Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 112

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 112
110 Þjóðmál SUmAR 2010 að fjalla um eftirfarandi atriði, sem lesa mátti úr tilgreindum upplýsingum: 1) Tap félagsins á árinu 1984 og fyrstu 8 mánuði 1985 nam meiru en sem svarar þre­ faldri upphæð hlutafjár, sem safnað var á því sama ári . Með því hlutafjárátaki, sem sagt var að hefði tekist vonum framar, átti að „berjast til þrautar,“ eins og það var orðað . 2) Skuldir umfram eignir voru orðnar nærri fjórum sinnum hærri fjárhæð en bankaeftirlit­ ið mat skip félagsins í september 1985 . Skip in voru meginhluti áþreifanlegra eigna félags ins, en þau féllu mjög í verði á þessum tíma vegna alþjóðlegrar kreppu í fragtsiglingum . 3) Hlutafé, sem safnað var á árinu, var aflað þannig, að hluthafar skrifuðu undir skuldabréf . Þeir lögðu ekki fram krónu í reiðufé í þessu skyni . 4) Yfirfarin rekstraráætlun félags á nýrri kenni tölu með umtalaðri hlutafjáraukningu sýndi áframhaldandi tap . Hvaða áhrif hefði það haft á ályktanir og niðurstöður sagnfræðinganna, ef þeir hefðu kannað þessar upplýsingar fræðilega og greint frá þeirri staðreynd í bókunum, að Hafskip var gjaldþrota í byrjun desember 1985? Í fyrsta lagi hefði kafli um þá kjarnaspurningu í bókunum varla átt þar heima, hvort Hafskip hafi í raun orðið gjaldþrota . Í öðru lagi væri fjarstæða að gera því skóna, að hluthafar Hafskips gætu auðveldlega þrefaldað hlutafjárframlög sín og rekið fyrirtækið áfram á nýrri kennitölu . Í þriðja lagi hefðu upplýsingarnar sýnt, að umtalað stóraukið hlutafé nægði ekki til að mæta tapi, sem þegar var orðið á félaginu í desember 1985 og í fjórða lagi hefðu varla verið rök fyrir því að ásaka bankastjórana um að „knýja“5 fyrirtæki í þrot, sem var þegar augljóslega gjaldþrota eða stjórn þess neyðst til að óska eftir gjaldþroti vegna þess að það „nyti ekki lengur stuðnings viðskiptabanka síns“ .6 Þannig hníga gild rök að því, að bækurnar hefðu byggst á allt öðrum forsendum og innsýn, ef höfundarnir hefðu tekið fræðilega á því grundvallartriði, hvernig fjárhag og að­ 5 Hafskip í skotlínu, bls . 219 . 6 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 195 . stöðu Hafskips var háttað síðustu rekstrarár þess og sérstaklega á þessum „drungalegu des­ ember dögum“7 1985, eftir að mistókst að selja fyrirtækið í rekstri . Fyrrnefnd greining var ekki gerð . Ég tel því, að þeir, sem ásaka mig um „felu leik“ og „ansi slæleg vinnubrögð,“ kasti stein um úr glerhúsi . Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að vonlaus staða Hafskips á þessum tíma stafaði af ýmsum ástæðum, sem stjórn endur félagsins gátu að mörgu leyti ekki ráðið við, en það er önnur saga . Ég vík nú að nokkrum atriðum, sem mér finnst nauðsynlegt að fjalla um í fyrr nefnd­ um greinum þeirra sagnfræðinganna . Stefán Gunnar nefnir til sögu „nauðaómerkilegt atriði“, sem á að sýna, hversu langt ég seilist í gagnrýni minni . Ég lagði áherslu á, að stjórn­ endur Hafskips áttu sjálfir frumkvæði að því í júlí 1985 að leggja til að selja félagið í rekstri . Ég bendi á að það sé rangt hjá Stefáni í bók hans, að banka stjórn Útvegsbankans hafi farið fram á það . Hann telur að þetta sé „nauðaómerkilegt atriði til þess eins að sverta vinnubrögð sín“ .8 Þetta skiptir verulegu máli um réttan skiln ing á áliti sjálfra stjórnenda Hafskips á gríðar legum vanda félagsins og framvindu málsins . Stjórn­ endurnir litu ekki svo á, að „rekstur Haf skips [gengi] verr en áætlað var“,9 eins og segir í bók hans . Frumkvæði stjórnenda Hafskips stafaði af því, að þeir gerðu sér fulla grein fyrir því, að stórfellt tap samkvæmt ársreikningum 1984 var áfall fyrir félagið, en það var algjört reiðarslag, þegar í ljós kom, að tap fyrstu fjóra mánuði ársins 1985 varð jafnmikið og allt stóráfallaár félagsins 1984 . Þetta álit og áform stjórnenda Hafskips komu fram á fundi þeirra með banka­ stjórn Útvegsbankans 17 . júlí 1985 .10 Viðhorfi stjórnenda félagsins til þessa er rétt lýst í Hafskipi í skotlínu, eins og ég bendi á í fyrri grein minni . Þar segir orðrétt: „Stjórnendum Hafskips varð endanlega ljóst um mitt sumar 1985 að vegna næsta óvið ráðan legra erfiðleika félagsins væri 7 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 59 . 8 Stefán Gunnar Sveinsson, „Athugasemd við grein Lár usar Jónssonar”, Þjóðmál, vorhefti 2010, bls . 72 . 9 Hafskip í boði hins opinbera, bls . 193 . 10 Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins, bls . 45 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.