Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Nei ekki þú, lesandi góður, ég er alls ekkiað halda því fram að þú sért fífl, ég ermiklu frekar að tala um sjálfan mig.Og ég ætla að segja hvers vegna. Ég fagna mjög almennri umræðu á internetinu, á svokölluðum samfélagsmiðlum. Sú umræða er á margan hátt frelsandi. Hún opnar fyrir almenn skoðanaskipti og veitir fólki fyrirhafnarlítið að- gang að þjóðfélagsumræðunni. Samfélagsmiðlar eru iðulega uppspretta upplýsandi og gagnrýn- innar umræðu og þeir sem einhverra hluta vegna komast ekki að í öðrum fjölmiðlum með sjónarmið sín geta nýtt sér þennan vettvang fyrir lengri skrif og styttri. Sumir vefmiðlar bjóða upp á við- brögð við skrifum annarra. Það getur verið gef- andi. En líka kæfandi.Og þar er ég kominn að fyr- irsögninni. Samfélagsmiðlarnir geta nefnilega líka verið hamlandi og beinlínis beitt til að þagga niður umræðu. Mörgum finnst að sá sem vogar sér út á vettvang pólitískrar umræðu hafi gefið á sig skot- leyfi og að þá sé allt leyfilegt. Líka að segja að við- komandi sé fífl ef sjálfskipuð skoðanalögregla tel- ur framlagið ekki falla að leyfilegum rétttrúnaði. Auðvitað þurfa stjórnmálamenn og aðrir sem taka þátt í samfélagsumræðu að þola hörð við- brögð við skrifum sínum. Ekki síst þeir sem hafa miklar skoðanir og skirrast jafnvel ekki við að gagnrýna aðra harkalega. Hvers vegna skyldu þeir ekki hljóta grimm örlög? Svarið er að enginn á að hljóta þau örlög að vera afgreiddur með útúrsnúningum og hnjóðs- yrðum. Það á við – og á að eiga við á samfélags- miðlum – ekkert síður en í öðrum fjölmiðlum, að rökum sé beitt, að umræðan sé málefnaleg. Hörð umræða og gagnrýnin getur verið kurteisleg og málefnaleg. En einmitt þarna koma veikleikarnir í ljós, þeim sem ekki ráða við málefnalega fram- setningu er aðeins fær gífuryrðaleiðin. Sumir stjórnmálamenn standa utan skotlínu. Það eru þau sem hafa litlar skoðanir, annað en að segja að margt sé í mörgu og allt þurfi skoðunar við; umræða sé góð og þá alls konar umræða og að flest sé til farsældar ef við bara spjöllum sem mest saman á netinu góða. Netið verður þannig markmið í sjálfu sér. Stór hluti þjóðarinnar telur netið meira að segja vera sjálfan kjarna stjórn- málanna ef marka má skoðanakannanir. Auðvitað er það sjónarmið að vilja fylkja sér um tæknilegt samskiptaform og auðvitað má segja að umræða um ekki neitt á hinum eftirsótta miðli sé skaðlaus og óþarfi að amast við henni. Verra er þegar reynt er að kæfa þá sem þar vilja taka þátt og hafa eitthvað bitastætt fram að færa , tillögur og gagnrýni. Allt of oft gerist það að slíkir aðilar verða fyrir holskeflu svívirðinga og óbótaskamma, einfaldlega vegna þess hverjir þeir eru eða hverjir þeir eru taldir vera. Þöggunarlöggan á netinu er ekki fjölmenn en svo illskeytt er hún og svo viss er hún í sinni sök að hún eyðileggur það sem hún segist helst vilja verja, opin málefnaleg skoðanaskipti. Hvernig væri að við sameinuðumst öll um nákvæmlega þetta: að efla málefnalega umræðu? Líka á netinu. Þú ert fífl! * Stór hluti þjóðarinnartelur netið meira aðsegja vera sjálfan kjarna stjórnmálanna ef marka má skoðanakannanir. