Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 114

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 114
112 Þjóðmál SUmAR 2010 skipin líklega boðin upp eftir að hafa legið lengi við bryggju . Gunnlaugur Claessen ræddi hugmyndina fyrst en framkvæmdin kom að sjálfsögðu í hlut okkar bankastjóranna . Við bankastjórarnir sátum m .a . fund um málið með forráðamönnum Eimskips aðfaranótt 1 . desember 1985 . Eftir gjaldþrot Hafskips, hinn 6 . desember, fengu bústjórar þrotabúsins tilboð frá Eimskip í áþreifanlegar eignir búsins, sem var að mestu leyti í samræmi við samkomulag, sem náðist á þeim fundi . Þessu tilboði tóku bústjórar eftir talsvert samningaþóf . Það gerðu þeir sjálfsagt, vegna þess að þeir töldu það hagstæðasta kostinn fyrir kröfuhafa . Ljóst er, að þessi aðferð leiddi til mikils ávinnings fyrir alla, sem áttu kröfu í búið . Í því sambandi má benda á, að Gestur Jónsson hrl ., skiptastjóri, sagði í viðtali í Mbl . 21 . des . 1993, þegar skipt­ um þrotabúsins lauk, „að ekki léki vafi á að um góða sölu hefði verið að ræða“ á eignum búsins . Sú sala byggðist nánast einvörðungu á fyrr nefndri aðferð, sem hlaut vinnuheitið „hrein leið“ . Það er algjör fjarstæða, að Gunnlaugur Claessen hafi stillt okkur bankastjórunum upp við vegg í þessu efni, eins og Björn Jón ýjar enn að í skrifum sínum . Þess skal getið vegna langrar umfjöllunar í svarg rein Björns Jóns, að rúmlega 20 árum eftir að þessir atburðir gerðust, þ .e . á árinu 2007, þegar þetta mál kom til tals, var í fyrstu mein ingar munur á milli okkar Gunnlaugs Claess en um morgunfund, sem haldinn var um mánaða mótin nóvember desember 1985 í Útvegs bankanum . Á þeim fundi voru forráða­ menn Eimskips og Útvegsbankans . Gunn laug­ ur hafði ekki skrifað neitt hjá sér um þennan rúmlega 20 ára gamla atburð og mundi ekki til þess að hann hefði verið þar viðstaddur . Það hafði ég hins vegar gert og við Gunnlaugur fórum gaumgæfilega yfir minnispunkta mína um þessa atburðarás og rifjuðum hana upp . Út af fyrri samtölum, sem ég hafði átt við Björn Jón Bragason um þetta mál, hringdi ég í hann 1 . októ ber 2007 . Um það símtal segir í dagbók minni, að ég hafi viljað segja Birni „með mínum orðum“ frá samtölum okkar Gunnlaugs . Á þessum fundi hefði Gunnlaugur skýrt aðkomu sína að málinu sem fulltrúi viðskiptaráðherra og rætt hugmyndina um „hreinu leiðina“ . Síðan segir orðrétt, að ég hafi lagt áherslu á við Björn Jón í símtalinu, að „sú aðgerðarröð hefði skilað bank an um og öðrum kröfuhöfum miklum verðmætum“ . Björn Jón segir í svargrein sinni, að ég saki hann um að villa á sér heimildir og fer yf­ ir náms feril sinn og prófgráður í því sambandi . Ég benti á í grein minni í Þjóðmálum, að þess væri að engu getið í bókinni „að hún sé eitthvað tengd Hafskipsmönnum“ . Síðan vitna ég í bréf Páls Braga Kristjónssonar, eins Haf skipsmanna, dag sett 6 . október 2008, sem hann sendi mér með bókinni og þar segir m .a . „Í bókinni er upplýst um fjölmörg veigamikil atriði sem ekki hafa komið fram áður og er efni hennar m .a . undir staða kröfunnar um opinbera rannsókn í Hafskipsmálinu sem lögð hefur verið fram hjá ríkis saksóknara .“ Um þessa „undirstöðu kröfu Haf skipsmanna“ segir Björn Jón: „Ég vann mína rannsókn sjálfstætt sem óháður fræði maður .“ Það er gott, að þetta er nú alveg komið á hreint! Björn Jón vitnar í ýmis minnisblöð, sem hann segist hafa skráð eftir samtöl við mig . Ég geri aðeins eitt að umtalsefni hér sem dæmi um þetta vinnulag hans . Í símtali við mig 30 . maí 2007 segist hann hafa spurt mig, hvort okkur bankastjórunum hefði hugnast umrædd leið („hreina leiðin“) í ljósi þess, að „allar við ræður virtust miða að lausnum á grundvelli áfram­ haldandi reksturs Íslenska skipafélagsins hf .“ . Þessu á ég að hafa svarað: „Við fengum engu um þetta ráðið .“ Aftur vil ég benda þeim á, sem vilja í fullri alvöru taka þátt í leit að sögu legum sannleika í Hafskipsmálinu, að hér er málum blandað . Eins og ég rek skilmerkilega í grein minni í Þjóðmálum í desember s .l . (4 . hefti 2009), var þá enginn grundvöllur fyrir áfram­ hald andi rekstri Hafskips hf . á nýrri kennitölu Íslenska skipafélagsins, þótt tekist hefði að auka hlutafé þess . Ég tek svo djúpt í árinni að segja, eins og rétt er, að það sé tilbúningur, að bank inn hafi gefið svigrúm til þess að gera slíkt . Sjálfar forsendur spurningarinnar geta því ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.