Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 22
Heimili og hönnun *HEMSMAK er ný lína frá IKEAsem Ólöf Birna Garðarsdóttir ogHildur Sigurðardóttir hjá Letter-press og Sigríður Heimisdóttirhönnuðu í samstarfi við sænskukeðjuna. Þessi skemmtilega lína ernú mætt í verslanir IKEA á Íslandi og fæst einungis í takmörkuðu upplagi. Letterpress og Sigga Heimis í IKEA V inur minn er fjölmiðla- og upplýsingafulltrúi og var búinn að heyra af því að Rauði krossinn hefði áhuga á að endurnýja söfnunarbauka og koma með eitthvað nýtt í þeim efnum. Hann kemur okkur Hildi og Hauki hjá Rauða krossinum í samband og í kjölfarið er ég fengin til þess að hanna tvær útgáfur af söfnunarbaukum. Önnur útgáfan eru litlir söfnunarbaukar (20 cm x 20 cm ) sem eiga að geta verið á afgreiðsluborðum en hin (1 m) er hugsuð fyrir stærri stofnanir, s.s. Smáralind, Reykjavíkurflugvöll og Leifsstöð,“ útskýrir Guðrún sem útskrifaðist úr vöruhönnunardeild Listaháskóla íslands árið 2012. Síðan þá hefur hún unnið að fjölda verkefna, meðal annars í Kaupmannahöfn,þar sem hún dvaldi á svo- kölluðu dvalarsetri (e. residence), og í Berlín þar sem hún aðstoðaði leikmynda- og búningahönnuð við uppsetningu á verki þar og hóf síðar starfsnám hjá Tinnu Pétursdóttur hjá Dóttur og syni. Fær að vera hlutur útaf fyrir sig Samstarfið við Rauða kross Íslands segir Guðrún búið að vera skemmtilegt ferli. „Þetta er auðvitað mjög þröngur rammi sem verið er að vinna með en þau veittu mér fullkomið frelsi til þess að gera það sem mig langaði og voru mjög opin fyrir öðruvísi hugmyndum.“ Guðrún bætir við að sér hafi þótt mikilvægt að ná að samtvinna þennan þrönga ramma, „fúnksjónið“ sem verður að vera til staðar og að reyna að gera baukinn að fallegri hönnun og leyfa honum að „poppa út“ og vera hlutur útaf fyrir sig. Guðrún segist hafa lagt upp með að baukurinn yrði frekar öðruvísi en hún segir söfnunarbauka eiga það stundum til að falla svolítið inn í umhverfið. „Mig langaði því aðeins að hugsa þetta öðruvísi og ákvað að vinna með krossinn sjálfan og vildi hafa baukinnþannig að hann tilheyrði augljóslega Rauðakrossinum. Formið á stóra bauknum kemur því út frá krossforminu sjálfu. Ég ákvað strax að vinna með plexígler, ég hafði lesið rannsókn um það að fólk væri viljugra að gefa ef það sér hvað það er að gera, ef baukurinn er gegnsær. Með plexíglerinu vildi ég hafa svolítið grófan og hráan efnivið,“ útskýrir Guðrún sem nýtti steypu í botninn og skapaði með henni ákveðið mótvægi. Hún segir steypuna jafnframt vera ákveðna tilvísun í stuðlaberg og sé hún því viðeigandi fyrir söfnunarbauk Rauða kross- ins á Íslandi. Þýðingarmikið verkefni Aðspurð segir Guðrún það æðislega tilfinningu að fá að vinna verk- efni fyrir Rauða krossinn. „Bæði er ótrúlega skemmtilegt að það sé að myndast ákveðin vakning, að stór fyrirtæki geti nýtt sér íslenska hönnuði til þess að vinna með sér, og að fá að hanna fyrir svona stórt batterí eins og Rauða krossinn og þeirra starf, auðvitað hefur það alltaf gildi líka. Þetta er frábær starfsemi sem ég fæ að taka þátt í og láta þannig gott af mér leiða. Þetta var rosalega þýðingar- mikið verkefni,“ útskýrir hún en söfnunarbaukarnir eru nú á leiðinni í verslanir víða um land. Guðrún Harðardóttir segir afar jákvætt að það sé að myndast ákveðin vakning, að stór fyrirtæki geti nýtt sér íslenska hönnuði til þess að vinna fyrir sig verkefni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsileg hönnun. Stærri baukarnir eru metri á hæð og verða þeir staðsettir meðal annars í verslunarmiðstöðvum og á flugvöllum. Guðrún segir verkefnið hafa gengið vel og fékk hún fullkomið frelsi við hönnun baukanna. Minni baukurinn er ætlaður í verslanir en hann er 20 x 20 cm og gerður úr plexígleri. Guðrún vinnur flest verkefni í tölvu og má hér sjá vinnuteikningu af stærri söfnunar- bauknum. NÝIR SÖFNUNARBAUKAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Fullkomið frelsi í þröngum ramma GUÐRÚN HARÐARDÓTTIR, VÖRUHÖNNUÐUR, VAR FENGIN TIL ÞESS AÐ HANNA NÝJA SÖFNUNARBAUKA FYRIR RAUÐA KROSS ÍSLANDS. GUÐRÚN LAGÐI MIKLA RANNSÓKN Í VERKEFNIÐ OG SÓTTI HÚN MEÐAL ANNARS INNBLÁSTUR Í ÍSLENSKT STUÐLABERG VIÐ HÖNNUN SÖFNUNARBAUKANNA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is * Þetta er frábær starfsemi sem ég fæ að taka þátt í og láta þannig gott af mér leiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.