Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Ekki er flogið beint á Búdapest frá Keflavík enflugfélögin Niki og Austrian Airlines eru meðárstíðabundnar flugferðir á Vínarborg. Þaðaner hægt að halda áfram til Búdapest, hvortheldur með flugi (45 mín.), með lest eða(2.44 klst.), eða með ferju niður Dóná (6klst.). Á næstu mánuðum virðist líka hægt að finna flug til Búdapest á tiltölulega hagstæðu verði til með Norwegean, með stoppi í Osló. Steinsnar frá Vín B údapest er ein af þessum fögru borgum sem ber svo oft fyrir í kvikmyndum án þess samt að fólk geri sér endilega grein fyrir því. Þannig hef- ur Búdapest „leikið“ Moskvu í Red Heat, en Róm, París og London í myndinni Munich, svo aðeins séu nefnd dæmi úr tveimur kvikmynd- um. Ekki kemur á óvart að kvik- myndagerðarmenn leita aftur og aftur til þessarar fögru borgar við Dóná enda sannkölluð perla þar sem liggur við að annað hvert hús sé á heimsminjaskrá Unesco. Meira að segja neðanjarðarlestarlína nr. 1 þykir svo merkileg að hún var sett á heimsminjaskrána árið 2002. Í skugga Vínarborgar? Því miður virðist sem að Búdapest hafi ekki ratað nægilega vel inn á kortið hjá íslenskum ferðamönnum. Þeir sem hafa viljað uppgötva heillandi borgir fyrrum austan- tjaldslandanna hafa máski frekar sett stefnuna á hina krúttlegu Prag. Kannski að Búdapest hafi líka fallið í skuggann af Vínarborg sem er rétt til norð-vesturs, með sitt heims- fræga óperuhús, Sacher-tertur, dómkirkjur, snitsel og Mozart-kúlur. En allt sem Vínarborg hefur, hef- ur Búdapest líka og myndu sumir segja að Búdapest sé áhugaverðari borg heim að sækja – og gott ef ekki töluvert ódýrari líka. Ópera á spottprís Í heimsókn til Búdapest eru nokkrir staðir sem ferðamenn mega ekki missa af. Fyrir það fyrsta ætti að kaupa miða á sýningu í óperuhúsi borgarinnar. Búdapest býr að ríkum menningararfi og þar hefur þess verið gætt í gegnum aldirnar að gera vel við listirnar. Óperuhúsið er glæsileg marmarahöll og er þar boðið upp á metnaðarfullar upp- færslur með leiðandi söngvurum. Skemmir ekki fyrir að miðarnir þar eru mun ódýrari en í óperuhúsi Vín- arborgar. Vestan við Dóná gnæfir Buda- kastali yfir borginni. Það er ferð- arinnar virði að taka kláfinn upp að kastalanum en þar er núna til húsa ungverska listasafnið, sneisafullt af verkum eftir öndvegislistamenn Evrópu. Ævintýralegt þinghús Þá er nauðsynlegt að labba eftir austurbakka Dónár. Má byrja við þinghúsið sem er hreint ótrúleg bygging og enn bæði stærsta og hæsta bygging landsins. Í reynd snýr framhlið byggingarinnar að ánni, en þinghúsið var hannað í ný- gotneskum stíl og lítur út eins og út úr ævintýri. Við Keðjubrúna svo- kölluðu hefst göngugata sem liggur meðfram ánni alla leið niður að Elísabetarbrúnni. Þar við, og í ná- lægum götum, eru verslanir, veit- ingastaðir og hótel í röðum. Íburður í sundlauginni Loks er ekki úr vegi að sjá hvernig Széchenyi-böðin standast saman- burð við Vesturbæjarlaugina. Þessi baðstaður er tiltölulega miðsvæðis í borginni en sundgestir fá að njóta þess að slappa af í heitu vatninu umkringdir byggingum í nýbarokk- stíl. Heimsókn í laugina býður líka upp á tækifæri til að upplifa sam- félagið eins og það var á tímum kommúnismans því afgreiðslufólkið hjá þessari ríkisreknu heilsulind þykir ekki beinlínis vera að farast úr liðlegheitum. Ljósmynd / Flickr - Mauricedb (CC) Óperúhúsið í Búdapest er rótgróin menningarstofnun. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: BÚDAPEST Gimsteinn við bakka Dónár HÖFUÐBORG UNGVERJALANDS STENST HÆGLEGA SAMANBURÐ VIÐ FEGURSTU BORGIR EVRÓPU OG SKARTAR BLÓMLEGU MENNINGARLÍFI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Borgin þykir sérstaklega fögur séð frá ánni og þinghúsið setur sterkan svip á heildarmyndina. Það er ekki á hverjum degi sem menn heimsækja svona sundlaug. Ljósmynd/Wikipedia - Marc Ryckaert (CC) Ljósmynd/Wikipedia - PDXdj (CC) ÓVENJULEGT BORGARNAFN Búda og Pest Borgin Búdapest varð form- lega til árið 1873 þegar þrjár borgir voru sameinaðar: Buda, Pest og Óbuda (þ.e. Gamla Búda). Strangt til tek- ið á að bera nafn borgarinnar fram „Búdapesht“, þvi „s“-ið er borið fram með „sh“- hljóði í ungversku. Borgarbúar vísa enn til nafna gömlu borganna þegar þeir tala um ólíka helminga borgarinnar. Vestan Dónár er Búda og austan árinnar Pest. Borgin hefur getið af sér mörg stórmenninn, bæði á sviði lista og vísinda. Þeirra frægastur er sennilega tón- skáldið Franz List og árið 2011 var ákveðið að nefna alþjóðaflugvöll borgarinnar eftir honum. Illa hefur þó gengið að láta nýa jafnið tolla við flugvöllinn og í almennu tali er hann oftast kallaður Ferihegy, eftir hverfinu þar sem völlurinn er staðsettur. Ferihegy er reyndar afbrigði af nafninu Franz, eða Ferenc, en hverfið dregur nafn sitt af Ferenc nokkrum sem rækt- aði þar vínekru af miklum metnaði á 19. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.