Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 65
 Þjóðmál SUmAR 2010 63 liði í reikningum bankanna, þ . á m . um inn­ stæður erlendra aðila í íslenskum bönkum . Nauð syn legt er að minna á að innlán erlendra aðila í íslenskum bönkum voru að langmestu leyti í starfsstöðvum þeirra erlendis . Innlán í gjaldeyri voru því nánast að fullu annars staðar en í starfsstöðvum bankanna á Íslandi . Það skipti því litlu fyrir mat á stöðu bankanna á þeim tíma sem um ræðir hvort nákvæmar upplýsingar lægju fyrir um „skiptingu innlána erlendra aðila milli útibúa bankanna erlendis og starfsstöðva þeirra hér á landi“ . Upplýsingar um skiptingu innlánanna á milli starfsstöðva á Íslandi og erlendis skiptu ekki sköpum fyrir mat á fjármálastöðugleika í lok sumars 2008 eins og gefið er í skyn í bréfi yðar . Yfirsýn Seðlabankans yfir framvindu innlána erlendra aðila var góð og upplýsingaöflun hans í samræmi við alþjóðlegar kröfur . Upplýsingar Seðlabankans um innlán í útibúum bankanna voru ítarlegri en staðall Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kvað á um . Að því er varðar fjárstýringu Landsbankans liggur fyrir að hún var í Reykjavík og ekki skiptir höfuðmáli hvar lausaféð liggur svo lengi sem gætt er að heildarlausafjárstöðunni . Minna má á að síðla sumars 2008 varðveitti Landsbankinn verulega fjárhæð í sterlingspundum í Seðlabanka Íslands . Ég minni einnig á að síðla sumars 2008 og fram að hruni vann Landsbankinn að því í samstarfi við breska fjármálaeftirlitið að undirbúa flutning innlána frá útibúinu í London í dótturfyrirtæki sem hefði hugsanlega falið í sér flutning einhverra eigna bankans frá Íslandi til Bretlands . Að síðustu minni ég á að Seðlabankinn fylgdist vel með lausafjárstöðu Landsbankans, sérstaklega frá því snemma árs 2008 þegar tíðni og sundurliðun reglulegrar upplýsingagjafar var aukin til muna auk þess sem samtöl voru tíð . Seðlabankinn hafði því góða yfirsýn yfir lausfjárstöðuna . Fundur bankastjóra Englandsbanka og Seðla banka Íslands í mars 2008 var gagnlegur og leiddi m .a . til aukins samráðs eins og að fram an greinir . Í bréfi yðar er sérstaklega gefið í skyn að í kjölfar fundarins hefði Seðlabankinn átt að ganga eftir glöggum upplýsingum um innlánin . Það gerði bankinn eins og að framan greinir og var engin ástæða talin til þess að efast um réttmæti þeirra . Hvernig þessum málum var nákvæmlega háttað í lok sumars 2008 og hve miklu af innstæðunum hafði verið ráðstafað til Íslands á þeim tíma skipti ekki sköpum um mat á fjármálastöðugleika þá . Aðrir kraftar voru að verki á þeim tíma sem íslensk stjórnvöld höfðu ekki á valdi sínu að hafa áhrif á . Minna má á að ýmsar stofnanir og greinend­ ur gerðu úttektir á íslensku fjármálakerfi 2008 . Moody‘s birti skýrslu snemma árs um burði Íslands til þess að takast á við banka áfall, Seðla­ bankinn birti skýrslu sína um fjármála stöðug­ leika í lok apríl . Sérfræðingar sænska seðla bank­ ans komu til Íslands í lok apríl og fóru yfir stöðu bankanna og sömdu um hana minnisblað . Þeir komu á ný í fyrri hluta september . Að beiðni Seðlabankans komu sérfræðingar Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins til Íslands í apríl, nánast án fyrirvara, reglubundnar viðræður sérfræðinga sjóðsins og íslenskra stjórnvalda fóru fram í júní . Að frumkvæði íslenskra stjórnvalda gerðu síðan sérfræðingar sjóðsins sérstaka úttekt á íslenska fjármálakerfinu í júní og júlí (svo kallaða FSAP úttekt – slíkar úttektir höfðu áður verið gerðar 2000/2001 og 2003 og fylgt eftir að hluta, fyrir atbeina Seðlabankans, í árlegum reglulegum heimsóknum sérfræðinga sjóðsins) . Sjóðurinn gerði því óvenju ítarlegar úttektir á Íslandi vorið og sumarið 2008 . Skýrslur um þær eru aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins . Þótt staða íslenskra banka væri talin erfið var í engri þessara úttekta og skýrslna spáð hruni þeirra . Atburðir í Bandaríkjunum um miðjan september breyttu öllu . Enginn sá þá fyrir . Varðandi tölulið 3 í sama kafla Í þessum tölulið er, sem víðar, ekki vísað til nokk urrar lagagreinar sem Seðlabankinn hafi ekki fylgt . Undir þessum tölulið er fjall­ að um innistæðusöfnun í Bretlandi og um trygg ingasjóð innistæðueigenda . Sá sjóður heyrði ekki undir bankastjórn Seðlabanka Ís­ lands með neinum hætti heldur féll skipu­ lagslega undir viðskiptaráðuneytið og laut for mennnsku þaðan . Ekki skortir vitneskju um að Seðlabankinn og bankastjórn hans var mjög fylgjandi því að útibúi Landsbankans í Bretlandi yrði breytt í dótturfélag og áhættan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.