Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 33 við endurnýjun þessara kjarasamninga fengju aðrar stéttir með lausa samninga meiri hækkanir en FÍH hafði áður samið um. Samkomulagið sem undirritað var sl. vor var þess vegna stutt, einfalt samkomulag um breytingu og framlengingu á núgildandi kjarasamningi á meðan unnið er að heildarendurskoðun kjara­ samninga. Vinnu við heildarendurskoðun kjarasamninga skal lokið áður en núgildandi kjarasamningar renna úr gildi. Viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga var hluti samkomulagsins gagnvart viðsemjendum en þar var gert er ráð fyrir að viðræður um endurnýjun kjarasamninga hæfust strax vorið 2014 sem þær og gerðu. Samkomulagið fól í sér eina launahækkun, samkomulag um orlofs­ og persónuuppbót auk 0,1% iðgjalds vinnuveitenda af heildarlaunum félagsmanna sem samningsaðilar eiga eftir að útfæra nánar hvernig verði ráðstafað. Samkomulagið keypti okkur frest á meðan vinna við heildarendurskoðun kjarasamningsins fer fram. Eins og áður sagði er sú vinna þegar hafin. Samninganefndir hafa fundað og komið sér saman um hvaða málaflokkar þarfnast endurskoðunar við og eru að skipuleggja næstu skref. Megináhersluatriði næsta kjarasamnings verður hækkun dag­ vinnu launa, stytting vinnuvikunnar og endurskoðun hvíldar­ tímaákvæða. Með breytingu á hvíldartímaákvæðum er horft til þess að lágmarkshvíld á milli vakta verði alltaf 11 klukkustundir. Það þýðir að 8 klukkustunda undanþágan þegar farið er af einni skipulagðri vakt yfir á aðra verður afnumin. Þetta hefur í för með sér að ekki verður hægt að þjappa vöktum á sama hátt og nú er gert. Hugsunin er að hjúkrunarfræðingar sem starfa upp á líf og dauða fái ekki minni hvíld en þeir sem starfa við fólksflutninga, svo sem flugmenn, flugfreyjur og rútubílstjórar. Þegar þessi orð eru rituð virðist nokkuð ljóst að það stefnir í harða kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi vetri og það á líka við um okkur. Ég ætla að leyfa mér að nota enn og aftur lokaorðin úr sambærilegri grein frá mér sl. haust. Kjarabarátta er eilíf barátta og ekki bara bundin við kjarasamningsgerð. Kjarasamningar eru samningar um lágmarkskjör – vinnuveitendum er alltaf heimilt að gera betur. Ráðningarsamningur er SAMNINGUR milli starfs manns og vinnuveitanda um kaup og kjör þar sem starfsmaðurinn selur þekkingu og vinnuframlag og vinnuveitandi er kaupandi framlagsins. Jafnlaunaátakið á árinu 2013 var fyrsta skrefið í átt að launaleiðréttingu hefðbundinna kvennastétta í starfi hjá ríkinu. Markmið FÍH er að kjör karla og kvenna í starfi hjá ríkinu verði orðin jöfn 19. júní 2015 þegar 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Markið er sett hátt og það er alveg ljóst að erfiðir kjarasamningar eru fyrir höndum – stöndum þétt saman! POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknar- eyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk Leitað er að hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir nýlegu, vel búnu orlofshúsi, til leigu fyrir félags­ menn sína, sumarið 2015. Húsið þarf að geta hýst 6­8 manns. Leigutími eru 10­12 vikur. Nánari upplýsingar gefur Guðrún A. Guðmundsdóttir í síma 540 6400 og gudrun@hjukrun.is ORLOFSHÚS ÓSKAST TIL LEIGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.