Alþýðublaðið - 11.12.1919, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1919, Síða 1
1919 Fimtudaginn 11. desember 38. tölubl. Afleiðingar Vigerslev járnbrautarslyssins. Fólksflutningur járnbrautanna dönsku minkar. Frumvarp til laga fyrir félagiö er til sýnis félagsmönnum á afgr, Alþýðublaðsins, Laugaveg 18 B. Neflldin. Afskapleg hræðsla hefir gripið ínenn í Danmörku vegna Viger- ^lev-slyssins. Menn kynoka sér v>ð að nota járnbrautir af ótta við slys. t’eir, sem ekki eru bein- línis tilneyddir, fara ekki fet. d. hefir á höfuðbrautarstöðinni 1 Kaupmannahöfn sala I. og II. ílokks farmiða minkað um */s, úr 10—11,000 niður í ca. 7000. Fá þeir hana uppfyita? Eins og menn rekur minni til Söktu þýzku skipshafnirnar á skip- úna þeim, sem voru í vörzlum Sandamanna á Scapaflóahöfn, en Þjóðverjar höfðu enn ekki afhent tullkomlega, öllum skipunum. — í’etta verk unnu skipshafnirnar jafnskjótt, sem þeim varð það Ijóst, úð Þjóðverjar áttu ekki að fá að balda skipunum. Bandamenn, eink- úm Frakkar, urðu gramir þessu uppátæki Þjóðverja, en gátu þó ®kki að því gert, að dást að hug- tekki og þjóðrækni þeirra. Bng- -endingum þótti í fyrstu ekki svo úiikið fyrir þessu,' þeir höfðu talað um það áður, að sökkva skipun- úna út á rúmsjó, en Frakkar og ftalir vildu fá, að minsta kosti ! 'keztu skipin og voru nokkrar deil- úr um þetta, en með eyðileggingu [ skiPanna var greitt úr þrætunni. l^engi framan af var búist við ^ví> að þetta mundi látið niður falla, en ekki alls fyrir löngu kom akeyti um það, að Bandamenn krefðu Þjóðverja um 400 þúsund smálestir af hafnartækjum og öðru hafnarefni. Stendur nú í þjarki út af þessu, og er ekki gott að vita, nema Bandamenn neyði í’jóð- verja til þess, að grípa til örþrifs- ráða, haldi þeir þessari kröfu til streitu og láti kné fylgja kviði, eins og Frakkar hafa hótað. Hver veit nema Bandamenn hleypi með því yfir sig því flóði, sem þeir lengi hafa barist gegn, Bolsevism- anum? Svo mönnum gefist tækifæri að sjá, hve hart er gengið að Þjóð- verjum í þessu efni, birtist hér yfirlit yfir eignir þeirra á þessu sviði, tekið eftir blaðinu „Kreiz- zeitung". Þýzka ríkið á 200 þúsund smá- lestir í flotkvíum (Flydgdokk), dráttarskip á það, sem eru um 8500 smálestir, 10 þúsund smá- lestir á það í fljótandi lyftistöng- um (krönum) og 10,500 smálestir í graftrarvélum, eða samtals 229 þúsund smálestir. Einstakir menn eiga um 330 þúsund smálestir af þessum tækjum. Alls eru það þá 559 þúsund smálestir af hafnartækjum, sem þýzka rikið getur haft yfir að ráða, og geta menn því séð, að ekki verður mikið eftir, þegar Banda- menn hafa fengið kröfur sínar uppfyltar. Verkahvennafélagið „Fram- sókn heldur fund í kvöld á venju- legum stað og tíma. Ingimar Jóns- . son stud. theol. talar um aðskiln- jað jríkis og kirkju. Fátækralöggjöfin og nútfðin. Eftir Davið Kristjánsson. (Ritað 1915). (Nl.). Nú kann margur að segja, að svona breyting hafi stórkostlegan kostnað í för með sér fyrir þjóð- ina, og er það rétt, að slíkar laga- breytingar hefðu töluverðan kostn- að í för með sér. En þegar slík löggjöf væri komin á laggirnar, undir góðri stjórn, þá ætti aukinn kostnaður ekki að vera svo mik- ill. En á hinn bóginn getur víst enginn neitað því, að vér íslend- ingar stigum stórt mannúðar- og framfaraspor. Hér eru engar tölur settar, og má því segja, að þetta sé mælt nokkuð út í bláinn. En allir þeir, er hafa athugað allar þær fúlgur, sem eru veittar úr fátækrasjóði, ellistyrktarsjóði, lands- sjóði, sem beinlínis og óbeinlínis falla til alþýðuframfærslu, og enn- fremur fé, sem er veitt úr öllum styrktarsjóðum félaga og frá mann- úðarstofnunum um alt land, ættu að geta gert sér nokkra grein fyrir, hvort hér væri um svo miklar ýkjur að ræða. Nú virðisfc hann þegar ætla að fara að heilsa. okkur, sá illi vágestur, auðurinn í höndum einstakinganna, Hann, sem er sannur faðir munaðarleys- ingjanna í menningarlöndunum. Vér fslendingar ættum að gera okkur grein fyrir því í tíma, að hann ræni okkur ekki sjálfstæði, sönnum hugsunarhætti og starfi. Gerum alt til að efla sameigin- lega, sjálfstæða hugsun, í sjálf-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.