Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 14
Svipmynd 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Á eldhúsborðinu hennar Bryn- hildar liggja helstu bókmenntir okkar Íslendinga, Laxdæla, Snorra-Edda, Egilssaga og síð- ast en ekki síst, Njála. Við fáum okkur góðan latte í notalegu eldhúsinu og hún handfjatlar bækurnar. Hennar helsta áhugamál, segir hún. Brynhildur hefur sterk- ar skoðanir á sýn okkar á Íslendingasög- urnar og hvernig við viljum miðla þeim til fólksins, til barnanna okkar. „Íslendingasög- urnar eru eign okkar allra, þetta er okkar Shakespeare, eitthvað sem við eigum öll – ekki bara einhverjir útvaldir, vellæsir há- skólanördar. Sögurnar minna oft á daginn í dag og söguhetjurnar taka oft upp á ein- hverju ævintýralega vitlausu. Líka þeir sem eiga að teljast gáfaðastir og menn treysta og spyrja ráða. Ekki ólíkt því sem gerist í dag,“ segir Brynhildur og vill leggja sitt af mörk- um. Dómadagsdella Hennar leið er í gegnum leikhúsið. Það voru ófáir sem lögðu leið sína í Borgarnes árið 2008 að sjá Brynhildi leika einleik í Brák, leikrit sem hún skrifaði. Hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu til að sinna þessu verkefni. „Mörgum þótti þetta nú þvílík dómadags- della. Að segja upp örygginu til þess að búa til eitthvert víkingaleikrit fyrir 80 manna baðstofuloft í Borgarfirði sem átti að frum- sýna í janúar!“ segir hún og skellihlær. Hún útskýrir að Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir og Kjartan Ragnarson sem reka Land- námssetrið hafi komið að máli við sig með þessa hugmynd. „Þau kveiktu stóran eld inni í mér. Að fá tækifæri til að dufla við eign okkar allra sem við gleymum að við eigum og að finna tilfinningarnar í þeim. Hætta að skoða þetta utan frá eins og gert er í skól- um,“ segir hún og er mikið niðri fyrir og vill breyta kennsluaðferðum í skólum varðandi fornbókmenntir okkar. „Það er eins og með Shakespeare, það er ekki bara þungt og erf- itt að lesa, heldur líka fyndið og gaman.“ Saga af innflytjanda Ákveðið var að segja sögu Þorgerðar brákar sem var uppalandi Egils Skallagrímssonar. Brynhildi er sagan mjög kær. „Þetta er am- báttarsaga og innflytjandasaga, saga af stúlku sem er rænt og hún seld í ánauð til annars lands. Hún kemur með sína menningu og sína kunnáttu og finnur tilfinningum sín- um farveg í gegnum að ala upp og uppfræða dreng sem ekki var hennar eigið barn. Og hún ákveður að láta lífið til að bjarga lífi hans. Hún er stórmenni og hetja. Þetta er óður til uppalandans, til kvennanna sem gerðu okkur að þeirri þjóð sem við erum í dag. Hún kenndi skáldinu mál og skilning og með því hjálpar hún honum að finna sinn til- finningalega farveg,“ segir hún. Ellefu línur í Egilssögu Þegar áhuginn var kviknaður og Brynhildur búin að samþykkja að taka að sér verkefnið hófst mikil undirbúningsvinna. „Ég komst fljótt að því að ég var búin að koma mér í helvítis klandur því það eru bara ellefu línur skrifaðar um hana í Egilssögu! En það var búið að taka ákvörðunina. Þegar maður er búinn að segja já, þá verður maður að standa við það,“ segir hún hlæjandi. Við tók níu mánaða lestur og skrif en Brynhildur lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að skrifa handritið. „Leitin var gífurleg, en fundurinn ennþá stærri. Það er það sem var svo rosalega dýrmætt,“ segir hún en hún fékk mikla hjálp frá mörgum fræðimönnum. „Í gegnum rannsóknir þessa fólks opnast þessi fjársjóðskista fyrir mér, sem endar