Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201450 7 og 11 (sjá töflu 3). Rannsakendasamþættingin (e. researcher triangulation) í þessari rannsókn reyndist mjög gagnleg, einkum í skrefi 8, 10 og 12, þar sem sérþekking þriggja sérfræðinga í efni og aðferð kom saman. Rannsakendasamþætting er ein af þeim aðferðum sem ætlað er að auka réttmæti og áreiðanleika í eigindlegum rannsóknum. Rannsóknardagbók var notuð á öllum stigum rannsóknaferlisins. Takmarkanir rannsóknarinnar Við val á þátttakendum í rannsóknina hefði valskekkja getað átt sér stað vegna þess að ógjörlegt er að ganga úr skugga um að úrtakið sé fullkomlega dæmigert fyrir þýðið. Önnur takmörkun gæti verið hvernig túlkun okkar á niðurstöðum mótast af bakgrunni okkar sjálfra, svo sem kyni okkar (við erum allar konur), menningu okkar, sögu og félagslegum uppruna. Enn fremur hafa fyrirframgefnar hugmyndir okkar hugsanlega haft áhrif á niðurstöðurnar. Viðtölin fóru fram á einu landssvæði, höfuðborgarsvæðinu, en það gæti verið takmörkun. Varast ber að alhæfa um niðurstöðurnar og yfirfæra þær á allar konur sem hafa orðið fyrir áfalli vegna endurtekins ofbeldis. NIÐURSTÖÐUR Konurnar urðu fyrir endurteknu ofbeldi í bernsku og á unglingsaldri og það leiddi til endurtekinna sálrænna áfalla. Ofbeldið, sem þær urðu fyrir, var ýmist líkamlegt, tilfinningalegt eða andlegt, vanræksla eða kynferðislegt ofbeldi. Þær urðu einnig margoft fyrir ofbeldi á fullorðinsaldri svo að sálræn sár þeirra náðu aldrei að gróa. Það leiddi síðan til tilvistarlegrar þjáningar sem oftast var ótjáð. Tengslanet, umhyggja og stuðningur í uppvexti kvennanna var af skornum skammti. Þær lýstu flestar umhyggjuleysi og tilfinningu um að þær væru óvelkomnar eða þeim væri hafnað af fjölskyldunni í barnæsku og á fullorðinsárum. Þar sem þær fengu ekki umhyggju og stuðning í umhverfi sínu vantaði þær sálrænan höggdeyfi gegn niðurbrjótandi áhrifum ofbeldisins. Þetta leiddi til þess að þær brotnuðu niður og vissu ekki hvað það var að líða vel. Afleiðing þessa alls var að þær glímdu allar við geðröskun, einkum þunglyndi og kvíða. Ofbeldið, sem konurnar urðu fyrir, einkenndist af grimmd, vanrækslu og ástleysi. Flestar konurnar lentu aftur og aftur í kynferðislegu ofbeldi frá barnsaldri til fullorðinsára; þær urðu fyrir nauðgun á unglings­ og fullorðinsaldri og lentu síðar margar í ofbeldi í nánu sambandi. Konurnar mundu fyrst eftir ofbeldi þegar þær voru milli 3 og 9 ára. Þær söknuðu þess sáran að hafa ekki getað notið eigin æsku. Þær tjáðu rannsakenda að þær hefðu ekki verið elskaðar, flestar höfðu orðið fyrir grimmd móður eða andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hendi móður eða föður. Tilvistarlegur sársauki í frásögn kvennanna var greinilegur þar sem þær brotnuðu niður andlega Tafla 3. Tólf þrep rannsóknarferlisins í Vancouver­skólanum í fyrirbærafræði og hvernig þeim var fylgt í þessari rannsókn. Þrep í rannsóknarferlinu Það sem gert var í þessari rannsókn Þrep 1. Val á samræðufélögum. Þátttakendur voru átta konur með geðræna sjúkdóma á aldrinum 35­55 ára. Þrep 2. Undirbúningur hugans (áður en samræður hefjast). Reynt var að láta ekki fyrri reynslu, þekkingu og hugmyndir hafa áhrif. Þrep 3. Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun). Tekin voru tvö viðtöl við þátttakendur, fyrir utan að aðeins eitt viðtal var tekið við einn þátttakanda. Þrep 4. Skerpt vitund varðandi hugmyndir og hugtök. Unnið var samhliða að gagnasöfnun og greiningu gagna auk þess sem hugmyndum var komið í orð. Þrep 5. Þemagreining (kóðun). Við endurlestur viðtalanna var stöðugt haft í huga hver væri kjarninn í því sem þátttakandinn væri að segja. Viðtölin voru svo greind í yfir­ og undirþemu. Þrep 6. Að smíða greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda. Búið var til greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda þar sem mikilvægustu atriðunum var raðað upp í heildarmynd. Þrep 7. Staðfesting á hverju greiningarlíkani með viðkomandi þátttakanda. Greiningarlíkan var kynnt og borið undir þátttakendur og spurt hvort þeir væru samþykkir því sem þar kom fram. Þrep 8. Heildargreiningarlíkan er smíðað úr öllum einstaklings greiningarlíkönunum. Greiningarlíkön þátttakenda borin saman og gert eitt greiningarlíkan með þeim atriðum sem voru sameiginleg. Þrep 9. Heildargreiningarlíkanið borið saman við rannsóknargögnin (rituðu viðtölin). Viðtölin lesin yfir aftur til að tryggja að niðurstöður væru í samræmi við greiningarlíkanið. Þrep 10. Meginþema sett fram sem lýsir fyrirbærinu (niðurstöðunum) í hnotskurn. „Ég veit ekki hvað það er að líða vel.“ Reynsla kvenna með geðröskun af áhrifum endurtekins ofbeldis á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði. Þrep 11. Staðfesting á heildargreiningarlíkani og meginþema með einhverjum þátttakendum. Greiningarlíkanið borið undir tvo þátttakendur og voru þeir samþykkir því sem þar kom fram. Þrep 12. Niðurstöður rannsóknarinnar skrifaðar upp þannig að reynsla allra komi fram. Niðurstöður skrifaðar upp. Vitnað í viðtölin til að sýna fram á að rétt væri farið með og til að reynsla þátttakenda fengi að koma fram og þannig reynt að auka trúverðugleika niðurstaðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.