Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 38
36 Þjóðmál SUmAR 2010 Hjónaskilnaður kvótahafa væri illmögulegur . Sama er að segja þegar bæði hjónin eru látin . Erfingjar hjónanna, sem áttu bílaverkstæðið, myndu erfa það en erfingjar kvótahafanna erfa ekkert nema skuldirnar . Sama er upp á teningnum ef þessi hjón ætla að hætta rekstri . Hjónin sem eiga bílaverkstæðið gætu selt það og hætt bílaviðgerðum, átt andvirðið til elli­ áranna eða notað féð í annan atvinnurekstur . Kvótahafarnir eiga ekki annars kost en að tapa sínum 100 milljónum . Ef ríkið á kvótann á ríkið einnig kvótahafana . Illt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti! Af þessu leiðir að hugmyndir 1 . gr . um sam­ eign þjóðarinnar, sem myndar ekki eignarrétt stenst engan veginn íslenskan veruleika eða réttarfar . Raunveruleg meðferð á kvótaeignum er heldur ekki í samræmi við 1 . gr . heldur í samræmi við reglur um eignarrétt eins og hann hefur verið skilinn frá ómunatíð skv . meginreglum laga og eðli máls . Lögsaga íslensks ríkisvalds M ikið af þeim hugtakaruglingi sem átt hefur sér stað í umræðum um sjávarútvegs mál felst í því að menn nota ekki hugtakið lögsaga ríkisins, heldur setja önnur hugtök í staðinn eins og sameign íslensku þjóðarinnar eða þjóðareign. Þessi tvö síðustu hugtök eru oft notuð um það sem hingað til hefur verið nefnt ríkiseign . Orðið ríkiseign er of hreinskilið og fráhrindandi orð eftir fall kommúnismans seint á níunda áratug síðustu aldar og því klæða menn orðið ríkiseign með hinu áróðurshlaðna orði þjóðareign. Reyndin er hins vegar sú að það sem menn kalla þjóðareign eru verðmæti, þjóðar hagsmunir, sem íslensk lögsaga nær yfir, t .d . lofthelgi, landhelgi, fiskveiði o .fl . Þetta þýðir ekki að ríkið eigi loftið eða lofthelgina, sjóinn, fiskinn eða landhelgina, heldur að lögsaga ríkisins nái til þess að setja lög og reglur um umgengni Íslendinga og útlendinga um þessi svið og mið . Því miður hefur skilningur hins opinbera á lögsagnarhlutverki sínu dvínað með allri þessari umræðu um þjóðareign og eigna græðgi ríkisvaldsins . Ríkisvaldið hefur misnotað lög­ sagnarumboð sitt til þess að leggja eignir landsmanna undir ríkisvaldið . Það hefur myndast gjá á milli ríkisvaldsins og landsmanna . Í vaxandi mæli telur ríkisvaldið sig ekki eiga að hafa afskipti af eignum og rekstri nema það sjálft sé eigandi að hvoru­ tveggja . Eignir og rekstur í einkaeign njóta æ minni umhyggju og eftirlits hins opinbera og er hrun bankakerfisins skýrasta dæmið . Í krafti lögsögu sinnar getur ríkisvaldið stuðlað að því með góðri löggjöf og eftirliti að atvinnulífið skapi mestu og bestu verðmætin . Ríkisvaldið beitir lögsögu sinni í gegnum fjölda stofnana, svo sem lög reglu, fjár mála­ eftir lit, umferðareftirlit, loftferða eftirlit, land­ helgis gæslu, fiskistofu, sóttvarnar eftirlit, dóm­ stóla o .fl . Það er engin nauðsyn fyrir ríkið að eiga sjálft alla skapaða hluti . Þvert á móti gengur því betur að stjórna ef það er hlutlaust en þarf ekki að hafa jafnframt eftirlit með sjálfu sér . Margt hefur verið bent á sem betur mætti fara í íslenskri útgerð en fyrning kvótans leysir ekkert af þeim vanda . Hún skapar ný og enn stærri vandamál . Lögsaga ríkisvaldsins gerir mögulegt að leysa flestallan vanda fiskveiðimála innan ramma stjórnarskrárinnar ef það er gert í sátt og samlyndi við hagsmunaaðila . 6 . Miklar loftslagsbreytingar hafa ítrekað orðið í jarð sögunni . 7 . 0,7° hækkun meðalhita á jörðinni síðustu hundrað ár er í fullu samræmi við þekktar náttúrulegar lang­ tíma hitabreytingar . 8 . Kenningum Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð anna (IPCC) er aðallega haldið á lofti af um 60 vís inda ­ mönn um en ekki 4 .000 eins og jafnan er staðhæft . 9 . Í hinu svokallaða Climatgate­hneyksli gaf tölvu­ póstur frá breskum vísindamönnum til kynna að staðreyndum og vísindalegum upplýsingum væri skipulega hagrætt til að ýkja hlýnun jarðar . 10 . Mjög margar vísindarannsóknir gefa til kynna að meginhluta loftslagsbreytinga síðustu alda megi rekja til sólarinnar . Úr blaðinu Human EvEnt . 5 fleiri ástæður til að segja að hlýnun jarðar sé ekki af mannavöldum (sjá bls . 15)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.