Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201442 og dæmi eru um að sama einstaklingnum er ætlað að gegna fleiri en einu hlutverki. Slíkt veldur aukinni ringulreið að mati þátttakenda. … við erum komin með fullt af fólki sem ber marga hatta og það flækir málið … Þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að þekkja eigið starfshlutverk ásamt því að kynna sér hlutverk annarra starfsmanna samkvæmt viðbragðsáætlun sjúkrahússins. … þú þarft að vita nákvæmlega hvað þú átt að gera en það er líka mikilvægt að vita aðeins hvað hinir eru að gera til að fá heildarmyndina … Í rýnihópum þrjú og fjögur komu fram vangaveltur varðandi þekkingu lækna á eigin hlutverki í viðbragðsáætluninni. Mikilvægt þótti að þeir þekktu starfshlutverk sitt samkvæmt viðbragðsáætlun, tækju þátt í æfingum og tileinkuðu sér þá verkferla sem stofnunin leggur til grundvallar í viðbragðsáætlun sinni. … það þýðir ekkert að það séu bara við sem erum að æfa okkur … þeir (læknarnir) verða að vera með. Við erum alltaf með einhverja svakalega skipulagningu en það virkar ekki ef þeir eru ekki með ... Hæfni Þátttakendur í öllum rýnihópum voru sammála um að góður faglegur grunnur, fenginn í námi og daglegri þjálfun, nýttist þeim til almennra starfa í kjölfar stórslysa og hamfara. Mikilvægt þótti að starfsmenn þekktu eigið starfshlutverk ásamt því að hafa grunnþekkingu á skipulagi almannavarna og á verkferlum í stórslysum, sjá mynd 3. Eins og fram hefur komið geta hjúkrunarfræðingar og læknar SAk lent í nokkrum ólíkum hlutverkum sem öll krefjast sérhæfðrar hæfni sem ekki þarf í daglegu starfi og fannst þátttakendum í rýnihópum nauðsynlegt að efla hæfni sína á þeim sviðum, til dæmis með æfingum. Mikilvægt þótti að hugsa út í og skipuleggja viðbrögð við sjaldgæfum atvikum sem þó er raunhæft að ætla að starfsmenn þurfi einhvern tímann að kljást við. … jafnvel þótt faglegi grunnurinn í þessu venjulega sé góður þá eru til aðstæður sem maður þarf að standa skil á og sem maður fær ekki af dagsdaglegri þjálfun … Sterklega kom fram að þjálfun í teymisvinnu væri gagnleg og eitt af því mikilvægasta sem þjálfa þyrfti til að tryggja farsælt starf við erfiðar aðstæður. Í umfjöllun um teymisvinnu var mest talað um samvinnu, samskipti og stjórnun. … teymisstarfið þarf að þjálfa, alla vegana í mínum huga … fá hlutina til að fljóta þannig að allir gangi í takt og hægt sé að forgangsraða verkefnum … Helmingur þátttakenda hafði tekið þátt í svokölluðum BEST­ námskeiðum en það eru námskeið í móttöku og meðferð mikið slasaðra sem byggjast á samvinnu og stjórnun í teymisvinnu. Vitnuðu þeir í þessi námskeið og töldu þau koma að gagni í stórslysum. … BEST­hugmyndafræðin hefur góð áhrif á samvinnu og þar með alla vinnu sem byggist á samvinnu. Við ættum að geta nýtt okkur BEST­þjálfunina við stærri slys ... Allir voru sammála um að hlutverk stjórnandans væri mikilvægt að æfa bæði innan hjúkrunar og lækninga og í því samhengi mætti alls ekki gleyma meðlimum viðbragðsstjórnar. … þetta byggist rosalega mikið á því að maður sé með góðan stjórnanda og til þess að það sé mögulegt þarf hann að kunna á skipulagið og hafa yfirsýn … Mynd 3 sýnir þá hæfni sem þátttakendur í rýnihópum töldu mikilvæga til starfa við virkjun viðbragðsáætlunar SAk. Þjálfun Grunnhæfni í faginu ásamt þekkingu á eigin hlutverki samkvæmt viðbragðsáætlun er nauðsynleg bæði hinum almenna starfsmanni og stjórnendum. Allir þátttakendur voru sammála um að þó að viðbragðsáætlun SAk sé á margan hátt upplýsandi fyrir þeirra eigið hlutverk sé ekkert sem hvetji þá til að kynna sér hana og tækifæri til æfinga skorti algerlega. Að sama skapi skortir kennslu og þjálfun til starfa í sérhæfðari hlutverkum, svo sem bráðaflokkun, áverkamati og almannavarnakerfi. Öllum fannst áríðandi að þjálfa starfsmenn í samvinnu og samskiptum sem og í stjórnun og skipulagi samkvæmt viðbragðsáætlun. Grunnhæfni Félagsleg hæfni Hæfni til að taka á móti og sinna sjúkum og slösuðum á sinni starfseiningu Grunnþekking á verksviði annarra deilda og starfshlut­ verkum annarra í viðbragðsáætlun Góð þekking á eigin starfshlutverki samkvæmt viðbragðsáætlun Grunnþekking á skipulagi almannavarna og viðbragðs­ áætlun SAk Samskipti og samvinna Stjórnun og yfirsýn Sérhæfð hæfni Starf í greiningarsveit Bráðaflokkun og áverkamat Víðtæk þekking á almanna­ vörnum og viðbragðs­ áætlun SAk Fyrsta móttaka og meðferð bráðveikra og slasaðra Yfirlit yfir sérhæfð verkefni Mynd 3: Mikilvæg hæfni til starfa í stórslysum og hamförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.