Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201454 Konurnar urðu fyrir vanrækslu, stöðugum aðfinnslum, niður­ lægingu og ofbeldi og fannst þær ekki elskaðar. Rannsóknir hafa sýnt að vanræksla í æsku getur verið útbreidd meðal fólks með geðröskun (Conroy o.fl., 2009; Muenzenmaier o.fl., 1993) og ofbeldi og ill meðferð í æsku geta aukið hættu á geðröskun seinna á lífsleiðinni (Conroy o.fl., 2009; Keyes o.fl., 2012). Skortur á stuðningi í æsku og lítið tengslanet á fullorðinsárum Þegar konurnar urðu fyrir áföllum í æsku reyndu margar þeirra að segja frá en ekki var hlustað á þær. Fyrir börn, sem lenda í áföllum, skiptir máli að hafa góða aðstandendur ásamt því að geta unnið úr áfallinu (Dyregrov, 2010). Tvær kvennanna lýstu einnig mikilli óreglu á heimilinu og flestar þeirra lýstu harðri lífsbaráttu foreldranna. Kemur það heim og saman við umfjöllun Freydísar Jónu Freysteinsdóttur (2005) um að fátækt foreldra, þunglyndi og lítill félagslegur stuðningur geti dregið úr verndandi þáttum sem eru barninu nauðsynlegir til að takast á við áföll. Rannsóknir benda til þess að konur með langvinna áfallastreituröskun vegna ofbeldis finnist þær síður fá stuðning en karlar og getur það einnig útskýrt aukna áhættu kvenna að þróa með sér áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldis (Andrews o.fl., 2003). Samspil áfalla og djúps þunglyndis veldur því einnig að einstaklingur sýnir minni tilfinningaleg viðbrögð og það getur aftur leitt til minni stuðnings (Kwako o.fl., 2011). Langvinn áhrif áfalla á heilsufar og bjöguð bjargráð Konurnar í rannsókninni fundu ekki aðeins fyrir vanlíðan heldur bjuggu þær einnig við skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega, ásamt því að finna til þreytu við að takast á við daglegt líf. Sambærilegar niðurstöður komu fram hjá Calhoun o.fl. (2009) um áhrif áfalla þar sem þolendur telja heilsu sína ekki góða og glíma jafnframt við langvinnan heilsufarsvanda. Margar kvennanna höfðu hugleitt sjálfsvíg og gert tilraunir til að svipta sig lífi og sumar kvennanna í rannsókninni sögðust hafa gripið til víns, matar eða vímuefna til að forðast slæma andlega líðan. Úrræði kvennanna samræmast niðurstöðum rannsókna Danielson o.fl. (2010) og O’Hare o.fl. (2010), ásamt megindlegri rannsókn O’Hare o.fl. (2006) á tölvugögnum 276 skjólstæðinga geðheilsumiðstöðvar. Í rannsókn O’Hare og Sherrer (2009) kemur jafnframt fram að langvarandi áhættuhegðun hefur áhrif á tengsl milli langvinnra áfalla og hversu alvarleg einkenni áfallastreituröskunar eru. Allar konurnar fengu geðgreiningu eftir að þær höfðu lent í endurteknu ofbeldi en líklegra er að einstaklingar með djúpt þunglyndi og geðrofseinkenni hafi verið beittir kynferðisofbeldi eða líkamlegu ofbeldi í æsku fremur en einstaklingar með djúpt þunglyndi án geðrofseinkenna (Gaudiano og Zimmerman, 2010). Mueser o.fl. (2010) benda aftur á móti á að geðrof og meðferð við því geti valdið áfalli en mikilvægt sé að skoða sögu einstaklingsins varðandi áföll. Konurnar í rannsókninni áttu það sameiginlegt að ekki hafði náðst að vinna úr líðan þeirra en það er í samræmi við ýmsar aðrar rannsóknarniðurstöður (Calhoun o.fl., 2009; Grubaugh o.fl., 2011; Lommen og Restifo, 2009; Meade o.fl., 2009; Mowlds o.fl., 