Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 98

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 98
96 Þjóðmál SUmAR 2010 styrkjum . Sóun á auðlindum jarðarinnar er mikil þegar ríkið hefur stýripinna á hinni ósýnilegu hönd markaðarins . Fúll á móti Er ég fúll á móti? Mengun er jú slæm, hvort sem menn trúa eða trúa ekki að (hin ímynd aða) hitnun jarðar sé af mannavöldum . Í grein Vilhjálms Eyþórssonar í Þjóðmálum í vetur var niðurstaðan beinlínis sú að þessar gróður­ húsalofttegundir væru ekki mengun, heldur sjálfsagður hluti af náttúrunni og undirstaða alls lífs . Hver sem afstaða manna er þá er „Cap and Trade“­kerfið stórhættulegt . Við munum vonandi sjá tækninýjungar draga úr útblæstri í náinni framtíð . Rafmagnsbílar eða vetnisrafbílar nota umtalsvert minni orku en hefðbundinn bensínbíll, jafnvel þó raforkan sé framleidd með olíu . Stærsti hluti af orku sem fer í lýsingu fer í að hita upp umhverfið sem síðan er kælt með orkufrekri loftkælingu, ný tækni mun vonandi sameina kosti glóperunnar (góð lýsing, ódýr framleiðsla) og LED (minni hiti og orka) . Þeim sem efast um gagnsemi „Cap and Trade“­kerfisins er gert erfitt um vik að gagn­ rýna það . Ástæðan er flóð gagna og sá tími sem þarf til að kynna sér þau . Þá virðast vera endalausar undanþágur fyrir hinar og þessar atvinnugreinar og hin ýmsu þróunarríki . Því liggur beinast við að troða sér inn í hjörðina og dásama kerfið og Kyoto­guðinn, það er auðveldast . Hagsmunaaðilar munu berjast með þessu kerfi – stjórnmálamenn (vald), eftir­ litsaðilar (mútur), bankarnir (fjármagn) og eigendur kvótans (fákeppni) munu lofsyngja kerfið . En hugsunarlaus hjarðhegðun veldur bólu . Það væri óskandi ef við hefðum staldrað eilítið við og beitt skynsemi áður en fjárfest var í nýstofnuðum netfyrirtækjum . Jafnvel greint verð hlutabréfa með tilliti til hagnaðar og þeirra fastafjármuna sem í félögunum voru . Einnig hefði verið stórsniðugt að greina hvaða eignir voru í þessum flóknu skuldabréfavafningum frekar en að treysta á hin stórhættulegu matsfyrirtæki . Í tilfelli Kyoto þarf ekki annað en að staldra eilítið við og beita skynsemi . Myndin sýnir að kostnaður við jarðvarmaorkuver í Þýskalandi er 3–6 sinnum dýrari en í hefðbundum jarðvarmalöndum . Það hefur hins vegar ekki stöðvað máttuga stjórnmála­ manninn, hann skipar raf orku notendum í Þýskalandi að niðurgreiða þessa raforkuframleiðslu . Með niðurgreiðslunni er stjórnmálamaðurinn að draga úr möguleikum ríkja til að byggja hagkvæm jarðvarmaorkuver . Stjórn málamaðurinn notar hinn takmarkaða fjölda bora til að sækja hlandvolgt vatn niður á 5 km dýpi, stál heimsins notar hann til að fóðra þessar djúpu holur og þannig mætti lengi telja . Stjórnmálamaðurinn klippir stoltur á borðann við ræsingu þessara rándýru orkuvera og fagnar hreinni orku . Hinna óbyggðu hagkvæmu orkuvera saknar enginn . Henry Hazlitt varar eindregið við þessum stjórnmálamanni í bók sinni Hagfræði í hnotskurn . Ég mæli með henni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.