Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál SUmAR 2010 þesssar mundir og tekið er dæmi af Seðlabanka Lúxemborgar, sem þjónustuaðila fyrir Seðla­ banka Evrópu, gagnvart dótturfélögum ís lensku bankanna í Lúxemborg . Skoðun leiðir í ljós að þetta voru aðrir bankar einmitt ekki að gera um þessar mundir . Þeir voru þvert á móti um þær mundir að rýmka mjög veðlána regl ur sínar, en alls ekki að þrengja þær, í því skyni að koma til móts við lausafjárhungur banka stofnana í hverju landi fyrir sig . Nefndinni er bent á heimildir sem staðfesta þetta, en eru reyndar á allra vitorði . Tilvitnun nefndari nnar í Seðlabanka Lúxemborgar er byggð á misskilningi . Hann breytti ekki veðlánaregl um sínum, en ákvað að eigin geðþótta að ís lensku dótturfélögin yrðu að draga úr slíkum lánum, sem voru orðin hlutfallslega miklu meiri en allra annarra banka þar í landi, og hlutfallslega margföld á við þá veðlánafyrirgreiðslu sem Seðlabanki Íslands veitti sjálfur bönkunum í eigin heimalandi . Í annan stað liggur fyrir að íslenski seðlabankinn beitti veðlánareglum sem voru algjörlega sambærilegar við reglur Evrópska seðlabankans, að öðru leyti en því að reglur þess íslenska voru að nokkru þrengri . Þessi liður hefur þess utan ekkert að gera með fall bankanna, svo sem augljóst má vera, og hvergi var brotið gegn framangreindum lögum eða reglum . 2 Athugasemdir undir þessum tölulið eru byggðar á því annars vegar hvort ekki hefði verið æskilegt að hefja fyrr en gert var söfn un og sundurgreiningu upplýsinga um skipt ingu innlána erlendra aðila á milli útibúa bank anna erlendis og starfsstöðva þeirra hér á landi . Þessi liður varðar að sjálfsögðu í engu brot á framangreindum lögum og reglum . Þá getur þessi hugleiðing ekki haft neitt með fall íslensku bankanna að gera . Þótt upplýsingar um stöðu einstakra efnahagsliða í tiltekinni starfsstöð, erlendri eða innlendri, væru fróðlegar, þá hafa þær enga mælanlega þýðingu fyrir styrk íslensku bankanna eða getu þeirra til að mæta áföllum . Engar reglur hafa nokkru sinni bannað tilfærslu fjár á milli einstakra eininga innan banka, þannig að þetta álitaefni hlýtur að vera á einhverjum misskilningi byggt . – Þá víkur nefndin undir þessum lið að áhyggjum, sem hún telur að Englandsbanki hafi haft um hugsanleg áhlaup á útibú Landsbankans í Bretlandi . Ýtarlegri upplýsingasöfnun um stöðu einstakra rekstrareininga á tilteknum liðnum tíma, sem gátu breyst mjög hratt, hafði ekkert að gera með þá áhættu sem Englandsbanki reifaði . Hún laut allt öðrum lögmálum . – Þá virðist einnig vera athugunarefni undir þessum tölulið, hvort Seðlabanki Íslands hefði veitt Englandsbanka nægilegar upplýsingar . Þarna virðist vera mjög langt seilst um áfellisefni . Enginn vottur að lagaskyldu var til í þessa veru . En þess utan var staðreyndin sú að frá vormánuðum 2008 var þéttara samband og er þar með talin upplýsingagjöf, við Englandsbanka en flesta aðra seðlabanka . Þessi athugasemd á því ekki við, svo ekki sé fastara kveðið að orði . 3 Þessi liður tekur, eftir því sem best verður séð, til starfsemi banka erlendis og söfnunar innlána þar og upplýsingasöfnunar þar að lútandi, sbr . og tölulið 2 og um það hvort Seðlabankinn hefði átt að sporna gegn þessari innlánasöfnun, boða til þess aðgerðir og óska eftir tímasetningu áætlana um dótturfélagavæðingu . Ekkert af þessu síðast talda var á verksviði og valdsviði Seðlabankans . Í lögum nr . 161/2002, 36 . grein, má fá góðan Nefnd, sem getur ekki svarað því fyrr en að rúmur dagur lifir af níu daga andmælarétti, hvort að slíkur frestur verði framlengdur, ætti að skilja að lífið getur verið flókið, þegar heilt bankakerfi er að hrynja á skemmri tíma en nefndin tók sér til að svara hinni einföldu spurningu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.