Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201452 Sumar kvennanna sögðust vanar ofbeldi, fannst það jafnvel standa framan á sér að það mætti fara illa með þær og að þær gætu ekki beitt neinum vörnum. Slæm líðan sem barn og unglingur Konurnar fundu sem börn ýmist fyrir kvíða, depurð eða einmanaleika og þær þjáðust af vanlíðan ásamt því að vera undir stöðugu álagi og tvær þeirra reyndu sjálfsvíg. Allar konurnar höfðu brotna sjálfsmynd og liðu fyrir skort á sjálfstrausti sem börn og unglingar og voru með sjálfsásakanir. Misjafnt var þó hvernig tilfinningin um brotna sjálfsmynd og sjálfstraust kom fram hjá konunum eða eins og Ásta sagði frá reynslu sinni: Það var allt tekið frá manni þegar maður var lítill. Maður fékk ekki að halda því heilagasta bara fyrir sig ... Maður hefur aldrei verið með neina sjálfsmynd ... bara verið brotin niður ... Bara brotin sjálfsmynd og sjálfstraust. Brotinni sjálfsmynd tengdist einnig að konunum fannst þær ýmist ljótar eða heimskar. Hjördísi fannst hún alls staðar vera fyrir og fannst hún vera ljót og heimsk. Hún þjáðist einnig af minnimáttarkennd og sagðist hafa lært að vera ósýnileg. Hjördís lenti í enn frekara skipbroti þegar hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi tíu ára gömul. Hún reyndi að segja móður sinni frá ofbeldinu: „Mamma sagði mér bara að grjóthalda kjafti en ég hef aldrei þorað að segja neinum öðrum frá þessu ... þessi maður er innan fjölskyldunnar. Ég missi alltaf kjarkinn að segja frá.“ Konurnar áttu það sameiginlegt að reyna að segja frá ofbeldinu þótt þær væru hræddar við viðbrögð annarra. Þær skynjuðu að ekki var hlustað á þær og gáfust því upp. Tvær þeirra töluðu ekki aftur um ofbeldið fyrr en í rannsóknarviðtalinu. Þær lærðu að virkja varnarhætti og settu upp grímu til að verja sig fyrir umheiminum. Hræðsla og ótti virtust vera fylgifiskar þess ofbeldis sem konurnar urðu fyrir í æsku. Óttinn og hræðslan spegluðust yfir á athafnir fyrir utan heimilið, athafnir sem voru hluti af daglegu lífi. Viðbrögð annarra urðu til þess að þær fóru að byrgja inni tilfinningar, þær voru með sektarkennd, ásökuðu sjálfar sig eða fannst þær vera vondar. Kamilla sagðist hafa haldið að ofbeldið, sem foreldrarnir beittu hana, væri sér að kenna, hún varð fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af hendi þeirra: „Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé manni sjálfum að kenna. Þetta var bara svo rosalegt leyndarmál allt saman. Það var líka brýnt fyrir manni að það sem gerðist á heimilinu kæmi engum öðrum við.“ Skortur á umhyggju, stuðningi og tengslaneti í uppvexti Tengslanet, umhyggja og stuðningur í uppvexti kvennanna var af skornum skammti. Þær lýstu flestar umhyggjuleysi og fannst þær vera óvelkomnar eða þeim væri hafnað af fjölskyldunni í barnæsku eða á fullorðinsárum. Ásta sagðist ekki hafa fengið þann stuðning sem hún þurfti í uppvextinum: „Það var ekkert gott þegar ég var lítil ... bara alveg sama hvað gerðist, það var aldrei neitt, hvorki ást né kærleikur eða neitt.“ Margar þeirra bera enn með sér þrá eftir æskunni og söknuð yfir því að hafa ekki notið stuðnings í uppvextinum eða eins og Petra sagði: „Ég upplifði að ég hefði aldrei átt neina æsku ... að geta hlaupið um frjáls án þess að vera með áhyggjur eða eitthvað ... fékk aldrei að vera barn, það held ég að sé mesti söknuðurinn og sársaukinn.“ Síðar á lífsleiðinni, þegar þær fóru að hafa samskipti við heilbrigðiskerfið, voru þær yfirleitt aldrei spurðar hvort þær hefðu orðið fyrir ofbeldi. Ef þær voru spurðar var þeim ekki sýnd umhyggja og stuðningur og þeim ekki veitt tækifæri til að vinna úr tilfinningum sínum, til dæmis með tilfinningatjáningu og úrvinnslu. Tilfinningalegur vandi í dag Birtingarmynd tilfinningalegs vanda kvennanna í dag einkenndist meðal annars af erfiðleikum við að treysta og tengjast tilfinningalega, auk brotinnar sjálfsmyndar og lítils sjálfstrausts frá barnsaldri sem þeim hefur ekki tekist að vinna úr. Björk finnst að það stoppi allt á henni sjálfri: „Ég horfi ekki í spegil, ég horfi fram hjá honum af því að ég er svo ljót, ég trúi því enn þá.“ Jóna sagði að áföllin hefðu orðið til þess að hún hefði ekki nein mörk: „Það var bara opið hús; hver sem er gat sest að og eignað sér eitthvað herbergi.“ Endurtekið ofbeldi í bernsku og á unglingsaldri Einelti Líkamlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi Vanræksla Kynferðislegt ofbeldi Ofbeldið veldur endur teknum sálrænum áföllum Stöðugt er höggvið í sama knérunn Skortur á verndandi þáttum Skortur á tengsla­ neti, umhyggju og stuðningi og því vantar „sálrænan höggdeyfi“ gegn niðurbrjótandi áhrifum ofbeldisins Endurtekið ofbeldi á fullorðinsaldri Sálrænu „sárin“ ná aldrei að gróa Tilfinningaleg þjáning sem oftast er ótjáð Niðurbrot Viðvarandi tilfinning a legur vandi: „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“ Þróun geðræns vanda Þunglyndi Kvíði Annars konar geðröskun Mynd 1. „Ég veit ekki hvað það er að líða vel.“ Ferill niðurbrots vegna endurtekins ofbeldis og afleiðinga þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.