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Bryndís Björg- vinsdóttir rithöf- undur vakti heims- athygli með síðunni Kæra Eygló Harðar og var mikið að gera hjá henni á Fa- cebook og víðar: „Þegar maður er farinn að grafa upp erlendar ras- istaspjallsíður, þar sem rasistarnir eru að rífast um hvernig bera skuli fram íslenska nafnið Bryndís Björg- vinsdóttir – nafn konu sem þyrfti að kúga meira svo hún fari ekki að útrýma síðasta hvíta kynstofninum með Facebook-event – þá er kom- in tími til að fara að sofa.“ Stefán Pálsson lét skoðun sína í ljós á málefnum flótta- manna: „Rökin: „Við erum náttúr- lega ekki með sálfræðiþjónustu, túlka og félagsráðgjafa til að taka við stórum hópum“ – hljóma vel í fyrstu, en líta fram hjá því að auð- vitað gildir svipað um alla aðra. Halda menn að Þjóðverjar eigi á lager áfallaröskunarteymi fyrir mörghundruðþúsund manns?“ Hildur Sverris- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, viðraði þá hugmynd á Face- book-síðu sinni að hugsanlega ætti Menningarnótt að verða tekin af fjárhagsáætlun borgarinnar og fjár- munirnir settir í að aðstoða flótta- menn. Björk Vil- helmsdóttir borg- arfulltrúi svarar því: „Við eigum ekki að taka af öðrum til að bregðast við fólki í neyð. Þannig völdum við andúð á þeim sem „fá“ hjá þeim sem „missa“ eitthvað. Kristín Soffía Jónsdottir benti á að spara mætti 200 m.kr. bara við það að hætta slá umferðareyjar. Enn betri hugmynd. En 0,5% hækkun á tekjuskatti myndi líka greiða allan kostnað og vel það. En fyrst að bjarga fólki í neyð - það er mannleg skylda.“ Eva Einarsdóttir skrifaði athuga- semd hjá Björk: „Mér finnst fínt að vera opin fyrir öllum hugmyndum en varðandi Menningarnótt þá er það enn mikið „grasrótarstarf“ þannig að sú upphæð sem RVK borg leggur fram margfaldast í formi þátttöku og kostnaði, greiddum út af öðrum en borginni og skattgreiðendum.“ AF NETINU Vitað er að margir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar eru aðdá- endur hinna vönduðu þátta Downton Abbey. Vilhjálmur Bretaprins hefur játað að horfa á þættina og hertoga- ynjan af Cambridge hefur heimsótt tökustaðinn. Núna er búið að greina frá því að Elísabet Bretadrottning sé mikill aðdáandi. „Hún elskar að finna mistök í þáttunum,“ sagði Brian Hoey, höf- undur bókarinnar At Home with the Queen, við tímaritið People. Sagnfræðingur starfar handrits- höfundum til hjálpar til að allt sé eins rétt og hægt er, til dæmis faðm- ast fólk ekki í þáttunum því að það tíðkaðist ekki í upphafi tuttugustu aldar. Engu að síður eiga mistök sér stað og drottningin hefur gaman af því að vita betur en sérfræðingar þáttanna. „Drottningin tók eftir því að í ein- um þætti var breskur hermaður með orður sem höfðu ekki verið veittar á þessum tíma. Hann var að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni en bar orður á brjósti sínu sem voru ekki veittar fyrr en í síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Hoey. Af þessu tilefni stingur tímaritið Vanity Fair upp á því að það væri til- valið að taka upp athugasemdir drottningarinnar við þættina. Þeir yrðu áreiðanlega vinsælir á DVD, ekki síst þegar fjallað var um hneyksli úr hennar eigin fjölskyldu. Slík útgáfa yrði áreiðanlega vinsæl. Cora og Lady Rose á leið að hitta konungsfjölskylduna.Drottningin leiðréttir Downton Abbey Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.