Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 113

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 113
 Þjóðmál SUmAR 2010 111 eini raun hæfi kosturinn í stöðunni að selja það í rekstri .“11 Þessi lýsing staðfestir, að stjórnendur Haf skips gerðu sér fyllilega grein fyrir því frá miðjum júlí 1985, að sala félagsins í rekstri væri eina vonin til þess að koma í veg fyrir gjald þrot . Hins vegar er hinn kaldi veruleiki sá, að slík sala tókst ekki, þrátt fyrir mikla sam eigin lega vinnu stjórn enda félagsins og Útvegs bank ans . Það var endan lega ljóst í nóvember, þegar Eimskip var orðið eitt um hituna sem hugsanlegur kaupandi . Þá brást þessi von stjórnenda Hafskips og bankans . Örlög félagsins voru ráðin . Ennfremur benti ég á í grein minni að Stef­ án segði í bók sinni frá viðskiptum Útvegs­ bank ans og Hafskips, eins og hefði verið „skorið á“ þau 11 . október 1984 . Ég hélt því fram, að þetta væri ekki rétt . Bankinn hefði veitt félaginu marg víslega fyrirgreiðslu eftir það . Stefán segir þetta dæmi um, að ég geri „úlfalda úr mýflugu“ í gagnrýni minni . Hann segir, að ég vitni ekki rétt í bókina . Þar segi, að bankinn hafi „skorið á lánafyrirgreiðslu til Hafskips 11 . október 1984“ .12 Ég vil árétta, að þessi full yrðing Stefáns Gunnars gefur alranga mynd af viðskiptum og samvinnu stjórnenda Útvegs bankans og Hafskips . Bankinn keypti eftir þenn an dag viðskiptavíxla í mjög vaxandi mæli af félaginu og skuldbreytti lánum hvað eftir annað . Það var gert til þess að koma í veg fyrir að fyrirtækið stöðvaðist og verðmæti viðskiptasambanda þess glötuðust . Þetta var auðvitað lánafyrirgreiðsla . Á þau viðskipti var ekki „skorið .“ Fyrrnefnd lýsing á viðskiptum bankans við Hafskip í bók Stefáns er ekkert einsdæmi . Á bls . 151 í bókinni segir svo orðrétt: „Líkt og áður hefur verið rakið var fyrirgreiðsla Útvegsbankans í raun stöðvuð 11 . október 1984 .“ Mér sýnist að það hafi orðið mýfluga úr úlfalda, þegar þessar aðfinnslur Stefáns eru brotnar til mergjar . Sannleikurinn er sá, að Hafskipsmenn nutu margháttaðs stuðnings viðskiptabanka síns, eins og frekast var kostur þar til fjárhagserfiðleikar fyrirtækisins urðu óyfirstíganlegir, þótt ekki væri hægt að auka 11 Hafskip í skotlínu, bls . 215 . 12 Stefán Gunnar Sveinsson, „Athugasemd við grein Lár­ usar Jónssonar .“ Þjóðmál, vorhefti 2010, bls . 71 . beinar lánveitingar til félagsins, m .a . vegna skorts á tryggingum fyrir slíkum lánum . Björn Jón leggur áherslu á í andsvörum sín­um, að undirritaður, fyrrverandi banka­ stjóri Út vegs bankans, sé ósannindamaður, „víki af vegi sannleikans“ og hafi í hans eyru talað illa um Gunnlaug Claessen, sem var þá ríkis lögmaður og fulltrúi viðskiptaráðherra í glímu bankastjórnar Útvegsbankans við þetta átaksilla mál . Í formála bókar sinnar, Hafskips í skotlínu, segir Björn Jón: „Æðsta takmark sagnfræðinnar er að leita sannleikans og þeirri leit lýkur aldrei .“ Í svargrein sinni vitnar Björn enn í þessi æðstu markmið sagnfræðinnar og segir í framhaldi af því, að ég ásaki hann um „spuna“ í bókinni . Ég bið menn, sem vilja taka þátt í hinni eilífu leit að sannleikanum, að glugga í rúmlega 45 blaðsíðna kafla bókarinnar Hafskips í skotlínu . Björn Jón nefnir kaflann „Hreina leið“ . Að lestri loknum hvet ég menn til að meta, hvort það séu „gífuryrði“, að þar sé á ferðinni „löng samsærisflétta“ . Hann segir, að „í grein sinni í Þjóðmálum láti Lárus sem hann kannist ekki við hreinu leiðina“ . Hið sanna er, að ég lýsti þar þessari aðferð í 50 til 100 orðum eða svo í stað fyrrgreinds rýmis í bókinni . „Hrein leið“ var vinnu heiti á löglegri aðferð til að verja hags muni Útvegsbankans og annarra kröfuhafa, þegar séð var í desember 1985, að gjaldþrot Hafskips var óumflýjanlegt . Hér skal enn ítrekað stuttlega, hvernig þessi aðferð var og til hvers hún leiddi . Hún fólst í því að gera samkomulag milli banka stjórnar Útvegsbankans og stjórnenda Eim skips um, að hinir síðarnefndu gerðu tilboð í allar áþreifanlegar eignir þrotabús Hafskips eftir gjaldþrot þess . Þegar þrotabúið væri orðið formleg staðreynd, varð slíkt tilboð auðvitað að vera þess eðlis, að bústjórar teldu kröfuhöfum hag í að taka því . Kostur þessarar aðferðar er augljós . Með því að vinna þannig að málum var tryggt, að eignir félagsins, sem bankinn hafði veð í, seldust í einni heild . Þannig fengist hærra verð fyrir eignirnar heldur en ef hver og einn gámur, skip eða vörupallur væru boðin upp hvert í sínu lagi eða seld á brunaútsölu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.