Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 54
52 Þjóðmál SUmAR 2010 að berast . Með öðrum orðum, að nefndin sé í raun búin að mynda sér skoðun og naglfasta niður stöðu og „andmælarétturinn“ sé aðeins lögfræðileg gluggaskreyting . Raunar blasir enn ljósar við, að ekkert þessara atriða, sem vikið er að í bréfinu til mín, hvorki eitt þeirra sér né öll saman höfðu nokkuð með það að gera að íslenska bankakerfið hrundi . Ástæður þess hruns liggja annars staðar . Þá er athyglisvert að nefndin lætur verksvið sitt ná fram yfir formlegt fall Glitnis banka, en ekki Landsbanka og Kaupþings . Þær upp­ lýsingar sem nú liggja fyrir benda ótvírætt til að Glitnir hafi í raun verið búinn að tapa sín um rekstrarlegu forsendum löngu áður en bank inn leitaði óformlega til bankastjórnar Seðla bank ans og gerði grein fyrir stöðunni . Það hafði Seðla­ banki Íslands ekki aðstöðu til að vita . Hann hafði engar valdheimildir eða færi á að rannsaka þennan banka innan frá og sjá að yfirlýsingar stærstu alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofa lands ins gáfu alranga mynd af eignastöðu hans og rekstrargrundvelli og Fjármálaeftirlitið hafði ekki séð ástæðu til eða ekki haft bolmagn til að sannreyna skýrslur og staðhæfingar endur­ skoðendanna . Í ljós kom að bankinn var í raun fallinn miklu fyrr en nokkurn grunaði og þó að endurskoðaðir reikningar gæfu annað til kynna, sem og lánshæfismat alþjóðlegra matsfyrirtækja . Aðgerðin sem framkvæmd var í septemberlok var því í raun liður í því að lenda fjármálakerfinu með þeim hætti að það sogaði ekki ríkissjóð niður með sér í fallinu, vernda gjaldeyrisforða þjóðarinnar og tryggja rekstur greiðslukerfisins . Þetta tókst allt í meginatriðum, sem hlýtur að teljast á móti öllum líkum . Það er því villandi að taka Glitni fyrir með þeim hætti sem gert er í 8 . töluliðs bréfs til mín og gefa þar með í skyn að það falli innan ramma sem nefndinni er settur, þar sem bankinn var í raun fallinn . Eftir á upplýsingarnar taka af öll tvímæli um þetta . Þegar ég hef farið í gegnum efni bréfsins á þann hátt sem hér á eftir verður gerð grein fyrir, læðist að mér sá grunur að nefndin sé að reyna að halda þeim góðum sem hæst hafa hrópað á götum úti og eins þeim sem horn kunna að hafa í síðu minni af stjórnmálalegum ástæðum . Kemst þá nefndin ekki hjá að láta þessa viðleitni sína einnig bitna á félögum mínum í bankastjórninni . Því verður þó varla trúað að óreyndu að nefndin ætli að láta þá staðreynd, að rannsóknarumboð hennar er takmarkað, leiða til þess að óverðskulduðum áfellisdómum verði komið á þá sem unnu samviskusamlega eftir lögunum og sem spornuðu gegn og vöruðu við þeirri þróun sem var að verða, eins oft og eins hátt og eins opinberlega og framast var unnt, um leið og reynt var að gæta þess vandlega að slíkar viðvaranir myndu ekki sjálfar ýta undir tjón í bankakerfinu eða flýta því . Verði þetta reyndin mun þessi nefnd skrá nafn sitt í sögubækur á Íslandi á annan hátt en til var stofnað, þegar henni var komið á fót . V Hér fer á eftir umfjöllun um einstök atriði sem nefndin segist „hafa til at­ hug unar“ . Eftir að Alþingi samþykkti neyðarlög og eftir að forgangs­ röðun krafna var þar með breytt urðu veð Seðlabankans allt önnur en þau voru, þegar lán voru veitt og veð samþykkt . Ef sama yrði gert í Evrópusambandinu er hægt að fullyrða með allt að fullri vissu að flestir seðlabankar Evrópu yrðu í einni svipan það sem hefur verið kallað hér á landi „tæknilega gjaldþrota“ . Er nefndin virkilega að gefa til kynna að bankastjórnin hefði mátt sjá neyðarlögin fyrir og hefði átt að haga veðkröfum sínum þannig að þau tækju mið af því að forgangsröð krafna yrði með lögum breytt með afturvirkum hætti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.