þeir beiti slæmum meðölum,“ segir Andrés. Meðferðin gengur að miklu leyti út á að kenna ofbeldismönnum aðrar leiðir til þess að eiga samskipti. Þeim er einnig gerð grein fyrir því að ábyrgðin á ofbeldinu er þeirra. Margir ofbeldismenn vilja meina að makinn hafi espað þá upp. „En þá segi ég, ef konan þín lemur þig með steikarpönnunni í hausinn þá máttu ekki gera neitt á móti. Bara ekkert. Það er í fyrsta lagi vegna þess að ofbeldi er bannað og menn hafa ekki leyfi til þess að beita ofbeldi þó að einhver beiti þá ofbeldi. Í öðru lagi er það vegna þess að karlmenn bera meiri ábyrgð en konur. Þeir eru yfirleitt miklu sterkari og hafa líkamlega yfirburði. Þegar þeir beita konur ofbeldi er mjög líklegt að þeim finnist þær vera í lífshættu. Þegar konur beita menn ofbeldi geta þeir yfirleitt varið sig. Þetta er það sem við köllum hinn kynjabundna mun á ofbeldinu. Hann liggur í aflsmununum,“ segir Andrés. Ofbeldismaðurinn er einnig fenginn til þess að segja frá verknaðinum í smáatriðum. Það er til þess að gera ofbeldið sýnilegt og staðfesta hver ber ábyrgðina. Menn byrja oft á að segjast hafa danglað lítillega í konuna en þegar Andrés heldur áfram að spyrja kemur í ljós að ofbeldið var talsvert meira en það. Ekki batnar sjálfsmynd ofbeldismanna við það en þá er samt komið að punkti þar sem er hægt að byrja að byggja hana upp aftur. Andrés leggur áherslu á að hann beri mikla virðingu fyrir því að viðkomandi skuli hafa mætt í viðtal. „Þetta segi ég við hann alveg frá hjartanu. Mér finnst virðingarvert Heimilisofbeldi er ekki bara heimilis vanda mál heldur hefur það áhrif á sam félagið í heild. Sú vanlíðan sem ofbeldið veldur ætti að vera nóg til þess að stjórnvöld bregðist við en þegar reynt er að meta ofbeldið til fjár verður augljóst að fjárfesting í mótvægisaðgerðum myndi borga sig. Hér eru nokkur dæmi um peningahlið málsins. Hagfræðiráð í kvennamálum í Tennessee í Bandaríkjunum tók í fyrra haust saman skýrslu um hagfræði áhrif af ofbeldi gagnvart konum. Ráðið mat kostnaðinn vera 866 milljónir bandaríkjadala á ári í Tennessee. Ef miðað er við fólksfjölda á Íslandi myndi sam svarandi upphæð vera 4,5 milljarðar kr. Þá er ekki tekið tillit til mismunar á samfélags gerð, hefðum eða öðrum þáttum en upp hæðin getur gefið grófa mynd af samfélagslegu tapi sem verður vegna þess að karlar berja konur. Jafnréttisráð breska atvinnuvega ráðu neytisins hefur einnig reynt að meta kostnaðinn af heimilisofbeldi. Þegar borin voru saman árin 2001 og 2008 kom fram að heildarkostnaður inn hafði minnkað um 30% en kostnaður vegna samfélags þjónustu hafði aukist. Tilkynningum um ofbeldi hafði einnig fjölgað á sama tíma. Skýrslu höfundar ályktuðu að aukin fjárfesting í lögregluaðstoð og öðrum samfélags aðgerðum hefði dregið úr framleiðslu­ tapi og kostnaði vegna van líðanar fólks. Þessi fjárfesting hefði því borgað sig frá sjónarmiði samfélagsins í heild. Reynt hefur verið að meta sérstaklega kostnað vinnuveitenda og telur Hagfræði stofnun Bandaríkjastjórnar að aukinn kostnaður fyrirtækja vegna heilbrigðis trygginga, frá veru, minnkaðrar framleiðni og öryggis mála sé meira en fimm milljarðar bandaríkjadala árlega. Athyglisvert er að 94% fyrirtækja telja það alvarlegt öryggisvandamál að ofbeldisfullir eiginmenn ofsækja konur sínar á vinnustaðnum. OFBELDIÐ Í KRÓNUM OG AURUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.