Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 75
 Þjóðmál SUmAR 2010 73 menn halda öllum rétti til að fá atbeina sak­ sóknara til að fara yfir og ákæra, ef þurfa þykir, lögreglumenn sem eru að reyna að hemja slíka, ef þolanda þykir of hart á sér tekið . En þeir borgarar sem þurfa að lúta störfum þessarar sérstöku rannsóknarnefndar, sem þó getur beitt þá margvíslegum þvingunarúrræðum, jafn vel fangelsishótunum, eru fyrirfram sviptir marg­ víslegum réttindum sem framantaldir brota­ menn eða ætlaðir brotamenn halda að fullu . Einhverjar skýringar hljóta að vera á þessari sérstöku umgjörð og óvenjulegu friðhelgi, þótt þær liggi ekki í augum uppi . Eða hvort skyldi vera sanngjarnara, að þeir sem á fáeinum klukkutímum þurfa að bregðast við stærstu spurn ingum, séu eltir með smásmyglislegum stjórn sýslusjónarmiðum, á meðan þeir sem hafa heilt ár til að vanda sig og taka sér þann tíma sem þeir þurfa, jafnvel lengri en lög leyfa, séu eftir sömu lögum fast að því friðhelgir? En hitt er augljóst, fyrst svona er í pottinn búið og borgarar, sem sæta sérstakri athugun, og eru um leið sviptir margvíslegum borgaralegum réttindum gagnvart opinberri nefnd, að þá verður sú nefnd á móti að sýna sérstaka aðgát . Hún verður að gæta allra meðalhófsreglna af enn meiri festu en þó er ætíð nauðsynlegt . Hún má ekki fara offari í neinu og vera með getsakir byggðar á geðþótta og litaðri afstöðu einstakra nefndarmanna . Því miður bendir margt í bréfi nefndarinnar til mín til þess að slíkum sjónar­ miðum hafi nefndin brugðist . En hún hefur þó enn tækifæri til að bæta úr . Árétta verður að nefndin getur ekki látið eins og þeir sem hún biður um skýringar frá hafi haft alla þá sömu vitneskju og nefndin hefur nú . Hún hefur haft heilt ár til að sanka þeim að sér og með ótakmörkuð úrræði til að gera það . Þótt bréf nefndarinnar til mín virðist bera það mjög með sér að hún hafi alls ekki gætt nægjanlega að framangreindum atriðum, þá verður að byggja á því, þar til annað sannast, að hún hafi fullan hug á að gera það, þegar sjónarmið mín og skýringar liggja fyrir . Þær eru þó ekki eins tæmandi og ég hafði fullan hug á að tryggja vegna hins óvenjulega stutta tíma sem veittur var til andmæla og gerði manni, sem gegnir jafnframt fullu umfangsmiklu starfi mjög örðugt fyrir um viðfangsefni sitt . Nefndin verður að hafa í huga að Seðla­ bank anum bar að leitast við að tryggja að peningakerfið í landinu gæti gengið hnökra­ laust . Þetta er viðamikið og snúið verkefni við venjulegar aðstæður, en óhætt er að segja að starfsfólk bankans hafi unnið stórvirki ásamt því fólki sem kallað var fyrirvaralaust inn í bankann til aðstoðar . Nánast allt bankakerfið hrundi á einni viku . Seðlabankanum tókst samt að tryggja að innra peningakerfið virkaði nánast að öllu leyti, þrátt fyrir stórbrotið áfall sem enginn gat haft reynslu af . Íslenskir korthafar út um allan heim fundu vart að neitt hefði gerst . Seðlabankinn ábyrgðist innistæður allra greiðslukorta, hann ábyrgðist innflutning á alls kyns nauðsynjum, svo sem eins og olíuvörum . Unnið var dag og nótt í bankanum, langt umfram allar venjulegar skyldur starfsmanna . Það er enginn vafi á að við þessar aðgerðir allar gæti vel hugsast að bankastjórnina hafi í sumum efnum skort lagaheimildir til verka . Og eins er hugsanlegt að einhver stjórnsýsluákvæði hafi verið brotin . Vera má að of fá bréf hafi verið skrifuð, réttir starfshópar hafi ekki verið boðaðir til fundar samkvæmt leiðbeiningum í rauðum, bláum og jafnvel gulum bókum og þar fram eftir götunum . Sjálfsagt kann að vera rétt að nefnd fari nánar út í slík áhugaverð álita efni . En bankastjórnin og starfsfólk bank­ ans má hins vegar vera stolt og hnarreist yfir fram göngu sinni þessa dagana . Annað aðalverkefni Seðlabankans er að varðveita gjaldeyrisvarasjóð landsmanna . Á rétta verður að nefndin getur ekki látið eins og þeir sem hún biður um skýringar frá hafi haft alla þá sömu vitneskju og nefndin hefur nú . Hún hefur haft heilt ár til að sanka þeim að sér og með ótakmörkuð úrræði til að gera það .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.