2010). Vantar markvissari stuðning í heilbrigðiskerfinu Konurnar höfðu flestar verið í samskiptum við geðheilbrigðiskerfið vegna andlegrar vanlíðanar og allar verið í samskiptum við almenna heilbrigðiskerfið með ýmis líkamleg vandamál. Sambærilegar niðurstöður er að finna í megindlegri rannsókn Lommen og Restifo (2009) á 33 einstaklingum en hún sýndi að áföll eru vanskráð í heilsufarsskýrslum einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. Í rannsókn þeirra voru aðeins 4% skráð með áfallasögu þó svo að 97% þátttakenda hefðu lent í að minnsta kosti einu áfalli á lífsleiðinni. Svipaðar niðurstöður má sjá í rannsókn Cusack o.fl. (2006) þar sem skráning á áfallastreituröskun sýndi að einungis 28% þátttakenda voru með skráða áfallasögu þó svo að 87% hefðu sagt frá því að hafa lent í áföllum. Konurnar í rannsókninni fundu að ef þær tjáðu sig um áföll við heilbrigðisstarfsfólk var þeim ekki boðin viðeigandi hjálp til að vinna úr líðan sinni til dæmis með tilfinningatjáningu og ­úrvinnslu. Þeim var ekki heldur boðin hjálp við tilfinningaúrvinnslu í almenna heilbrigðiskerfinu. Samræmist þetta niðurstöðum í rannsókn Sigrúnar Sigurðardóttur og Sigríðar Halldórsdóttur (2009) þar sem þátttakendur höfðu aftur og aftur leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu en ekki fengið viðeigandi hjálp. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2011 höfðu 39% þolenda ofbeldis ekki rætt við fagfólk um ofbeldið sem þeir urðu fyrir en Foa o.fl. (2000, 2009) benda á að mikilvægt sé að grípa snemma inn í með viðeigandi hjálp til að fyrirbyggja langvarandi afleiðingar áfalla. Því fyrr sem gripið er inn í því minni líkur eru á að ástandið verði langvinnt. LOKAORÐ Konur, sem hafa orðið fyrir áföllum vegna endurtekins ofbeldis og verið greindar í kjölfarið með geðröskun, eru tvímælalaust hópur sem nauðsynlegt er að gefa meiri gaum í framtíðinni. Rannsóknin vekur einnig upp spurningar um hvort áföll vegna endurtekins ofbeldis séu falinn vandi í þessum hópi og geti því haft þýðingu fyrir umönnun og stuðning við konur sem eru með geðrænan vanda. Mikilvægt er að koma af stað umræðu, auka skilning og dýpka þekkingu á áhrifum áfalla vegna endurtekins ofbeldis á kvíða og þunglyndi. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur með konum með geðræn vandamál, eru stéttir sem mikilvægt er að þekki einkenni og áhrif sálrænna áfalla vegna endurtekins ofbeldis. Með aukinni vitneskju er einnig hægt að grípa snemma inn í og koma þannig hugsanlega í veg fyrir langvarandi vanlíðan, að sjúkdómar hljótist af eða að sjúkdómar versni sem þegar eru til staðar. Að lokum, þar sem þátttakendur okkar voru aðeins konur er þörf á að rannsaka reynslu karla af sama fyrirbæri til að skilja fyrirbærið í heild sinni. Þakkir Þátttakendur í rannsókninni voru átta hugrakkar konur sem hafa reynt fjölmargt í lífi sínu en hleyptu eigi að síður rannsakanda óhikað þangað inn til að tjá sig um lífsreynslu sína og geta þannig orðið öðrum að liði. Höfundar þakka þeim fyrir framlag þeirra og þátttöku, án þeirra hefði rannsóknin ekki orðið að veruleika. Einnig eru þakkir færðar yfirmönnum Heimaþjónustu Reykjavíkur er gáfu leyfi fyrir rannsókninni, starfsmönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.