Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 19 Árið 2005 var ég nýútskrifuð úr mennta­ skóla og stóð á ákveðnum krossgötum í lífinu. Hvað ætlaði ég að verða þegar ég yrði fullorðin? Í fjögur ár hafði það verið mitt eina takmark að útskrifast sem stúdent og á þeim tíma fannst mér það eitt það merkilegasta sem ég hafði afrekað, en eitthvað varð að taka við. Sumarið eftir útskriftina fór ég austur í Vík í Mýrdal til þess að vinna á veitingastað. Ég hafði stefnt að því í töluverðan tíma að verða kokkur þar sem ég hafði mikinn áhuga á matseld og því lá vel við að ég menntaði mig frekar í þeirri iðn. Framtíðardraumarnir voru oft mjög háleitir og planið var að opna lítið kaffihús þegar ég yrði eldri. En … sumarið eftir stúdentsútskriftina fannst mér eins og ég hefði einhvern veginn misst áhugann á þessari framtíð. Ég áttaði mig á því að ef til vill ætti ég frekar að mennta mig í einhverju allt öðru, ég gæti átt matseldina sem áhugamál og ástríðu og opnað kaffihúsið einhvern tímann seinna. Ég ákvað snögglega þetta sumar að ég væri ekki tilbúin til að ákveða hvað það væri sem ég ætlaði að gera. Ég lagðist yfir vefsíður á netinu til að skoða starfsmöguleika erlendis og fluttist síðan um haustið til Bretlands og gerðist au­pair þar í tæpt ár. Á þessu eina ári í Bretlandi hugsaði ég töluvert um á hverju ég hefði mestan áhuga fyrir utan matseld. Mér datt í hug hjúkrun en þar sem ég þekkti fáa hjúkrunarfræðinga hafði ég óljósa hugmynd um hjúkrun og má segja að álitið litaðist af fréttaflutningi og greina­ skrifum. Samt sem áður fór ég að kynna Ragna Björg Ársælsdóttir, ragna@ragna.is mér hjúkrunarfræðina og sá þá fyrir mér óteljandi starfsmöguleika og sveigjan­ leika. Mér fannst heillandi að vinna með fólki og hitta margt fólk. Af hverju hafði mér einfaldlega ekki dottið þetta fyrr í hug? Á síðustu árum hef ég oft fengið samúðar­ augu og allt að því klapp á öxlina þegar ég segist vera hjúkrunarfræðingur. Ég get sagt ykkur strax að ég þarf enga vorkunn. Ég elska þetta starf alveg í tætlur! Það er mjög gaman að vera menntaður í fræðum sem geta hjálpað fólki andlega og líkamlega. Ég hef einnig tækifæri til þess að fara í framhaldsnám í svo ótal mörgu sem ég get tekið með mér í starf hjúkrunarfræðingsins að það liggur við að það valdi manni valkvíða. Það er heljarinnar valkvíði skal ég segja ykkur! Ég valdi þetta starf af því að ég finn mig í því. Í dag líður mér alla daga eins og hjúkrunafræðingi og ég er alltaf að læra meira og meira um sjálfa mig og fræðin. Ég ber öðruvísi tilfinningar til starfsins míns og sjúklinganna en þegar ég var nýútskrifuð og ég stelst stundum til að láta mér þykja vænt um starfið þar sem það gefur mér oft mikið. Ég tek heldur ekki á móti neinum sam­ úðar skeytum út af vaktavinnunni sem ég vinn. Ég skal alveg viðu rkenna að það er gott að geta skriðið aftur upp í á virkum dögum þegar fjölskyldan er farin á stjá í vinnu og leikskóla. Þá get ég náð upp smá svefni og verið svo ein heima að taka til og stússast án þess að vera með marga aðra í samkeppni um athyglina eins og gerist þegar allir eru komnir heim seinni partinn. Ég er samt ekki bara hjúkrunarfræðingur. Ég hef sveigjanleikann sem mig dreymdi um að eiga. Ég vinn 80% starf sem hjúkrunarfræðingur og það að vera bara í 80% starfi gerir mér kleift að starfa einnig sem söngkona og halda úti matarbloggi. Þau verkefni geta verið tímafrek og ég þarfnast þess vegna sveigjanleikans sem starfið býður upp á. Hver framtíðarplönin verða varðandi framhaldsnám er enn óvíst en það verður líka spennandi að sjá hvort litla kaffihúsið sem mig dreymdi um muni einhvern tímann líta dagsins ljós. Ég skora á Auðbjörgu Bjarnadóttur hjúkrunar fræðing á Kirkjubæjarklaustri að skrifa næsta þankastrik. Ragna Björg Ársælsdóttir er hjúkrunar­ fræðingur á bráðadeild Landspítalans og söngkona og heldur úti matarblogginu Ragna.is. ÞANKASTRIK MÉR ER EKKI VORKUNN Það er erfitt að vera tvítug stúlka, nýkomin úr menntaskóla, með háleitar og stórar hugmyndir um framtíðina og standa frammi fyrir því að velja fag í háskóla. Af hverju ákvað ég að verða hjúkrunarfræðingur og hvað finnst mér um þá ákvörðun núna nokkrum árum síðar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.