Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201414 að karlmaður, eða kona, skuli koma og segjast hafa beitt ofbeldi heima hjá sér en vilji hætta því.“ Stór hluti meðferðarinnar, eða kannski frekar kennslunnar, fer fram í hópi. „Menn hafa verið mjög tilbúnir í það og vandamálið er frekar að þeir verða háðir hópnum og vilja ekki hætta. Það er gott því við viljum hafa þetta svigrúm en nú er svo komið að við þurfum að afmarka hópinn,“ segir Andrés. Hópmeðferðin stendur yfir í eitt ár og er skipt í tvær 24 vikna annir. Þátttakendur vinna verkefni og rætt er um niðurstöðurnar á hópfundum. „Þetta er í raun uppeldi með mikilli fræðslu. Við reynum að endurskilgreina gildismat til dæmis um hvað er nánd, hvað er falleg framkoma, hvað er kynlif, hvernig maður elur upp börn og hvað er andlegt ofbeldi. Þannig förum við um víðan völl en þetta er aðferðafræði sem er gagnreynd.“ Einnig er boðið upp á viðtöl við maka. „Þetta er fyrst og fremst öryggisviðtal til þess að meta hversu öruggt er fyrir makann að vera heima hjá sér og einnig stuðningsviðtal,“ segir Andrés. Stundum er hins vegar um að ræða gagnkvæmt ofbeldi og þá þarf að vinna með það sérstaklega. Paraviðtöl eru ekki í boði og makinn er ekki álitinn vera í meðferð. Andrés segir að þetta sé haft þannig til þess að það sé skýrt að ábyrgðin á ofbeldinu sé gerandans. Við lok meðferðar er svo makinn beðinn um að staðfesta að árangur hafi náðst. Hvað er ofbeldi? Ofbeldi er það þegar einhver vísvitandi beitir, eða hótar að beita, líkamlegu afli gegn öðrum einstaklingi. Alþjóða heil­ brigðismálastofnunin hefur skilgreint þetta nánar en áhugi hennar á málinu sýnir að þetta er ekki bara lögreglu mál og sálfræðimál heldur einnig heilbrigðis­ vandamál. Í viðtölum Andrésar koma fyrir allar tegundir af ofbeldi – andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. „Svo er líka til hlutaofbeldi sem snýr að því að brjóta eða skemma hluti. Brjóta og bramla. Einnig höfum við tekið með dulið ofbeldi en það eru óbeinar hótanir. Það er skelfilegt andlegt ofbeldi af því að þá er oft löng saga um ofbeldi og það er ekki lengur þörf á að beita ofbeldinu. Það þarf bara að viðkomandi hækki röddina til þess að þolandinn verði skelfingu lostinn.“ Ekki er langt síðan ofbeldi var talið eðlilegt og þannig er það enn þá á mörgum stöðum. Nefna má til dæmis kynferðislegt ofbeldi í stríðsátökum. Er ofbeldi kannski bara eðlilegur hlutur af því að vera manneskja? „Það þykir enn þá sjálfsagt í mörgum löndum að flengja börn, við megum ekki gleyma því. Við hér í Norður­ og Vestur­Evrópu erum komin á annan stað en margar aðrar þjóðir en samt eru ekki allir sammála hér. Bretum þykir sjálfsagt að aga börn með hæfilegu ofbeldi en það þykir ekki til siðs hér og við höfum bannað það. Hjá okkur er ofbeldi bannað með lögum og okkur finnst það algjörlega sjálfsagt. Menn eru bara ekki á einu máli um það hvort ofbeldið er alið í okkur eða hvort þetta er meðfætt. Mannskepnan hefur alltaf veitt sér til matar og við borðum dýr svo að við teljum alveg réttlætanlegt að drepa annað líf til þess að lifa af. En eftir sem áður, við teljum okkur vera komin það langt í okkar siðmenningu að við teljum ofbeldi vera eitthvað sem við eigum að uppræta,“ segir Andrés. Af hverju berja karlar konur? Andrés segist ekki getað gefið neitt einhlítt svar við því hvers vegna menn grípa til ofbeldis. „Menn hafa skoðað þetta í ýmsu samhengi. Hvaða tengsl eru milli ofbeldis og þess að hafa sjálfur upplifað ofbeldi í æsku? Menn hafa skoðað heimilisofbeldi og áfengis­ og vímuefnaneyslu og ofbeldi sem hluta af valdabaráttu milli kynjanna. Þetta eru allt góð og gild sjónarmið. Í fyrsta lagi hafa margir sem beita ofbeldi upplifað ofbeldi í æsku, en ekki allir. Það er því ekki orsakasamband heldur bara tengsl. Sama gildir um áfengi og vímuefni en mikið af grófasta ofbeldinu sem við sjáum hér á sér stað undir áhrifum. Við höfum líka verið með karla sem hafa beitt ofbeldi bæði edrú og í drykkju. Svo hættir drykkjan, þeir eru þurrkaðir upp en ofbeldið heldur áfram.“ Andrés segir að valdabarátta kynjanna geti vissulega verið skýring sem hann virði fræðilega en hún hjálpi ekki að ráði í starfi hans. Miklu hagnýtara og árangursríkara sé að ganga út frá því að AÐ HALDA GLUGGANUM OPNUM Lögreglan á Suðurnesjum hefur síðan febrúar 2013 tekið heimilisofbeldi verulega fastari tökum með markvissari fyrstu viðbrögðum, stuðningi við þolendur og virkri eftirfylgni. Er það gert í samstarfi við félagsþjónustuna í sveitar félögunum á Suðurnesjum. Átakið, sem hefur fengið nafnið Að halda glugganum opnum, er tilraunaverkefni og árangurinn virðist góður. Markmiðin eru að bæta skráningu og vettvangsrannsókn og í samstarfi við félagsþjónustu styðja betur við þolanda og geranda til þess að koma í veg fyrir að ofbeldið endurtaki sig. Eitt markmið er einnig að fá geranda til að leita sér aðstoðar. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum er álitið að heimilisofbeldi sé ekki einkamál fólks heldur þjóðfélagslegt mein sem beri að uppræta. Embættið hefur því meðal annars beitt nálgunarbanni og brottvísun af heimili en þau úrræði höfðu nánast ekki verið notuð áður. Fyrstu tíu mánuði ársins 2013 var tekin ákvörðun um slíkt 14 sinnum þar en 21 sinnum á öllu landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.