Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201440 • Hvaða sýn hafa hjúkrunarfræðingar og læknar á SAk á eigið hlutverk í kjölfar stórslysa og hamfara? • Hvaða hæfni telja hjúkrunarfræðingar og læknar á SAk að sé þeim nauðsynleg til að geta tekist á við eigið hlutverk í kjölfar stórslysa og hamfara? • Hvaða kennslu og þjálfunaraðferðir telja hjúkrunarfræðingar og læknar á SAk að best sé að nota til að bæta þekkingu þeirra á eigin hlutverki og auka hæfni til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara? • Hvaða sýn hafa hjúkrunarfræðingar og læknar á SAk á mikilvægi teymisþjálfunar fyrir árangursríkt starf í kjölfar stórslysa og hamfara? AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknaraðferð Í þessari rannsókn var notuð eigindleg rannsóknaraðferð þar sem gagna var aflað með rýnihópaviðtölum sem greind voru með eigindlegri innihaldsgreiningu. Rýnihópaaðferðin er rannsóknaraðferð þar sem rannsakandi velur saman hóp einstaklinga sem deila sameiginlegri þekkingu eða reynslu, ræðir við þá í litlum hópum eftir ákveðnum aðferðum og setur fram niðurstöður eftir vandlega greiningu á þeim gögnum sem fengust í rýnihópunum (Sóley S. Bender, 2003). Mikið hefur verið skrifað um rýnihópaaðferðina en erfitt er að finna greinargóðar leiðbeiningar varðandi greiningu gagna, framsetningu og rökstuðning niðurstaðna. Sammerkt kenningum um greiningu eigindlegra gagna er þó að rannsóknargögnin eru flokkuð á kerfisbundinn hátt í þeim tilgangi að gefa skýra mynd af viðfangsefninu (Elo og Kyngäs, 2008; Hsieh og Shannon, 2005; Sóley S. Bender, 2003). Þátttakendur Við val á þátttakendum í rýnihópa var notað tilgangsúrtak. Rýnihópar í þessari rannsókn voru fjórir og samsetning þeirra mismunandi. Þýði hvers rýnihóps var þannig skilgreint: Rýnihópur 1 Hjúkrunardeildarstjórar á SAk. Rýnihópur 2 Læknar starfandi á SAk og hjúkrunarfræðingar af slysa­ og bráðamóttöku SAk. Rýnihópur 3 Hjúkrunarfræðingar af slysa­ og bráðamóttöku sem ekki tóku þátt í rýnihóp 2. Rýnihópur 4 Hjúkrunarfræðingar á SAk sem ekki voru starfandi á slysa­ og bráðamóttöku. Valdir einstaklingar sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í rýnihópunum fengu sendan tölvupóst með kynningarbréfi vegna rannsóknarinnar. Áhugasamir fengu í kjölfarið nánari upplýsingar um framkvæmd rýnihópaviðtalanna. Þátttakendur í rýnihópum voru alls 17 en í hverjum rýnihóp voru þrír til fimm einstaklingar. Algengt er að fjöldi þátttakenda í rýnihópum sé fjórir til tíu en hafi þátttakendur sérþekkingu á viðfangsefninu er mögulegt að notast við rýnihópa sem í eru einungis þrír til fjórir einstaklingar (Onwuegbuzie o.fl., 2009). Fimmtán hjúkrunarfræðingar og tveir læknar voru í rýnihópunum. Enginn þátttakenda hafði unnið skemur en þrjú ár hjá SAk og margir höfðu yfir tíu ára starfsreynslu. Ekki verða gefnar nánari lýsingar á þátttakendum í rýnihópum þar sem Sjúkrahúsið á Akureyri er lítil stofnun og auðvelt væri að rekja svör til einstaklinga væru hagir þeirra tilgreindir. Gagnasöfnun Spurningar fyrir rýnihópaviðtölin voru samdar með hliðsjón af rannsóknarspurningum og tilgangi rannsóknar auk þess sem ítarleg yfirferð á fræðilegu efni nýttist við gerð þeirra. Aðalspurningarnar voru fimm en auk þeirra voru tíu spurningar sem ætlað var að opna umræðuna og stýra henni að viðfangsefninu. 1. Hvernig metur þú getu SAk til að takast á við stórslys eða hamfarir? 2. Hvert telur þú vera hlutverk þitt í kjölfar stórslysa eða hamfara? 3. Hvaða hæfni telur þú að sé nauðsynleg til að geta tekist á við eigið hlutverk í kjölfar stórslysa eða hamfara? 4. Hvaða kennslu og þjálfunaraðferðir telur þú að best sé að nota til að bæta þekkingu á eigin hlutverki og auka hæfni til starfa í kjölfar stórslysa eða hamfara? 5. Telur þú þjálfun í teymisvinnu vera mikilvæga fyrir árangursríkt starf í kjölfar stórslysa og hamfara? Rýnihópaviðtölin fóru öll fram í fundarherbergi á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hvert viðtal stóð í tæpan klukkutíma og voru þau tekin á tíu daga tímabili í febrúar 2012. Viðtölin hófust á því að stjórnandi gerði þátttakendum grein fyrir tilgangi viðtalanna og hvernig þau færu fram. Farið var yfir samþykkisbréf rannsóknarinnar og ítrekað að þátttakendur þyrftu ekki að svara öllum spurningum og gætu hætt þátttöku hvenær sem var. Viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð orðrétt í tölvu. Gagnagreining Við úrvinnslu gagna úr rýnihópum var notuð eigindleg innihaldsgreining. Gagnagreiningin byggðist á skrifum Massey og líkani Kruegers. Aðferð Kruegers byggist á því að minnka gagnamagnið með skipulagðri yfirferð (Krueger og Casey, 2000). Byrjað var á því að aðgreina þau gögn úr viðtölum sem tilheyrðu aðalspurningunum. Flokkuð voru saman svör ólíkra þátttakenda við sömu spurningu. Gögnin voru samhliða skoðuð út frá upplýsingum sem gátu gefið nánari lýsingu á viðfangsefninu og að lokum voru greind þau gögn sem voru óvænt eða vörpuðu nýju ljósi á viðfangsefnið (Krueger og Casey, 2000; Massey, 2011). Rannsóknarsiðfræði Leitað var eftir upplýstu samþykki þátttakenda og þess gætt að í rannsóknarniðurstöðum væri ekki að finna persónugreinanlegar upplýsingar. Rannsóknin fékk leyfi númer 153/2011 frá siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri. NIÐURSTÖÐUR Fjallað verður um niðurstöðurnar út frá eftirfarandi þemum: Viðbragðsgetu, starfshlutverki og stjórnun, hæfni og þjálfun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.