Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 77
 Þjóðmál SUmAR 2010 75 þó hafa til athugunar . Þegar lögunum (og reglunum) sleppir er ein göngu geðþóttamat nefndarmanna eftir til við miðunar . Áður en nefndin tekur til að útlista töluliði 1 til 8 í III . kafla bréfs síns telur hún rétt að árétta eftirfarandi: „Nefndin tekur fram að við mat á því hvaða atriði í störfum yðar, athafnir eða athafnaleysi, kunni að falla undir „mistök eða vanrækslu“ í framangreindum skilningi, og yður er hér gefinn kostur á að senda nefndinni athugasemdir um, hefur nefndin sérstaklega horft til hvað telja megi að hafi öðru fremur haft þýðingu í aðdraganda og um orsakir að falli bankanna og afleiðingar þeirra atburða .“ Nú er það svo að hver læs maður sér það í sviphendingu að ekkert þeirra atriða sem til „athugunar“ er í töluliðum 1–8 hefur „öðru fremur“ haft þýðingu fyrir þá atburðarás sem leiddi til falls bankanna . Þegar þetta tvennt er skoðað saman, að ekkert „athugunarefnanna“ er til komið vegna brota á hinum tilgreindu lögum, sem Alþingi hefur falið nefndinni að huga sérstaklega að og hitt sem nefndin gefur sér sem forsendu, að þau skuli „öðru fremur“ hafa haft þýðingu fyrir fall bankanna, getur niðurstaðan aðeins orðið ein . Eina málefnalega og sanngjarna niðurstaðan sem hægt er að komast að er að bankastjórnin þáverandi hafi hvergi gerst sek um mistök eða vanrækslu sem hægt er að fella undir þessi skilyrði . Reynir nú aðeins á manndóm nefndarmanna og að þeir séu ráðnir í að láta ekki annað en málefnaleg sjónarmið hafa áhrif á orð sín og gerðir . ÚTDRÁTTUR Töluliðirnir frá 1–8 fjalla um eftirtalin efni og útdráttur fylgir úr skýringum sem gefnar hafa verið hér á undan . 1 A thugasemdir undir þessum tölulið fjalla um veðlán Seðlabanka Íslands . Nefndin veltir því upp hvort að Seðlabankinn hefði mátt krefjast stærri hluta af tryggðum veðum á kostnað svokallaðra óvarinna bréfa . Það voru bréf sem stærstu bankar landsins ábyrgðust með eignum sínum, og voru lengstum talin öruggustu bréf á markaði næst á eftir beinum og óbeinum skuldabréfum ríkissjóðs . Nefndin rökstyður þessar hugleiðingar sínar með því að þetta hafi aðrir seðlabankar verið að gera um Annað aðalverkefni Seðla­bankans er að varðveita gjald eyris varasjóð landsmanna . Flest ir seðlabankar heims töpuðu verulegum hluta gjaldeyrisvarasjóðs síns í því umróti sem varð frá 15 . september og mánuðina þar á eftir . . . . „Öruggar“ fjár mála stofnanir fóru á höfuðið, langt yfir 100 í Bandaríkjunum einum, sumar virtar mjög eftir að hafa starfað áfallalaust í meira en heila öld . „Traust“ fyrirtæki fóru einnig um koll og verðmæti sem pappírar stóðu fyrir töpuðust . Því var ekki að undra þótt ýmsir seðlabankar töpuðu á milli 15 og 25 prósent af gjaldeyrisforða sínum . Íslenski seðlabankinn tapaði ekki krónu í erlendri mynt . Ástæðan var sú að hann hafði fest fé sitt af mikilli varúð . . . Og þeir, sem fremur vilja leita sannleika en framleiða hann, munu viðurkenna að það var mikið gæfuverk að banka stjórn Seðla bankans lét ekki undan margvíslegum þrýstingi í að­ drag anda bankahruns um að henda gjaldeyrisforða þjóðarinnar á bálið í þeirri von að við það myndi allt lagast eins og margir virtust trúa á .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.