Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál SUmAR 2010 reynsluna, flokkum skynjanir og vinnum úr þeim og þar með hvernig veruleikinn kemur okkur fyrir sjónir . Á þessum forsendum áleit Kant að frum­ atriði eðlisfræðinnar væru örugg og óhagganleg sannindi um reynsluheim okkar, því þau væru afleiðingar af regluverki sem er innbyggt í alla hugsun mennskra manna og stjórnar því hvernig þeir vinna úr áreiti sem skynfærin verða fyrir .2 Eðlisfræðibyltingin kollvarpaði ekki ein­ ungis heimsmynd náttúruvísindamanna heldur líka heimspekilegum kenningum um vís indi og vísindalega aðferð hvort sem þær byggðu á raunhyggju eða rökhyggju eða sóttu inn blástur í kenningar Kants . Það var ekki lengur hægt að trúa því að eðlisfræði Newtons væri hafin yfir allan vafa . Menn stóðu frammi fyrir erfiðum spurningum: Fyrst nútímamenn telja sig vita að vísindin sem talin voru öruggust aldirnar á undan hafi falið í sér ósannindi munu vísindi komandi alda þá ekki á sama hátt dæma það rangt sem nú er talið öruggast og vissast? Er nokkra trausta þekkingu að hafa? Eftir byltingu Einsteins var ekki lengur hægt að líta svo á að hver ný kynslóð vísindamanna bætti aðeins við þekkingu sem til væri fyrir . Það gat líka gerst að ný vísindi kollvörpuðu eldri kenningum . Vitundin um þetta hefur mótað vísindaheimspeki síðustu hundrað ára og kallað á róttæka endurskoðun á vísindaheimspeki og kenningum um vísindalegar aðferðir . Karl Popper var fremstur í flokki þeirra sem unnu að þessari endurskoðun á fyrri hluta síðustu aldar og rit hans mörkuðu þáttaskil . Þau voru ekki aðeins lesin af heimspekingum heldur ekki síður af vísindamönnum úr ýmsum greinum, enda 2 Um þetta hef ég fjallað nánar í 24 . kafla bókar minnar Í sátt við óvissuna (Reykjavík: Háskóla­ út gáf an, 2009) . Höfuðrit Kants um þekking ar­ fræði, Gagnrýni hreinnar skynsemi, er bæði langt og erfitt en Kant skrifaði stutt yfirlit sem eru mun aðgengilegra og heitir Prolegomena zu einer jeden künftigen Metaphysik . Íslensk þýðing Skúla Pálssonar á þessu verki kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2008 undir nafninu Forspjall að sérhverri vísindalegri frumspeki framtíðar . ritaði Popper afar ljóst mál og gerði sér far um að vera sem flestum skiljanlegur . Bókin Ský og klukkur Íbókinni Ský og klukkur eru fimm greinar sem allar voru upphaflega fluttar sem fyrirlestrar . Þrjár af þeim (nr . 1, 2, og 5) birtust í ritgerðasafninu Conjectures and Refutations: The Growth of Scientific Knowledge og ein þeirra (nr . 3) í ritgerðasafninu Objective Knowledge: An Evolutionary Approach . Sjötti og síðasti kaflinn í bókinni (s . 209–230) er viðtal sem heimspekingurinn Bryan Magee átti við Popper veturinn 1970–71 . Á undan greinunum er inngangur eftir Hugin Frey Þorsteinsson (s . 7–25) þar sem gerð er stutt en skilmerkileg grein fyrir ævistarfi Poppers, nokkrum helstu kenningum hans og þekktum mótbárum gegn þeim . Þrjár fyrstu greinarnar eru langar og saman gefa þær gott og aðgengilegt yfirlit yfir vísindaheimspeki Poppers . Tvær seinni greinarnar eru styttri og í þeim staðsetur Popper sjálfan sig í hugmyndasögunni sem arftaka upplýsingarstefnunnar og tengir hugsun sína við kenningar Kants, en hann var sá heimspekingur frá fyrri öldum sem Popper bar mesta virðingu fyrir . Hyggjum nú að efni þessara fimm greina: Fyrsta greinin í bókinni (s . 27–70) sem heitir „Um uppsprettur þekkingar og van­ þekkingar“ var upphaflega flutt sem fyrir­ lestur árið 1960 . Í henni andmælir Popper útbreiddum hugmyndum í þekkingarfræði og vísindaheimspeki sem gera ráð fyrir að hægt sé að tryggja að þekking sé áreiðanleg með því að afla hennar með einhverjum tilteknum aðferðum . Í niðurlagi þessarar greinar segir hann: Það sem við ættum að gera, að minni hyggju, er að gefa upp á bátinn hugmyndina um endanlegar uppsprettur þekkingar og viðurkenna að öll þekking er mannleg, að hún blandast saman við villur okkar, fordóma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.