Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201434 Hvers konar umbúðir á að setja á sárið? Þetta er oft fyrsta spurningin sem kemur upp í huga hjúkrunarfræðinga sem meðhöndla sár. Þótt færa megi rök fyrir því að önnur atriði séu mikilvægari þegar kemur að því að græða sár, svo sem að skoða bakgrunn og sögu þess sem er með sárið og svo að hreinsa það upp og þvo, þá er það samt svo að umbúðir eru mikilvægur hluti sárgræðslunnar. Framboð á alls kyns umbúðum er mjög mikið og er sífellt að aukast. Alltaf verður erfiðara og erfiðara að finna hinar einu „réttu“ umbúðir. Sannleikurinn er þó sá að ekki eru til neinar einar réttar umbúðir sem henta fyrir öll sár. Ekki er heldur hægt að segja að aðeins ein tegund umbúða henti fyrir tiltekið sár heldur eru oft nokkrar tegundir sem koma til greina hverju sinni. Umhverfi sársins Þegar við veljum réttar umbúðir þurfum við fyrst að ákveða hvað það er sem við viljum að þær geri fyrir sárið. Tilgangur umbúða er að gera umhverfi sársins þannig að það geti gróið. Umhverfi sársins þarf að vera hæfilega rakt, hitastig og sýrustig hæfilegt, og útiloka þarf bakteríur og óhreinindi frá sárinu. Langflestar umbúðir sem eru í boði eru til þess gerðar að hafa sem mesta stjórn á rakaumhverfi sársins en það skiptir mjög miklu máli í sárgræðslu. Það er almennt viðurkennt að sár gróa betur þegar þau eru hæfilega rök, ekki of blaut og ekki of þurr. Þegar sáraumhverfið er hæfilega rakt hvetur það til niðurbrots dauðra vefja og hraðar myndun nýs vefs, bæði holdgunarvefs (granulation tissue) og húðþekju (epithel). Hæfilegur raki minnkar einnig hættu á sýkingu, hindrar myndun fíbrinskána og getur dregið úr verkjum í sárinu. Umbúðir geta stjórnað rakanum með því að draga til sín þann vessa sem kemur úr sárinu og koma í veg fyrir að hann skaði nýjan vef eða heila húð í kringum það. Umbúðir geta líka lokað sárið af og komið í veg fyrir að loft leiki um Eyrún Ósk Guðjónsdóttir, eyrunosk@lsh.is það og það þorni upp og þær geta einnig veitt sárinu raka ef það er of þurrt. Til þess að einfalda málin þegar komið er að vali á umbúðum er gott að skipta þeim í sex flokka sem allir hafa ólíka eiginleika sem henta ólíkum sárum. Þessir sex flokkar eru: Svampar, þörungar og trefjar, rakagel, kökur, filmur og snertilög. Þrátt fyrir að málin séu einfölduð hér með þessum sex flokkum eru margar tegundir sem geta tilheyrt fleiri en einum flokki. Svampar Svampar eru gerðir úr pólýúretanefni sem er mjög rakadrægt. Á ytra byrði svampa er filma sem er ógegndræp fyrir bakteríum og vökva en hleypir út rakagufum. Svampar henta því vel á mikið vessandi sár en einnig er hægt að nota þá á sár sem eru lítið eða í meðallagi vessandi. Þeir festast nær aldrei í sári. Sumar tegundir hafa sílikonlag innst sem veldur því að svampurinn loðir við húðina í kring en límist þó ekki fast og hentar því vel ef húðin er viðkvæm. Svampar draga vökva í sig beint upp af sári og halda vel í vökvann en það veldur því að sárið sjálft helst rakt en húðin í kring verður þurr. Hægt er að sveigja og klippa svampa og laga þá að sárinu þannig að þeir henti stærð og staðsetningu þess. Einnig er hægt að fá þá fyrirframtilsniðna sem passa til dæmis á hæla, olnboga eða SÁRAUMBÚÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.