Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201042 dæmis vökvagjöf í æð eða sýklalyfjagjöf. Starfsmaður fylgir meðferðarferlinu en skráir ástæður þess að hann ákveður að víkja út frá því. Því verður meðferðarferlið einstaklingsmiðað þótt það sé vissulega staðlað. Notkun meðferðarferlisins krefst þess að reglulegt mat sé gert og felur í sér stöðuga ígrundun, áskoranir, gagnrýna hugsun, ákvarðanatöku og beitingu klínískrar færni (Ellershaw og Wilkinson, 2003; McNicholl o.fl., 2006). Hafa verður í huga að ef ástand sjúklings breytist til batnaðar eftir að meðferðarferlið er tekið í notkun er nauðsynlegt að endurskoða markmið meðferðar og getur það meðal annars falið í sér að taka á sjúkling af meðferðarferlinu þar sem hann er ekki lengur talinn deyjandi. Algengt er að um 2–3% sjúklinga, sem fara á ferlið, séu teknir af því aftur. Reynsla frá líknardeildinni í Kópavogi fyrir árið 2009 styður þetta. Þegar notast er við leiðbeinandi ferli eins og meðferðarferlið verður að hafa í huga að heilbrigðisstarfsfólk verður alltaf að beita þekkingu sinni og dómgreind þegar ákvarðanir og mat er gert og horfa á einstaklingsbundnar þarfir deyjandi sjúklings og aðstandenda hans. Þannig er unnið að því að stuðla að bestu mögulegu umönnun og meðferð við lífslok. Helsta gagnrýni, sem fram hefur komið á ferlið, er að verið sé að staðla of mikið þá umönnun og meðferð sem veitt er við lok lífs. Í því sambandi má benda á að einungis er um leiðbeiningar að ræða og skráning frávika gefur möguleika á einstaklingsfrávikum. Notkun ferlisins verður því aldrei betri en þekking og færni þess sem notar ferlið og mikilvægt er að fræðsla til starfsfólks fylgi innleiðingu á meðferðarferlinu. (Taylor, 2005). Gæðaverkefni á þremur deildum Landspítala Þrjár deildir á LSH tóku þátt í innleiðingu meðferðarferlisins sem gekk í stórum dráttum út á að: • Gera mat á núverandi skráningu á síðustu dögum eða klukkustundum lífs. Úttekt var gerð úr sjúkraskrám 20 látinna einstaklinga á hverri deild. • Innleiða ferlið: Kynningar, fræðsla til starfsfólks og notkun á ferlinu hafin. • Gera úttekt á skráningu eftir að 20 sjúklingar höfðu farið á ferlið á hverri deild. Gert var mat á skráningu úr sjúkraskrám að fengnu viðeigandi leyfi. Undirbúningur innleiðingar á deildunum, sem tóku þátt, fól meðal annars í sér kynningar og umræður um meðferðarferlið við yfirmenn og annað starfsfólk deildanna. Þriggja stunda fræðsla fór fram fyrir starfsfólk á deild um meðferðarferlið og alla þætti þess. Í kjölfar þess var byrjað að nota ferlið á viðkomandi deild og eftir að það hafði verið notað fyrir 20 sjúklinga var aftur gerð úttekt en nú á skráningu í meðferðarferlið. Eins og sjá má í töflu 1 var ferlið ekki notað fyrir alla sjúklinga sem létust á tímabilinu. Helsta ástæða þess var að teymismeðlimir voru ekki sammála um að viðkomandi sjúklingur væri deyjandi. Meðferðarferlið var því ekki tekið í notkun en viðkomandi lést einhverjum klukkustundum eða dögum síðar. Önnur algeng ástæða var að viðkomandi sjúklingi hrakaði það hratt að ekki vannst tími til að taka meðferðarferlið í notkun. Það kom á óvart hversu stuttan tíma sjúklingar voru á meðferðarferlinu á líknar­ deildinni í Kópavogi (17 klst.) og á 11­E (18 klst.) því fyrirfram var talið að sjúklingar væru almennt greindir deyjandi fyrr. Þetta er mun styttri tími en úttekt á landsvísu í Bretlandi 2008/2009 sýndi þar sem miðgildi tíma á sjúkrahúsum var 33 klst. (13–79) og hafði þá hækkað úr 30 klst. frá fyrri úttekt sem gerð var 2006/2007 (Marie Curie Palliative Care Institute og Royal College of Physicians, 2007, 2009). Í úttekt á 15 einingum í Svíþjóð var miðgildi tíma á ferlinu 38 klukkustundir. Sú úttekt náði til líknarheimila (28 klst.), heimaþjónustu (70 klst.), öldrunarheimila (29 klst.) og spítaladeildar (19 klst.) (Marie­Louise Ekeström, Stockholms Sjukhem, munnleg heimild, 8. sept. 2009). Miðgildi af þeim þremur deildum, sem tóku þátt í gæðaverkefninu á LSH, er 18 klukkustundir og er það skemmri tími en í Bretlandi og Svíþjóð. Ástæður þessa geta meðal annars verið þær að starfsfólk var að byrja að nota ferlið og átta sig á því eða þá að almennt eru yfirvofandi andlát greind seint á þessum deildum. Er það í samræmi við niðurstöður nýlegrar úttektar sem gerð var á bráðasjúkrahúsum í Bretlandi þar sem 49% sjúklinga eru greindir deyjandi Tafla 1. Fjöldi sjúklinga látnir á deild eftir að 20 meðferðarferlið voru notuð, miðgildi aldurs og tími á ferlin. Líknardeild Kópavogi Líknardeild Landakoti Deild 11 E Eftir 20 ferli höfðu 28 sjúklingar látist Eftir 20 ferli hafði 31 sjúklingur látist Eftir 20 ferli hafði 41 sjúklingur látist Miðgildi aldurs 68 ár (32–88) Miðgildi aldurs 83 ár (69–101) Miðgildi aldurs 63,5 ár (35–89) Miðgildi tíma á ferlinu 17 klst. (2–140) Miðgildi tíma á ferlinu: 43 klst. (1–177) Miðgildi tíma á ferlinu: 18 klst. (4–171)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.