í tveggja tíma eins manns sýningu,“ segir hún. Brynhildur viðurkennir að þetta hafi stundum tekið á. „Þetta ár sem ég lék Brák var ekkert smá ár. Þetta tók alveg gífurlega á. Þetta var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund því að einsemdin var svo mikil. Þetta var stundum svoleiðis að ég tók rútuna eftir æfingu í Þjóðleikhúsinu upp í Borgarnes, lék á föstudegi, tvær sýningar á laugardegi, tvær á sunnudegi og tók rútuna heim á sunnudagskvöldi og var mætt á æf- ingu á mánudagsmorgni. Og ég er fjölskyldu- manneskja. Þetta tók mikið á og ég var mikið veik þetta ár, fékk lungnabólgu í langan tíma. Maður fór þetta svolítið með því að bíta á jaxlinn. Undir svoleiðis álagi er maður bara annað hvort heima hjá sér í rúminu eða í vinnunni!“ segir hún hlæjandi. Brák á svið í elsta leikhúsi Svíþjóðar Saga Brákar heldur áfram en Brynhildur er nýbúin að ganga frá samningi að sölu leik- ritsins til Dramaten, Konunglega leikhússins í Stokkhólmi og verður Brák sett þar upp leikárið 2016-17. Aðeins einu sinni áður hefur íslenskt leikrit verið sett upp í þessu virta leikhúsi, En liten ö í havet eftir Halldór Lax- ness árið 1987, og ljóst að þetta er mikill heiður. Brynhildur mun leikstýra verkinu þegar að því kemur, en Hulda Jóhannsdóttir, íslensk leikkona í Svíþjóð, mun leika Brák. „Þetta er mjög gleðilegt því þetta er saga sem á klárlega erindi við fleiri en okkur og það er nú brot af sögunni sem gerist í Sví- þjóð. Dramaten þorði og vildi endilega taka þetta upp á sína arma sem er algerlega geggjað. Þetta er saga sem hægt er að skoða út frá svo mörgum sjónarhornum,“ segir hún en það var Hulda sem sá sýninguna hér heima og fékk hugmyndina að flytja hana út. „Hulda hefur verið fastráðin við Dramaten í 10 ár, frábær leikkona sem er óhrædd við að túlka sterkan karakter og vera ekki alltaf fal- leg á sviði. Ég elska svoleiðis leikkonur!“ seg- ir hún og skellihlær. Brynhildur segir að uppfærslan verði að sjálfsögðu öðruvísi á þessu stóra sviði en á litla baðstofuloftinu. „Við notum þetta sókn- arfæri og stækkum þetta örlítið en eftir sem áður er þetta bara list leikarans sem er í fyr- irrúmi og hún er ein á sviðinu, því verður ekki breytt. Þetta er rosalega spennandi! Það er ekki leiðinlegt að vera höfundur sem selur verkið sitt á Dramaten,“ segir Brynhildur. Í haust fer hún til London að kynna Brák en hún var valin sem fulltrúi Íslands til að kynna verk og eru það norrænu sendiráðin sem standa að viðburðinum í sameiningu. „Þetta er skemmtilegt og verður vonandi til þess að vekja áhuga á norrænum leik- ritaskrifum,“ segir hún. Haldin útlandaþrá Eftir að Brynhildur hafði skrifað og flutt Brák hélt hún á vit ævintýranna og fór utan til náms í handritagerð við Yale háskólann í Bandaríkjunum. „Það er bara þannig að sum- ir geta setið kyrrir og verið en ég bara get það ekki! Það er þessi útlandaþrá, þessi þrá að fara. Það er eldsneyti fyrir mig. Ég þarf að fara til að koma aftur og þannig hefur það alltaf verið. Það er voða óþægilegt, en um leið að maður er búinn að samþykkja það þá truflar það mann ekki lengur,“ segir hún en upphafið að því ævintýri var þannig að Bryn- hildur hitti Paulu Vogel, þáverandi yfirmann leikritunardeildar Yale eftir að hún skrifaði Brák. Paula stakk upp á því við Brynhildi að sækja um. „Hún er algerlega stórkostleg manneskja, eins konar tengingar-ambassa- dör. Hún kemur fólki saman. Hún stingur í samband út um allt,“ segir hún. Brynhildi fannst það