Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 18

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 18
16 Þjóðmál SUmAR 2010 Ímeira en tuttugu mánuði hafa fjölmiðlar verið uppfullir af fréttum um afdrif við skipta­ bankanna þriggja sem féllu með fáeinna daga millibili í byrjun október 2008 . Svo mikil sam­ felld umfjöllun um eitt málefni er líkast til eins­ dæmi, en að auki var skipuð sérstök rannsóknar­ nefnd á vegum Alþingis sem með fjölmennu starfs liði ritaði gríðarlanga skýrslu um fall bankanna og þá hefur verið skipaður sérstakur sak sóknari efnahagsbrota til að fara með rann­ sókn sakamála er tengjast hinum föllnu bönkum . Allt er þetta kunnara en frá þurfi að segja . Fjárfestingabankinn Straumur­Burðarás hf . (Straumur) var einn af fjórum stærstu bönkum þjóðarinnar og var oftlega nefndur í sömu andrá og viðskiptabankarnir þrír . Straumur stóð nokkru lengur en viðskiptabankarnir, en svo fór að Fjármálaeftirlitið yfirtók rekstur hans hinn 9 . mars 2009 . Því máli var harla lítill gaumur gefinn og fram til þessa dags hefur sagan af endalokum Straums ekki verið sögð opinberlega . Hér verður greint frá að­ drag anda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Straums­Burðaráss . Í upphafi er þó rétt að glöggva sig á umfangi, umsvifum og hlut­ hafahóp Straums­Burðaráss . Fjárfestingabankinn Straumur­Burðarás Stærsti hluthafi Straums var Samson Global Holdings S .a .r .l . sem fór með rúmlega 34% hlut í bankanum, en um miðjan október 2008 var röð tíu stærstu hluthafa svofelld: 1 . Samson Global Holdings S .a .r .l . – 34,31% 2 . Landsbanki Luxembourg S .A . – 21,72% 3 . Landsbanki Íslands hf . – 5,78% 4 . Straumur­Burðarás fjárfestingab . hf . – 5,24% 5 . GLB Hedge – 3,66% 6 . Lífeyrissjóður verslunarmanna – 2,22% 7 . Kaupþing Ís­15 – 1,70% 8 . Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 – 1,50% 9 . Sameinaði lífeyrissjóðurinn – 1,12% 10 . Stafir lífeyrissjóður – 1,10% Hinn 16 . október 2008 voru hluthafar í Straumi alls 20 .039 talsins og nam hlutafé 10 .359 .144 .971 kr . að markaðsvirði . Tuttugu stærstu hluthafar bankans áttu þá samtals hlutafé að markaðsvirði 8 .808 .256 .924 kr ., en það var 85,04% af hlutafé bank ans . Bankinn var með starfstöðvar í sjö löndum; Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Póllandi og Tékklandi, auk Íslands . Stjórn bankans var skipuð fimm mönnum . Formaður stjórnar var Björgólfur Thor Björg­ ólfsson, alþjóðlegur fjárfestir, sem hefur sér hæft sig í fjárfestingum í lyfjaiðnaði, fjarskiptum og fjármálafyrirtækjum, einkanlega í Austur­ Evrópu, í gegnum félag sitt, Novator Partners LLP . Varaformaður stjórnar var Birgir Már Ragn arsson, hluthafi og einn af stjórnendum Novators Partners LLP . Aðrir stjórnarmenn voru Friðrik Hallbjörn Karlsson, hluthafi í Björn Jón Bragason Aðdragandinn að falli Straums­Burðaráss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.