Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál SUmAR 2010 var komið, þó að vettvangurinn væri húsa­ kynni Seðlabankans . Farið var yfir málið á sam eiginlegum fundum sem forsætisráðherra stýrði þar sem bankastjórn Seðlabankans, for­ stjóri Fjár málaeftirlitsins og fleiri lögðu sitt af mörk um . Þar var engin ákvörðun tekin . Ráð­ herr arnir héldu síðan á lokaðan fund með sínum embættismönnum og því liði sem þeim fylgdi . Bankastjórn Seðlabankans var ekki á þeim fundi . Hann mun hafa staðið í tæplega tvær klukkustundir . Þar var ákvörðun tekin, þó líklega með þeim fyrirvara að ekki yrði andstaða við hana í ríkisstjórn . Ráðherrarnir hringdu í alla ráðherrana, eftir því sem okkur í bankastjórninni var sagt, og fengu samþykki þeirra, eða a .m .k ekki andstöðu . Þá voru fulltrúar stjórnarandstöðu kallaðir til og þeir upplýstir um málið . Var þeim kynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og hefur ekki komið fram að þeir hafi gert ágreining um hana . Forsætisráðherra, ásamt for manni bankastjórnar, átti síðan fund með for manni bankaráðs Glitnis og bankastjóra hans og tveimur hæstaréttarlögmönnum, sem Glitnis­ menn óskuðu eftir að fengju að vera viðstaddir fundinn . Þar gerði forsætisráðherra grein fyrir tilboði ríkisstjórnarinnar . Hefði það ekki verið samþykkt, þegar dagur rynni, næði málið ekki lengra .Var það í samræmi við álit og kröfu forstjóra Fjármálaeftirlitsins að ákvörðun yrði að liggja fyrir þegar „markaðir“ yrðu opnaðir . Ekki minnist ég þess að ágreiningur hafi verið um þetta mat forstjórans . Varðandi tölulið 7 Undir þessum tölulið segist nefndin hafa „til at hugunar“ hvort Seðlabanki Íslands hefði átt að afla sér upplýsingar milliliðalaust á grund­ velli 1 . mgr . 29 . laga nr . 36/2001 . Sú grein veitir Seðlabankanum engar slíkar heim ildir umfram hefðbundna hagtalnaöflun og upp­ lýs ingasöfnun af því tagi . Í þessum lið virðist nefndin gefa sér að menn séu enn að fást við mat á þrautavaralánsmáli . Eins og fram er komið fólst það ekki í undirbúningskynningu Glitnismanna á væntanlegu erindi sínu, þótt slíka ályktun mætti draga í fyrstu . Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að bank an um beri að stuðla að virku og öruggu fjár mála kerfi, þ .m .t . greiðslukerfi í landinu við útlönd . Um þetta síðastnefnda segir í athuga­ semdum með frumvarpi að lögunum orðrétt: „Áherslan á virkt og öruggt fjármálakerfi er í samræmi við þá auknu áherslu sem lögð er á það í seðlabönkum flestra landa að stuðla að öryggi fjármálakerfisins, þ .e . að tryggja fjár­ mála stöðugleika . Þetta er vaxandi verkefni í Seðla banka Íslands og nauðsynlegt þykir að kveða sérstaklega á um það í lögum . Í þessu felst ekki að bankinn feti sig inn á verk svið Fjár málaeftirlitsins . Fjármálaeftirlitið hefur hlut verki að gegna sem skilgreint er í lögum um op in bert eftirlit með fjármálastarfsemi . Það bygg ist m .a . á því að fylgjast með því að stofn­ anir sem sæta eftirliti Fjármálaeftirlits starfi í sam ræmi við lög og reglur sem um starf semina gilda . Athygli Seðlabankans beinist ekki að þessu og síður að einstökum stofnunum en verk efni Fjármálaeftirlitsins .“ Þessi athugasemd við frumvarp að lögunum, sem er mjög afdráttarlaus, svarar vel þessari „at­ hugun“ og er að auki eindregið í samræmi við áminningu umboðsmanns Alþingis í skýrslu hans til Alþingis, sem áður er getið um, og sjón ar mið fræðimannanna Ólafs Jóhann es son ar og dr . Páls Hreinssonar . Blasir raunar við, að því er ekki haldið fram að Seðlabankinn hafi tekið ranga ákvörðun út á við þessa daga, og þar sem ætluð „mistök“ og „vanræksla“ starfsfólks bankans eru augljóslega tæmandi talin í bréfi nefndarinnar, liggur fyrir að slíkt þykir ekki koma til álita . Hugleiðingar nefndarinnar snúa að vinnulagi innan bankans, en því hefur ekki verið haldið fram að það hafi haft áhrif á atburðarás utan Seðlabankans .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.