Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 18
18 tryggt og settir séu skýrir og agaðir verkferlar þar sem unnið er með persónuupplýsingar, t.a.m. innan stjórnsýslunnar. Aðgengi að upp- lýsingum þarf ennfremur að vera takmarkað með þeim hætti, að aðeins þeir sem þurfa að hafa aðgang að ákveðnum upplýsingum hafi hann og aðrir ekki. Vanda þarf til þar sem unnið er með persónuupplýsingar og þær vistaðar, s.s. með reglubundnu viðhaldi á öryggi hugbúnaðar, innleiðingu strangrar aðgangsstýringar og vakta og prófa kerfin reglulega. Lagaramminn sem er nú fyrir hendi er ágætur og virðist taka á þeim atriðum sem máli skipta í tengslum við friðhelgi einstaklinga. Það verður þó ekki framhjá því litið, að fimmtán árum eftir að lögin tóku gildi, erum við enn að sjá alvarleg brot í tengslum við meðferð persónu- upplýsinga, t.d. varðandi ólögmæta miðlun. Það er því sjálfsagt að endurmeta hvers virði það sé, að vinna rafrænt með persónuupplýsingar, ekki síst innan stjórnsýslunnar, ef ekki er hægt að tryggja einstaklingum grundvallarréttinn til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. HEIMILDIR [1] Sjá t.d.: úrskurð Persónuverndar frá 22. september 2015 (2015/503), úrskurð Persónuverndar frá 22. september 2015 ( 2015/1012) og úrskurð Persónuverndar frá 25. febrúar 2015 (2015/1684). [2] Sjá reglur og reglugerðir undir lög og reglur á www.personuvernd.is. [3] Framangreind lög eru ekki nema brot af þeim lögum sem reynt gæti á við meðferð persónuupplýsinga. Finna má lista af lögum sem hafa umrædd tengsl á vefsíðu Persónuverndar, önnur lög, undir lög og reglur, sjá: www.personuvernd.is. [4] Sjá svar Persónuverndar við fyrirspurn um friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi á netinu, frá 11. febrúar 2010, http://www.personuvernd. is/efst-a-baugi/nr/991. [5] sjá: úrskurð Persónuverndar 3. mars 2011 (2011/31). [6] Hérd. Rvk. 12. nóvember 2014 (S- 651/2014). [7] Úrskurður Persónuverndar 25. febrúar 2015 (2014/1779). Hörður Guðmundsson, Kjartan Þórisson og Kristján Ingi Geirsson sem standa að baki fyrirtækinu StudyCake tóku þátt í frumkvöðlahraðlinum StartUp Reykjavík í sumar. Frá þeim tíma hafa þeir unnið við að þróa StudyCake, en StudyCake er blanda af hvatakerfi fyrir foreldra og spurningaleik fyrir börn. BÖRN LESA MINNA Markmiðið er að gera lestur skemmtilegri og fá með hjálp tækninnar einstaka innsýn inn í lestrarþróun barna og unglinga. Eins og svo oft gerist var hugmyndin önnur í byrjun. „Já, við lögðum upp með eina hugmynd sem síðan þróaðist áfram og varð að Study Cake. Við sáum fljótlega að það væri betra að einblína á lausn á einu, ákveðnu vandamáli og þróa hana. Við höfum báðir áhuga á því að leggja baráttu fyrir betra læsi barna á Íslandi lið. Við leggjum því til lausn sem á að auka lesturinn.“ Hörður segir þá báða hafa lesið mikið í æsku. „Því miður lesa börn minna í dag og okkur langar að snúa þeirri þróun við því lesturinn gefur manni mikið, auk þess að vera undirstaða lærdóms. StudyCake gerir lesturinn enn skemmtilegri og mun vonandi glæða áhuga fleiri barna á yndislestri.“ SAMVINNA VIÐ FORLÖG OG RITHÖFUNDA Hugbúnaðurinn er viðbót við bækur. Notandinn, sem í þessu tilviki er barnið sem les bókina, svarar spurningum um söguna á meðan á lestrinum stendur. Með því að svara spurningum rétt vinna börnin sér inn heilasellur en þær eru hvatakerfið í leiknum. Að baki Study Cake er því umfangsmikill gagnagrunnur sem gerður hefur verið í samvinnu við íslensk forlög og rithöfunda. „Þetta hvatakerfi gerir lesturinn líflegri og um leið er komið tæki fyrir foreldra til þess að fylgjast með lestri barnanna.“ SAMEIGINLEGT MARKMIÐ HEIMILA OG SKÓLA Study Cake er „mobile“ kerfi sem ætlað er fyrir síma og spjaldtölvur. Áætlað er að gefa appið út í lok nóvember. „Við erum að prófa beta- útgáfuna núna,“ segir Kjartan. „Við höfum prófað hugbúnaðinn með börnum og séð að hvatakerfið virkar. Það gaf okkur svo sannarlega byr undir báða vængi því við teljum þetta afar mikilvægt og það eru allir á sama máli og öll höfum við sama markmið, að auka yndislestur barna. Það er von okkar að Study Cake verði notað á heimilum og í skólum til að ná því markmiði.“ APP TIL AÐ AUKA LESTUR Guðbjörg Guðmundsdóttir, textagerðarmaður við Háskólann í Reykjavík tók viðtalið

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.