Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Matur og drykkir V ilhjálmur Þór Svansson, lögfræðingur hjá Arion Banka, bauð vin- um og vandamönnum í indverska veislu í tilefni afmælis síns, síðastliðna menningarnótt. Gestirnir, Fjölnir Vilhjálmsson, Haukur Gunnarsson, Rútur Örn Birgisson, Lárus Gauti Georgsson, Gestur Gunnarsson, Leifur Þorbergsson, Björn Bragason, Vignir Lýðsson og Ísabella Price þekkjast að einhverju leyti innbyrðis en Vilhjálmur kynntist sumum þeirra í gegnum laganámið í Háskóla Íslands, vinnustaðinn Arion Banka og öðrum í gegnum hlaup og ýmis félagsstörf. Vilhjálmur er fæddur og uppalinn í Laugardalnum, hefur búið þar nán- ast alla sína tíð og býr þar nú. Hann kveðst hafa farið að huga mun meira að mataræðinu eftir að hann hóf að æfa hlaup fyrir um ári síðan. „Elda- mennskan hefur fylgt þeim áhuga að verulegu leyti. Ég útbý iðulega létta kvöldverði, svo sem kjúklinga-, pasta- og fiskirétti en markmiðið núna er að taka yngri systur mína meira til fyrirmyndar í eldamennskunni. Hún er sífellt eldandi framandi og spennandi rétti í eldhúsinu,“ segir Vil- hjálmur. Hann ákvað að hafa indverskt þema í matarboðinu enda er það uppá- haldsmaturinn hans. ,,Maturinn sem ég eldaði er talinn mikill herra- mannsmatur í heimalandi móður minnar, Bresku Guyana, í Suður- Ameríku en fjölmargir Indverjar búa þar. Þessir réttir, sérstaklega karrý og rótí, voru mjög reglulega á borðum í okkur fjölskylduna á mínum upp- vaxtarárum,“ segir Vilhjálmur spurður um valið á réttunum. Vilhjálmi gekk vel að elda réttina en undirbúningur hófst deginum fyrir boðið enda keppti hann í Reykjavíkurmaraþoninu sama morgun og boðið var haldið. ,,Ég þurfti því að hafa hraðar hendur um daginn ef allt átti að lukkast á tilsettum tíma,“ útskýrir hann og bætir við að drjúgan tíma hafi tekið að klára eldamennskuna. ,,Kvöldið gekk mjög vel og menn voru afar sáttir og saddir eftir mat- inn. Eftir kvöldmatinn voru opnaðir afmælispakkar og svo var mikið fjör í gestum fram eftir kvöldi. Um ellefuleytið var svo haldið upp á þak þar sem fylgst var með flugeldasýningu menningarnætur, en fljótlega eftir miðnætti var haldið niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem fjörið hélt áfram,“ greinir hann frá. Vilhjálmur leggur loka- hönd á réttina. MATARBOÐ Indverskur afmælismatur í Laugardalnum * Maturinn sem égeldaði er talinnmikill herramanns- matur í heimalandi móður minnar, Bresku Guyana, í Suður- Ameríku en fjölmargir Indverjar búa þar. VILHJÁLMUR ÞÓR SVANSSON ÁKVAÐ AÐ HALDA UPP Á AFMÆLIÐ SITT MEÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA VINUM OG VANDA- MÖNNUM Í INDVERSKA VEISLU Á SÍÐUSTU MENNINGAR- NÓTT. HANN ÆTLAR AÐ TAKA LITLU SYSTUR SÍNA FRAM- VEGIS TIL FYRIRMYNDAR Í ELDHÚSINU OG ELDA OFTAR FRAMANDI OG SPENNANDI RÉTTI. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is 680-700 gr. risarækjur 1 tsk. karríduft 1 tsk. garam masala 1 tsk. pressaður hvítlaukur 1 msk. matarolía 1 msk. tómatpuré ¼ bolli kókosmjólk 1 msk. sítrónusafi 1 búnt salatblöð Rækjur settar í skál og karríduft, garam masala, hvít- laukur og matarolía út íog hrært saman. Steikingarpanna hituð í háan hita. Rækjurnar steiktar á pönnu í ca. 1 mín. Tómatpuré og kókosmjólk hrærð saman og bætt svo við rækjurnar. Allt eldað saman í ca. 5 mín eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salti stráð og sítrónusafi kreistur yfir rækjurnar. Salatblöð sett á hentugan disk og rækjunum dreift á salatblöðin og rétturinn borinn þannig fram. Rækjuréttur í forrétt Hópurinn, talinn frá vinstri: Haukur, Björn, Vignir, Lár- us, Vilhjálmur, Leifur, Rútur, Gestur, Fjölnir og Ísabella. Vilhjálmur, Lárus Gauti og Rútur Örn í for- drykk í eldhúsinu. Lárus Gauti tók upp gítarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.