Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 15 þessa menn skorti samskiptatækni þar sem ekki þarf að nota ofbeldi. „Þetta er sálfræðilegur vandi sem við getum unnið á með sálfræðilegum aðferðum. Það hefur reynst okkur gæfuríkt spor. Þetta er hugsunarháttur sem er mjög víða beitt á Norðurlöndunum og í Kanada. Hugmyndafræði okkar kemur frá Noregi en við erum hluti af því sem heitir þar Alternativ til vold. Það hefur starfað í yfir 20 ár og bara í Osló eru um 30 sálfræðingar starfandi við þetta. Þetta á mjög vel við fræðin sem við höfum skoðað og við fáum okkar þjálfun frá Noregi að langmestu leyti.“ Ofbeldi veldur skaða Það er alveg ljóst núorðið að ofbeldi hefur langtímaafleiðingar fyrir þolandann. Það kemur meðal annars fram í fræðigrein og fræðslugrein í þessu tölublaði. Afleiðingarnar geta verið af ýmsum toga. „Sumir sem koma hingað segja: „Ég var barinn sem barn og ekki beið ég skaða af því.“ Ef þetta er maður sem hefur beitt ofbeldi get ég alltaf sagt: „Ertu viss um að þú hafir ekki beðið einhvern skaða?“ Það er ekki að ástæðulausu að þetta er bannað með lögum. Það er vegna þess að rannsóknir hafa sýnt til að mynda að það verða sömu mælanlegu líffræðilegu og lífeðlisfræðilegu breytingar á heilanum hjá börnum sem búa einhvern tíma við ofbeldi á heimilinu og börnum sem búa við stríðsátök, eins og til dæmis í Kósóvó þegar stríðið var og hét. Þetta kemur fram í kvíða, tengslaröskun, óróleika, brotinni sjálfsmynd og minnimáttarkennd. Það kemur auðvitað fram í því að þau hafa miklu minni stjórn á hvötum sínum. Það eru ótalmargar slíkar afleiðingar. Síðasta vígið sem fellur í þessum leyndarhjúp sem umvefur heimilisofbeldi er að bæði gerendur og þolendur viðurkenna að þetta hafi áhrif á börnin. Hjónin segja alltaf að börnin hafi ekkert séð, þau hafi verið sofandi eða hjá ömmu og afa. En það er fyrst þegar við höfum talað saman lengi að þau skilja að þetta er bara alveg skelfilegt fyrir börn. Eitt sem við fagfólkið þurfum að vera vakandi fyrir, og þá tala ég um fagfólk í víðum skilningi, er að börn sem búa við heimilisofbeldi munu sýna mjög svipuð einkenni og ofvirk börn. Það er því mikilvægt að allir sem skoða börn, hvort sem það eru hjúkrunarfræðingar eða sálfræðingar, séu vakandi fyrir mismunagreiningum. Því miður eigum við fagfólk stundum erfitt með að spyrja um ofbeldi beint.“ Hvað er til ráða? Andrés segir að svo óendanlega margt þarf að breytast í samfélaginu til þess að við getum upprætt heimilisofbeldi. „Ég held að við þyrftum að nálgast heildræna jafnréttisumræðu miklu betur. Við þyrftum að breyta gildunum og fara í mýkra gildismat á hvað sé æskilegt. Við lifum í samfélagi þar sem er stöðug barátta um alls kyns hluti og það er ekki mikið kynt undir nægjusemi eða hógværð, dýpt eða kærleika. Raddir sem heyrast um þetta eru oft álitnar nánast hjákátlegar. Því miður er það þannig að í öllum samfélögum hefur heimilisofbeldi viðgengist. En auðvitað eigum við alltaf að segja að þetta sé eitthvað sem er algjörlega óásættanlegt. Það er jú í rauninni ekki svo langt síðan við fórum að tala um heimilisofbeldi. Ég held að það skipti til að mynda rosalega miklu máli að við segjum að við viljum þetta ekki. Ég held að við karlmenn höfum gríðarlega mikið að segja í þessari umræðu með því að stíga fram og segja að þetta sé óviðunandi og bara ekki sérlega karlmannlegt. En það má ekki heldur gera þessa umræðu of karllæga því að þær konur sem eru gerendur myndi þá hika við að koma til okkar. Samt vitum við auðvitað að þeir sem beita grófasta ofbeldinu eru oftast karlar.“ Til þess að ná til hinna sem hafa hingað til ekki talið sig hafa þörf fyrir þá meðferð sem Karlar til ábyrgðar bjóða þurfi að halda umræðunni lifandi, til dæmis með því að skrifa greinar og koma fram í fjölmiðlum. „Við þurfum að láta vita að hægt sé að gera eitthvað í þessu, að meðferðin virki, að hægt sé að gera eitthvað til þess að betrumbæta líf sitt. Það er engin launung á því að öllum þeim sem búa við heimilisofbeldi, þolendum, gerendum og vitnum, börnum, þeim líður ekki vel. Þetta er fólk sem gjarnan vildi fara út úr því ef það sæi bjargráð en flestir sjá það bara ekki,“ segir Andrés. Einnig er mikilvægt að tala opinskátt um ofbeldi sem á sér stað hverju sinni. Mikilvægur liður í meðferðinni er að láta til dæmis fjölskylduna vita og gerandi og þolandi eru hvattir til þess að segja öllum frá hvað hafi gerst og að þeir séu nú að vinda ofan af því. Erfiðara er að beita ofbeldi ef fleiri vita af því að sögn Andrésar. „Því meira sem er rætt um þetta því minna verður leyndarmálið en leyndarmálið er versti óvinur þolandans. Ef þú veist af ofbeldi, segðu frá því. Ef þú veist að nágranninn er beittur ofbeldi, láttu yfirvöld vita. Ef þú sérð eitthvað óeðlilegt en ert ekki viss, láttu barnavernd vita. Hiklaust. Við eigum aldrei að líða þetta og við berum ábyrgð hvert á öðru, þannig er það bara.“ Árangurinn góður Ljóst er að náðst hefur umtalsverður árangur á þeim árum sem Karlar til ábyrgðar hafa starfað. Nýlega gerði Ingibjörg Þórðardóttir félagsfræðingur úttekt á starfseminni. Í könnun sem var hluti af verkefni hennar sögðust 86% af þeim körlum sem svöruðu könnuninni vera mjög eða frekar ánægðir með meðferðina. 94% karla segjast eftir meðferð eiga auðveldara með að halda ró sinni við ögrandi aðstæður. Þegar rýnt er í svörin þarf að hafa í huga að þeir sem fara á annað borð í meðferð eru fyrir fram tilbúnir til þess að breyta hegðun sinni. Samt sem áður er greinilegt að meðferðin hentar þessum hópi og hefur borið árangur. Í könnun meðal eiginkvenna kemur meðal annars fram að tíðni ofbeldis af mismunandi gerðum og alvarleika hafi minnkað úr allt að 60% fyrir meðferð í 4% eða jafnvel alveg hætt eftir meðferð. Heimilisofbeldi er gríðarlega kostnaðar­ samt fyrir samfélagið, bæði í mannlegum fórnum og þjáningu og í hreinum peningum. Eins og kemur fram á bls. 13 hafa greiningar á framleiðslutapi og öðru tapi samfélagsins sýnt háar upphæðir. Það er því mikilvægt að yfirvöld spari ekki aurinn og kasti krónunni við fjárlagagerð þegar kemur að meðferðarúrræði fyrir gerendur og þolendur ofbeldis. Vonandi fái Karlar til ábyrgðar að lifa áfram til gagns fyrir samfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.