Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 61

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 61
 Þjóðmál SUmAR 2010 59 „tjón“ SÍ hefði orðið 40% af því sem það varð, ef neyðarlögin hefðu ekki komið til . Hið bók­ haldslega tjón bankans hefði því án neyðar laga orðið 60 til 80 milljarðar króna, sem var innan við eiginfé bankans . Tjón annarra sem lánuðu íslensku bönkunum, og trúðu eins og hann endur skoðuðum reikningum um eignastöðu þeirra, varð nálægt 5000 milljörðum króna . Innan við 5% af heildartjóninu lendir því á Seðla bankanum (innan við 2% án neyðarlaga) og hlýtur það á alla mælikvarða mælt að teljast ótrú lega vel sloppið . Um leið tókst Seðla bank­ anum að verja gjaldeyrisforða sinn svo að þar tapaðist ekki neitt, en algengt var að í öllu þessu umróti töpuðu seðlabankar á milli 15 og 25 % af gjaldeyrisvarasjóðum sínum . Ætli nefndin sér í raun að starfa eftir lögunum um sjálfa sig og leita fyrst að sannleika og síðar að sök, hlýtur hún að sýna þessu síðasta atriði áhuga . Nefndin getur þess sérstaklega sem röksemda­ færslu fyrir því að Seðlabankinn hefði getað hert veðkröfur sínar umtalsvert, að það hafi Seðla­ banki Lúxemborgar og Seðlabanki Evrópu gert nokkrum sinnum gagnvart Íslandi . Þetta er mjög ónákvæmt hjá nefndinni . Seðlabanki Lúxem borgar breytti engum veðlánareglum gagnvart íslenskum bönkum . Það giltu engar sérreglur þar um þá . Þeir tóku öll sín „óvörðu“ lán þar eftir þeim reglum sem almennt giltu gagnvart Seðlabanka Evrópu, sem Seðlabanki Lúxemborgar annaðist veðlán fyrir gagnvart bankastofnunum sem þar störfuðu . Seðlabanki Lúxemborgar hótaði einfaldlega að beita geðþóttavaldi, sem hann taldi sig hafa samkvæmt reglum Seðlabanka Evrópu, ef íslensku bank­ arnir drægju ekki úr lausafjárfyrirgreiðslu sinni hjá honum . Lántaka íslensku bankanna hjá Seðlabanka Lúxemborgar var þá um 5 milljarðar evra, sem var svipuð fjárhæð og þeir höfðu að veðláni hjá Seðlabanka Íslands . Á þeim tíma voru aðeins um 10% af tekjum þeirra og eignum í útibúum þeirra í Lúxemborg og nam lánafyrirgreiðsla þeirra þar nærri 25% af heildarútlánum til banka þar í landi . Þetta fannst stjórnendum Seðlabanka Lúxemborgar orðið óeðlilega mikið, og þarf engan að undra . Mið að við umfang íslenskrar bankastarfsemi í Lúx emborg var veðlánafyrirgreiðslan þar marg­ föld á við fyrirgreiðslu seðlabanka heima ríkis íslensku bankanna . Þótt yfirmenn Seðla banka Lúxemborgar tækju fram að íslensku bank arn ir hefðu hvorki brotið lög né heldur reglur Seðla­ banka Lúxemborgar knúðu þeir á um, með lítt dulbúnum hótunum, að íslensku bankarnir drægju „sjálfviljugir“ úr sókn sinni í veðlán í Seðlabanka Lúxemborgar . Um það var gert „sam­ komulag“ og það samkomulag þrengdi auðvitað enn veika stöðu íslenska bankakerfisins og flýtti fyrir falli þess . Seðlabanki Íslands varð í öllum sínum ákvörðunum að gæta þess að íslenska peningakerfið yrði ekki fyrir óþarfa höggum eða væri stefnt í hættu . Þar sem starfsemi dótt­ ur félaga íslensku bankanna í Lúxemborg var svo lítill hluti af bankakerfinu þar í landi og aðeins örstærð miðað við það bankakerfi sem féll undir Evrópska seðlabankann, gat bank­ inn í Lúxemborg áhættulaust sett þessa þumal­ skrúfu á íslensku dótturfélögin . Enda sýndi það sig þegar þessir bankar féllu, að engin keðju­ verkandi áhrif urðu í Lúxemborg . En eftir stendur að röksemd nefndarinnar í bréfi til undirritaðs um að breytingar á veðlánareglum Seðla banka Lúxemborgar sýni og sanni að Seðla banki Íslands hefði einnig getað breytt sínum reglum eru fullkomlega staðlausir stafir . Í fyrsta lagi var engum reglum breytt, og Seðla­ banki Íslands hefði ekki getað leyft sér þá fram­ göngu sem Seðlabanki Lúxemborgar gerði vegna áhrifa á peningakerfið . Þá er rétt að geta þess að fullyrðing í bréfi nefndarinnar á bls . 3 um að undirritaður hafi komið til skýrslutöku hinn 7 . ágúst 2008 er hæpin, vegna þess m .a . að þá höfðu bankarnir enn ekki hrunið og nefndin var ekki til . Um tölulið 2 í sama kafla Varðandi athugasemdir nefndarinnar um þennan lið hefur hún ekki tilgreint þær reglur í settum lögum sem þessi athugasemd er studd við . Í athugasemdum við frumvarp um nefndina kemur skýrt fram, að séu athugasemdir nefndarinnar um mistök og vanrækslu byggðar á lagatúlkun sé nefndinni einnig rétt að reifa hana . Það gerir nefndin ekki . Hún nefnir hvorki skráð né óskráð lög . Því ber að álykta að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.