kjörið að fara utan eftir að æv- intýrið með Brák lauk hér heima. „Þarna var komin þessi ólga og ég sæki um í Yale og Paula býður mér inngöngu sem „research fellow“ sem þýðir bara rannsókn- arnemandi,“ segir hún og útskýrir að slíkir nemendur séu allir töluvert eldri og hafi mikla reynslu í sviðslistum. Ætlast er til að þeir miðli reynslu sinni til annarra nemenda. Þar dvaldi hún í eitt ár undir handleiðslu Paulu. „Mér er boðin þessi frábæra staða í einum stærsta háskóla heims í frábærri leik- ritunardeild. Það var nokkuð sem ekki var hægt að sleppa,“ segir hún. Leikur kannski vindinn Brynhildur heldur áfram að tengjast Íslend- ingasögunum sem eru henni svo kærar en hún tekur þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Njálu í vetur. Í kynningu frá leikhúsinu segir: „Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður!“ Blaðamaður spyr í ljósi lýsing- arinnar hvort þessi uppfærsla verði ekki óhefðbundin. „Ég get ekki ímyndað mér ann- að! Þorleifur Örn leikstýrir og Mikael Torfa- son skrifar handrit ásamt honum og Erna Ómarsdóttir er með dansana. Þannig að þetta verður eitthvað annað en sverð og krossviðarskildir,“ segir hún og hlær. Æfingar eru ekki hafnar en byrja í haust. Blaðamaður spyr hvort hún sé búin að lesa handritið. „Nei, nei, ég held það sé ekkert handrit! Ég hlakka alveg gífurlega til að tak- ast á við þetta,“ segir hún og svarar þegar spurð út í hvaða hlutverk hún muni leika: „Ég bara veit það ekki, kannski bara vindinn! Þetta er óskrifað blað fyrir okkur leikarana. Það verða líka dansarar úr íslenska dans- flokknum. Þetta er eitthvert líffæri sem er að byrja að anda og ég veit ekkert hvað verður. Það er bæði eldfimt og spennandi,“ segir hún. „Ekkert ógnvekjandi?“ spyr ég. „Jú, jú. Starf sviðslistamanns er bara stöðugur sál- arháski. Sérstaklega leikskáldsins! Það er einhver sjálfspyntingarhvöt sem liggur þar að baki. Þetta er allt endalaus sálarháski. En það er kannski gott, það er eldsneytið sem að drífur mann áfram.“ Óbærilega siðferðilega rangt Brynhildur lætur sér ekki nægja að leika og skrifa heldur hefur hún einnig reynt fyrir sér í leikstjórn. Hún hefur leikstýrt í framhalds- skólaleikritum en tekst nú á við leikstjórn í atvinnuleikhúsi í fyrsta sinn. Leikritið heitir Sími látins manns og verður sýnt í Tjarn- arbíói í vetur en það er skrifað af kennara Brynhildar frá Yale, Söruh Ruhl og verður frumsýnt í apríl. „Ég lít á þetta sem rökrétt framhald fyrir mig. Sem leikari sem leitar lengra, bæði með skrifin og með einleiknum í Borgarfirði. Það hefur kennt mér ansi margt. Maður stígur út úr sínu verksviði sem bara leikari, ef svo má segja. Og svo hef ég verið að kenna leiktúlkunaráfanga í Listaháskól- Í stöðugum sálarháska BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR ER LEIKKONA, LEIKSTJÓRI OG LEIKSKÁLD EÐA SVIÐSLISTAMAÐUR EINS OG HÚN KALLAR SIG. HÚN SELDI NÝLEGA RÉTTINN AÐ VERKI SÍNU BRÁK TIL KONUNGLEGA LEIKHÚSSINS Í STOKKHÓLMI. HÚN HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á ÍSLENDINGASÖGUNUM SEM HÚN SEGIR FJÁRSJÓÐ SEM EIGI AÐ KYNNA BETUR OG Á ANNAN HÁTT FYRIR ÞJÓÐINNI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Starf sviðslista-manns er bara stöð-ugur sálarháski. Sér- staklega leikskáldsins! Það er einhver sjálfs- pyntingarhvöt sem liggur þar að baki. Þetta er allt endalaus sálarháski. En það er kannski gott, það er eldsneytið sem að drífur mann áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.