Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 89
 Þjóðmál SUmAR 2010 87 taugalífeðlisfræðinginn John Carew Eccles . Þess má geta að Eccles fékk Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1963 . Heimspeki Poppers tengist bæði sögu stjórnmála og vísinda á 20 . öld . Rit hans um stjórnmálaheimspeki eru í senn vörn fyrir frjálsyndi og lýðræði og andóf gegn kommúnistum og fasistum sem virtust ætla að skipta Evrópu á milli sín um það leyti sem Popper flúði til Nýja­Sjálands . Kenningarnar sem hann er frægastur fyrir fjalla þó ekki um stjórnmál, nema með óbeinum hætti, heldur um vísindi og vísindalega þekkingu . Verk hans á því sviði voru líka svar við kalli tímans . Til að skýra hugmyndasögulegt samhengi þeirra þarf að rifja upp merkilegan kafla úr sögu eðlisfræðinnar . Vísindabylting í byrjun 20 . aldar Íbyrjun 20 . aldar varð bylting í eðlisfræði þegar Albert Einstein (1879–1955) setti fram afstæðiskenningu sína og mótaði skammta fræðikenninguna um hegðun öreinda ásamt Max Planck (1858–1947), Niels Bohr (1885–1962) og fleiri eðlisfræðingum . Þessar nýju kenningar kollvörpuðu að nokkru klass­ ískri eðlisfræði sem byggðist einkum á verkum Isaacs Newton (1643–1727) . Fyrir þessa byltingu töldu flestir sem fjölluðu um vísindaheimspeki og vísindalega aðferð að undirstöðuatriðin í eðlisfræði Newtons væru hafin yfir allan vafa . Verk Newtons skýrðu svo margt, leiddu til svo margra uppgötvana og spádóma sem stóðust upp á punkt og prik og voru svo rökrétt og glæsileg að flestum sem kynntust þeim fannst að búið væri, í eitt skipti fyrir öll, að lúka upp leyndardómum náttúrunnar . Viðteknar kenningar um vísinda­ lega aðferð gerðu því ráð fyrir að með því að fara rétt að gætu menn aflað algerlega öruggrar þekkingar á náttúrunni og lögmálum hennar . Sumir sem fjölluðu um vísindin með heim­ spekilegum hætti voru fylgjandi raun hyggju­ kenningum í þá veru að vísindaleg aðferð fælist einkum í því að safna staðreyndum og leiða almenn lögmál af þeim með aðleiðslu . Aðrir voru hallir undir rökhyggju og töldu að hægt væri að leiða ýmis náttúrulögmál af sjálfljósum forendum eða vitneskju sem væri með einhverjum hætti innbyggð í mannlega skynsemi . Með nokkurri einföldun má segja að þeir hafi álitið að það væri lítill munur á eðlisfræði og stærðfræði . Þáttaskil urðu í sögu þekkingarfræðinnar þegar Immanuel Kant (1724–1804) ritaði Gagnrýni hreinnar skynsemi . Sú mikla bók kom út árið 1781 . Í henni reyndi Kant að sameina það besta úr raunhyggju og rökhyggju . Líkt og raunhyggjumenn taldi hann að þekking á náttúrunni væri reynsluþekking . Hann hugði þó ekki að reynslan sýndi okkur innsta eðli veruleikans og sagði að af henni fengjum við aðeins numið hvernig veruleikinn birtist okkur . Líkt og rökhyggjumenn taldi hann þó að ýmis lögmál náttúrunnar væru fyrirfram gefin í hugsun okkar, innbyggð í skynsemina . En Kant áleit ekki að þetta framlag hugans væri öruggur sannleikur um veruleikann í sjálfum sér heldur miklu fremur reglur og hugtök sem stjórna því hvernig við túlkum Karl Popper á gamalsaldri .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.