Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 31
 Þjóðmál SUmAR 2010 29 dýpst um þessar mundir en strax hinn 9 . mars 2009 tóku markaðir að hjarna við . Stjórnvöld efnahagsmála voru á þessum tíma sem höfuðlaus her . Fjármálaeftirlitið var án forstjóra og minnihlutastjórnin sem sat að völdum lagði á það ofurkapp að koma bankastjórn Seðlabankans frá . Nýr seðlabankastjóri var ókunnur aðstæðum á Íslandi og hafði aðeins setið í þrjá daga þegar hér var komið við sögu . Að svo komnu máli var skynsamlegast að stjórn endur Straums færu fram á greiðslu stöðv­ un . En í stað þess að leyfa bankanum að fara þá leið, sem hefði komið kröfuhöfum hans best, var ákveðið að beita allra harðasta úrræði neyðar­ laganna og færa bankann undir skila nefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins . Sú ákvörðun var illa ígrunduð og tekin í skyndingu að því er virðist . William Fall, forstjóri Straums, taldi sér ekki sætt við þessar aðstæður, enda óvíst hvort ákvörðun stjórnvalda stæðist lög . William var nú fyrir skemmstu ráðinn einn af æðstu stjórnendum Royal Bank of Scotland . Fall Straums hafði víðtækar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf . Til að mynda gerði yfirtaka ríkisins á bankanum úti um mikla endurreisnaráætlun bankans hér innanlands, sem nefnd var Project Phoenix . Áform voru upp um að verja 500 milljónum evra til þessa verkefnis . Ný ríkisstjórn hafði sest að völdum í krafti þess að í hönd færu nýir tímar gagnsæis og fag legra vinnubragða . Öll atburðarásin í að­ draganda falls Straums­Burðaráss ber þvert á móti vott um margt það versta sem einkennt hefur íslenska stjórnsýslu . Við ritun þessarar greinar um fall Straums­Burðaráss er einkum stuðst við mikið magn heimilda frá fyrrverandi stjórn armönnum og stjórnendum Straums . Eins og að framan er lýst verður fátt fullyrt með vissu um hvað gekk á í íslenska Fjár mála eftirlitinu dagana áður en skilanefnd var sett yfir Straum . Höfundur átti viðtal við Gunnar Haraldsson, þáverandi formann stjórnar Fjármálaeftirlits, en segja má að hann verjist allra frétta . Ragnar Hafliðason, sem þá var starfandi forstjóri eftirlitsins, svaraði beiðni höfundar um viðtal með svofelldum hætti: „Ég hyggst ekki veita umbeðið viðtal um málefni Straums­Burðaráss fjárfestingarbanka hf .“61 Þá hefur núverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Þ . And ersen, meinað höfundi aðgang að nokkrum þeim upplýsingum er málið varða .62 Sömuleiðis hafa stjórnendur Seðlabankans neitað að afhenta höfundi nokkur gögn er þetta 61 Tölvupóstur Ragnars Hafliðasonar til höfundar, dags . 11 . nóvember 2009 . 62 Bréf Gunnars Þ . Andersen og Arnars Þórs Sæþórssonar til höfundar, dags . 3 . nóvember 2009 og 18 . janúar 2010 . mál varðar og þá biðjast yfirmenn bank ans undan því að ræða málið . Sturla Pálsson, fram kvæmda­ stjóri alþjóða­ og markaðssviðs bank ans, svaraði höfundi orðrétt svo í tölvu pósti: „Ég er bundinn trúnaði um það sem fer fram tengt einstökum bönkum og er því ónot hæfur sem heimild í þína rannsókn .“63 Arnór Sighvatsson, þáverandi aðalhagfræðingur bank ans, hefur ekki svarað beiðni höfundar um viðtal . Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár málasviðs Seðlabankans, ræddi stuttlega við höfund í síma vegna þessa máls, en að höfðu samráði við aðallögfræðing bankans, taldi hann sér óheimilt að upplýsa um nokkuð það sem máli þessu viðkemur . Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri, veitti höfundi viðtal í Ósló hinn 17 . desember, en því miður var hann vart fáanlegur til að tjá sig um þessi mál svo að nokkru gagni yrði . Höfundur fór þess á leit við efnahags­ og við skipta ráðuneyti, forsætisráðuneyti og Seðla­ banka að verða veittur aðgangur að gögnum 63 Tölvupóstur Sturlu Pálssonar til höfundar, dags . 3 . nóvember 2009 . Heimildaöflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.