Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 43 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER … miðað við það hvað þetta er allt flókið er meiri þörf á að æfa oftar, ekki bara vera með einhverja ágæta möppu þar sem maður getur lesið sér til heldur að hafa æfingar … Í tveim rýnihópum kom fram sú hugmynd að búta þjálfunina niður í ákveðna verkþætti og þar þótti mikilvægt að koma þeim hlutum sem sjaldan eru notaðir inn í daglegt starf, til dæmis að nota bráðaflokkunarspjöldin af og til í daglegu starfi. Að koma sjaldgæfum hlutum inn í daglegt starf þótti auka líkurnar á að starfsmenn kynnu að nota þá þegar á reyndi. … þá er hægt að halda þessu gangandi og lifandi og þetta verði ekki eitthvað sem maður bara hugsar út í einu sinni á ári. Það æfingaform sem flestir voru hrifnastir af var stórslysaæfing, annaðhvort innan sjúkrahússins eða með þátttöku viðbragðsaðila utan þess. Aðeins helmingur þátttakenda í rýnihópunum höfðu þó tekið þátt í slíkum æfingum, flestir úr röðum starfsmanna á slysa­ og bráðamóttöku. Allir töldu þær mjög gagnlegar, sérstaklega til þess að sjá hvað það er sem fer úrskeiðis. Stórslysaæfingar eru dýrar og mannaflafrekar og í öllum rýnihópum kom fram að af þeim sökum væri ekki gerlegt að hafa slíkar æfingar nema á tveggja til þriggja ára fresti. Mikilvægt væri því að leita annarra leiða til að halda vöku starfsmanna yfir hlutverki sínu í viðbragðsáætlun SAk og veita þeim tækifæri til þjálfunar. Ekki væri ásættanlegt að vera einungis með viðbragðsáætlun, eða bókina eins og hún er svo oft kölluð, án frekari aðgerða til að tryggja að starfsmenn næðu að tileinka sér innihald hennar. Hluti þátttakenda taldi að sú fræðsla sem nú er í boði á sjúkrahúsinu um stórslysaþjálfun væri bara aðgengileg fyrir lækna og starfsmenn slysa­ og bráðamóttökunnar en fannst að aðrir áhugasamir starfsmenn ættu að fá að taka þátt ef þeir vildu. Gott væri að bæta almenna þekkingu meðal hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu í viðbrögðum við slysum og á almannavarnakerfinu. ... þetta er ekki einkamál slysó ... það er miklu betra ef við erum að vinna á sjúkrahúsi sem heild að allir hjúkrunarfræðingar hafi sömu grunnþekkingu, ekki gott að bara þessi kunni þetta … við verðum auðvitað ekki sérfræðingar í öllu … en grunnþjálfun hjálpar. Í einum hóp kom fram það sjónarmið að yfirstjórn sjúkrahússins þyrfti að átta sig á því að það er hún sem ber ábygð á að starfsmenn hljóti kennslu og þjálfun við hæfi. Stofnunin þyrfti að gera þjálfun að skyldu og birta þjálfunaráætlun árlega svo að starfsmenn gætu gert ráð fyrir æfingum í skipulagi sínu. UMRÆÐUR Viðbragðsgeta í kjölfar stórslysa og hamfara stjórnast af mörgum samverkandi þáttum en eins og kom fram í rýnihópum gegnir stjórnandinn lykilhlutverki. Hlutverk hans hefur þó verið vanmetið í umræðunni um þjálfun í stórslysa­ og hamfaraviðbúnaði. Áhersla hefur verið á þjálfun í sérhæfðum verkum eins og áverkamati og bráðaflokkun. Vissulega er mikilvægt að starfsmenn geti unnið slík sérhæfð verk en sú þjálfun kemur að takmörkuðu gagni ef stjórnun og samhæfing aðgerða er ekki styrk. Á Íslandi hefur lítið farið fyrir skrifum eða umræðu um þessi mál en með því að meta þjálfunarþörf og forgangsraða aðgerðum er hægt að skipuleggja kerfisbundið menntun og þjálfun í þessum mikilvæga málaflokki (McKibbin o.fl., 2011). Viðbragðsgeta Smæð Sjúkrahússins á Akureyri hefur að mati þátttakenda talsverð áhrif á viðbragðsgetu þess. Bent var á að atburður þyrfti ekki að vera stór til þess að flokka mætti hann sem stórslys á mælikvarða Sjúkrahússins á Akureyri og er það í samræmi við skrif Manley o.fl. (2006) og Roccaforte og Cushman (2007) sem benda á sérstöðu lítilla sjúkrahúsa í viðbragði við stórslysum og hamförum. Í einum rýnihóp var bent á mikilvægi þess að endurskoða viðbragðsáætlunina með það í huga að hún nái yfir atburði sem krefjast aukinna úrræða án þátttöku viðbragðsstjórnar og almannavarna. Er það í samræmi við skrif Roccaforte og Cushman (2007) en þeir leggja til að atburðum sé skipt upp í nokkra flokka og að viðbragðsáætlanir séu þannig úr garði gerðar að þær nýtist í daglegu starfi þegar álag verður óvenjulega mikið. Teymisvinna og stjórnun Fram kom í rýnihópum að mikilvægt væri að þjálfa starfsmenn í samvinnu, samskiptum og stjórnun. Það samræmist skrifum Manley og félaga (2006) en þar er lögð áhersla á að lítil sjúkrahús ættu að einbeita sér að þjálfun sem byggist á þeim þáttum sem eru sameiginlegir öllum stórslysum eða hamförum en það eru samskipti, stjórnun og samvinna. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að þjálfun starfsmanna í teymisvinnu sé ákjósanleg aðferð til að auka gæði þjónustunnar og þar með öryggi sjúklinga í viðbragði við stórslysum og hamförum en finna má því stuðning í skrifum Rosen o.fl. (2008), Weaver o.fl. (2010) og Williams o.fl. (2008). Í rýnihópum var bent á mikilvægi þess að stjórnendur væru þjálfaðir í sínu hlutverki, en á þeim tíma sem rannsóknin var gerð var engin slík þjálfun í boði fyrir stjórnendur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Úr því hefur nú verið bætt að einhverju leyti með auknum æfingum. Reynsla úr raunverulegum hamförum erlendis hefur leitt það í ljós að veikleika má finna í stjórnun innan sjúkrahúsa og að stjórnendur skortir sérhæfða þjálfun (Chapman og Arbon, 2008; Kaji o.fl., 2008; Riba og Reches, 2002). Hlutverk Niðurstöður úr rýnihópum eru í samræmi við skrif erlendra fræðimanna þar sem því er lýst að heilbrigðisstarfsmenn séu yfirleitt lítt kunnir viðbragðsáætlunum sinnar stofnunar og efist gjarnan um eigið ágæti til starfa í stórslysum og hamförum (Reilly og Markenson, 2009; Subbarao o.fl., 2008). Talsverðar líkur eru á því að starfsmenn verði að gegna öðrum hlutverkum í kjölfar stórslysa eða hamfara en þeir eru vanir. Sú staðreynd krefst þess að nákvæmari viðbragðsáætlun sé gerð, skilgreind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.